Lokun landamæra, stóraukið atvinnuleysi Sigþór Kristinn Skúlason skrifar 22. ágúst 2020 08:00 Ástand í þjóðfélaginu og í heiminum öllum er erfitt um þessum þessar mundir vegna alheimsfaraldursins COVID-19. Íslendingum hefur þrátt fyrir allt gengið nokkuð vel að ná tökum á faraldrinum og í raun svo vel að eftir því er tekið langt út fyrir landsteinana. Í því sambandi hefur ríkisstjórn Íslands séð ástæðu til þess að setja af stað markaðsátak til að kynna þann góða árangur með það að markmiði að hvetja erlenda ferðamenn til að ferðast til Íslands. Frá upphafi faraldursins hefur sóttvarnarlæknir talað um að Íslendingar og þeir sem koma hingað til lengri dvalar séu líklegastir til þess að bera smit inn í landið. Erlendir ferðamenn séu einfaldlega ekki líklegir til að smita mikið, enda ekki í jafn nánum samskiptum inn í samfélagið og við Íslendingar. Jafnframt hefur sóttvarnarlæknir talað fyrir því að það sé ekki markmið út af fyrir sig að fá engin smit inn í landið. Við getum alltaf búist við að fá smit af og til á meðan faraldurinn geisar en þá viðráðanleg fyrir heilbrigðiskerfi okkar. Óhætt er því að segja að sú kúvending sem varð á stefnu stjórnvalda hvað varðar frjálsa för fólks til og frá landinu hafi komið flatt upp á marga. Ákvörðun um að loka nánast landinu með því að skylda alla í tvær skimanir og sóttkví virðist hafa verið tekin án samráðs við atvinnulífið í landinu og án þess að lagðir hafi verið fram útreikningar og rökstuðningur fyrir þeirri ákvörðun. Ríkisstjórn Íslands hefði hæglega geta valið mildari útgáfu við skimun á landamærum án þess að skrúfa fyrir flæði ferðamanna með svo íþyngjandi sóttvörnum. Til að mynda hefði verið hægt að skima alla, jafnvel tvisvar en látið duga að setja Íslendinga og þá sem koma til lengri dvalar í sóttkví. Ef þær ráðstafanir gæfu ekki tilætlaðan árangur hefði á seinni stigum alltaf verið hægt að herða sóttvarnir í takt við þær reglur sem nú eru í gildi. Í kjölfar COVID-19 faraldursins þá hefur atvinnuleysi í landinu stóraukist og einna verst er ástandið á Suðurnesjum. Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar fyrir viku síðan, þá er fyrirséð að ferðaþjónusta í landinu kemur að mestu leyti til með að leggjast af með tilheyrandi viðbótar atvinnuleysi. Nú þegar er stór hluti af þeim flugfélögum sem fljúga til Keflavíkurflugvallar byrjuð að fella niður flug til landsins. Ég skora á Ríkisstjórn Íslands að endurskoða án tafar þær sóttvarnarreglur sem nú gilda á landamærum til þess að takmarka það tjón sem þegar hefur orðið. Virðingarfyllst. Sigþór Kristinn Skúlason. Höfundur er forstjóri Airport Associates. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ástand í þjóðfélaginu og í heiminum öllum er erfitt um þessum þessar mundir vegna alheimsfaraldursins COVID-19. Íslendingum hefur þrátt fyrir allt gengið nokkuð vel að ná tökum á faraldrinum og í raun svo vel að eftir því er tekið langt út fyrir landsteinana. Í því sambandi hefur ríkisstjórn Íslands séð ástæðu til þess að setja af stað markaðsátak til að kynna þann góða árangur með það að markmiði að hvetja erlenda ferðamenn til að ferðast til Íslands. Frá upphafi faraldursins hefur sóttvarnarlæknir talað um að Íslendingar og þeir sem koma hingað til lengri dvalar séu líklegastir til þess að bera smit inn í landið. Erlendir ferðamenn séu einfaldlega ekki líklegir til að smita mikið, enda ekki í jafn nánum samskiptum inn í samfélagið og við Íslendingar. Jafnframt hefur sóttvarnarlæknir talað fyrir því að það sé ekki markmið út af fyrir sig að fá engin smit inn í landið. Við getum alltaf búist við að fá smit af og til á meðan faraldurinn geisar en þá viðráðanleg fyrir heilbrigðiskerfi okkar. Óhætt er því að segja að sú kúvending sem varð á stefnu stjórnvalda hvað varðar frjálsa för fólks til og frá landinu hafi komið flatt upp á marga. Ákvörðun um að loka nánast landinu með því að skylda alla í tvær skimanir og sóttkví virðist hafa verið tekin án samráðs við atvinnulífið í landinu og án þess að lagðir hafi verið fram útreikningar og rökstuðningur fyrir þeirri ákvörðun. Ríkisstjórn Íslands hefði hæglega geta valið mildari útgáfu við skimun á landamærum án þess að skrúfa fyrir flæði ferðamanna með svo íþyngjandi sóttvörnum. Til að mynda hefði verið hægt að skima alla, jafnvel tvisvar en látið duga að setja Íslendinga og þá sem koma til lengri dvalar í sóttkví. Ef þær ráðstafanir gæfu ekki tilætlaðan árangur hefði á seinni stigum alltaf verið hægt að herða sóttvarnir í takt við þær reglur sem nú eru í gildi. Í kjölfar COVID-19 faraldursins þá hefur atvinnuleysi í landinu stóraukist og einna verst er ástandið á Suðurnesjum. Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar fyrir viku síðan, þá er fyrirséð að ferðaþjónusta í landinu kemur að mestu leyti til með að leggjast af með tilheyrandi viðbótar atvinnuleysi. Nú þegar er stór hluti af þeim flugfélögum sem fljúga til Keflavíkurflugvallar byrjuð að fella niður flug til landsins. Ég skora á Ríkisstjórn Íslands að endurskoða án tafar þær sóttvarnarreglur sem nú gilda á landamærum til þess að takmarka það tjón sem þegar hefur orðið. Virðingarfyllst. Sigþór Kristinn Skúlason. Höfundur er forstjóri Airport Associates.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar