Lokun landamæra, stóraukið atvinnuleysi Sigþór Kristinn Skúlason skrifar 22. ágúst 2020 08:00 Ástand í þjóðfélaginu og í heiminum öllum er erfitt um þessum þessar mundir vegna alheimsfaraldursins COVID-19. Íslendingum hefur þrátt fyrir allt gengið nokkuð vel að ná tökum á faraldrinum og í raun svo vel að eftir því er tekið langt út fyrir landsteinana. Í því sambandi hefur ríkisstjórn Íslands séð ástæðu til þess að setja af stað markaðsátak til að kynna þann góða árangur með það að markmiði að hvetja erlenda ferðamenn til að ferðast til Íslands. Frá upphafi faraldursins hefur sóttvarnarlæknir talað um að Íslendingar og þeir sem koma hingað til lengri dvalar séu líklegastir til þess að bera smit inn í landið. Erlendir ferðamenn séu einfaldlega ekki líklegir til að smita mikið, enda ekki í jafn nánum samskiptum inn í samfélagið og við Íslendingar. Jafnframt hefur sóttvarnarlæknir talað fyrir því að það sé ekki markmið út af fyrir sig að fá engin smit inn í landið. Við getum alltaf búist við að fá smit af og til á meðan faraldurinn geisar en þá viðráðanleg fyrir heilbrigðiskerfi okkar. Óhætt er því að segja að sú kúvending sem varð á stefnu stjórnvalda hvað varðar frjálsa för fólks til og frá landinu hafi komið flatt upp á marga. Ákvörðun um að loka nánast landinu með því að skylda alla í tvær skimanir og sóttkví virðist hafa verið tekin án samráðs við atvinnulífið í landinu og án þess að lagðir hafi verið fram útreikningar og rökstuðningur fyrir þeirri ákvörðun. Ríkisstjórn Íslands hefði hæglega geta valið mildari útgáfu við skimun á landamærum án þess að skrúfa fyrir flæði ferðamanna með svo íþyngjandi sóttvörnum. Til að mynda hefði verið hægt að skima alla, jafnvel tvisvar en látið duga að setja Íslendinga og þá sem koma til lengri dvalar í sóttkví. Ef þær ráðstafanir gæfu ekki tilætlaðan árangur hefði á seinni stigum alltaf verið hægt að herða sóttvarnir í takt við þær reglur sem nú eru í gildi. Í kjölfar COVID-19 faraldursins þá hefur atvinnuleysi í landinu stóraukist og einna verst er ástandið á Suðurnesjum. Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar fyrir viku síðan, þá er fyrirséð að ferðaþjónusta í landinu kemur að mestu leyti til með að leggjast af með tilheyrandi viðbótar atvinnuleysi. Nú þegar er stór hluti af þeim flugfélögum sem fljúga til Keflavíkurflugvallar byrjuð að fella niður flug til landsins. Ég skora á Ríkisstjórn Íslands að endurskoða án tafar þær sóttvarnarreglur sem nú gilda á landamærum til þess að takmarka það tjón sem þegar hefur orðið. Virðingarfyllst. Sigþór Kristinn Skúlason. Höfundur er forstjóri Airport Associates. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ástand í þjóðfélaginu og í heiminum öllum er erfitt um þessum þessar mundir vegna alheimsfaraldursins COVID-19. Íslendingum hefur þrátt fyrir allt gengið nokkuð vel að ná tökum á faraldrinum og í raun svo vel að eftir því er tekið langt út fyrir landsteinana. Í því sambandi hefur ríkisstjórn Íslands séð ástæðu til þess að setja af stað markaðsátak til að kynna þann góða árangur með það að markmiði að hvetja erlenda ferðamenn til að ferðast til Íslands. Frá upphafi faraldursins hefur sóttvarnarlæknir talað um að Íslendingar og þeir sem koma hingað til lengri dvalar séu líklegastir til þess að bera smit inn í landið. Erlendir ferðamenn séu einfaldlega ekki líklegir til að smita mikið, enda ekki í jafn nánum samskiptum inn í samfélagið og við Íslendingar. Jafnframt hefur sóttvarnarlæknir talað fyrir því að það sé ekki markmið út af fyrir sig að fá engin smit inn í landið. Við getum alltaf búist við að fá smit af og til á meðan faraldurinn geisar en þá viðráðanleg fyrir heilbrigðiskerfi okkar. Óhætt er því að segja að sú kúvending sem varð á stefnu stjórnvalda hvað varðar frjálsa för fólks til og frá landinu hafi komið flatt upp á marga. Ákvörðun um að loka nánast landinu með því að skylda alla í tvær skimanir og sóttkví virðist hafa verið tekin án samráðs við atvinnulífið í landinu og án þess að lagðir hafi verið fram útreikningar og rökstuðningur fyrir þeirri ákvörðun. Ríkisstjórn Íslands hefði hæglega geta valið mildari útgáfu við skimun á landamærum án þess að skrúfa fyrir flæði ferðamanna með svo íþyngjandi sóttvörnum. Til að mynda hefði verið hægt að skima alla, jafnvel tvisvar en látið duga að setja Íslendinga og þá sem koma til lengri dvalar í sóttkví. Ef þær ráðstafanir gæfu ekki tilætlaðan árangur hefði á seinni stigum alltaf verið hægt að herða sóttvarnir í takt við þær reglur sem nú eru í gildi. Í kjölfar COVID-19 faraldursins þá hefur atvinnuleysi í landinu stóraukist og einna verst er ástandið á Suðurnesjum. Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar fyrir viku síðan, þá er fyrirséð að ferðaþjónusta í landinu kemur að mestu leyti til með að leggjast af með tilheyrandi viðbótar atvinnuleysi. Nú þegar er stór hluti af þeim flugfélögum sem fljúga til Keflavíkurflugvallar byrjuð að fella niður flug til landsins. Ég skora á Ríkisstjórn Íslands að endurskoða án tafar þær sóttvarnarreglur sem nú gilda á landamærum til þess að takmarka það tjón sem þegar hefur orðið. Virðingarfyllst. Sigþór Kristinn Skúlason. Höfundur er forstjóri Airport Associates.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun