Uppfæra þurfi reglugerðir til að lög um kynrænt sjálfræði verði meira en „bara punt á blaði“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 12:48 Dóra Björt segist ekki ætla að gefast upp á þessu mannréttindamáli fyrr en í fulla hnefana. Vísir/Vilhelm Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur verið gert að setja aftur upp salernismerkingar sem aðgreinir konur og karla á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni, að minnsta kosti þar til félagsmálaráðuneytið hefur ákvarðað hvort ákvörðun Vinnueftirlitsins standist ný lög um kynrænt sjálfræði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins, segir að uppfæra þurfi reglugerðir ef lögin eiga að vera annað og meira en punt á blaði. Mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráð borgarinnar samþykkti sumarið 2018 tillögu um að öll salerni í stjórnsýsluhúsum borgarinnar skyldu verða ókyngreind. Hinsegin fólk hefur lengi barist fyrir því að salerni verði kynhlutlaus til að tryggja aðgengi allra, þar á meðal þeirra sem skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar. Síðan breytingin var gerð kvörtuðu nokkrir starfsmenn á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni yfir ókyngreindum salernum. Vinnueftirlitið ákvarðaði í kjölfarið að borgin skyldi setja merkingarnar upp aftur með vísan í reglur um húsnæði vinnustaða númer 581 frá 1995. Mannréttindaráðið taldi ljóst að reglugerðin væri úreld og stæðist ekki ný lög um kynrænt sjálfræði. Ráðið óskaði eftir úrskurði félagsmálaráðuneytisins og bað um að réttaráhrifum ákvörðunar Vinnueftirlitsins yrði frestað þar til úrskurður ráðuneytisins lægi fyrir. Á dögunum barst Mannréttindaráði síðan bréf frá félagsmálaráðuneytinu þar sem beiðni um frest var hafnað. Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður ráðsins. „Mér finnst þetta mál snúast fyrst og fremst um það að við erum komin með ný lög um kynrænt sjálfræði þar sem Alþingi hefur verið ansi róttækt í því að auka aðgengi allra kynja að samfélaginu. Við sem samfélag höfum gengið svolitið frá þessari kynjatvíhyggju og hér erum við með reglugerð frá 1995 sem stríðir, að mínu viti, gegn þessum lögum. Ef það er þannig að reglugerðir stríði gegn ríkjandi lögum og eðlilegri samfélagslegri þróun sem við stöndum öll saman um þá er það hreinlega lýðræðislegt vandamál. Dóra segir misvísandi skilaboð stjórnvalda um hvað megi og hvað megi ekki í tengslum við kynrænt sjálfræði komi illa niður á hinseginfólki. Henni hugnast ekki vinnubrögð félagsmálaráðuneytisins í málinu. „Ef lög um kynrænt sjálfræði eiga að vera eitthvað meira en bara punt á blaði þá þarf að uppfæra reglugerðir og það þarf að gera það hratt og örugglega vegna þess að þessi lög hafa þegar tekið gildi.“ Dóra segist ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. „Við erum einfaldlega að krefjast þess fyrir okkar borgara, fyrir okkar íbúa að lög um kynrænt sjálfræði - að róttæk lög sem eig að skipta máli - hafi þau samfélagslegu áhrif sem þeim er ætlað að hafa og við gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana.“ Hinsegin Mannréttindi Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Mikilvægt að öll lög landsins verði kynhlutlaus Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að gera breytingar á lögum landsins í þá veru að öll lög verði kynhlutlaus. Frumvaprsdrög þess efnis eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. 10. ágúst 2020 13:00 Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur verið gert að setja aftur upp salernismerkingar sem aðgreinir konur og karla á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni, að minnsta kosti þar til félagsmálaráðuneytið hefur ákvarðað hvort ákvörðun Vinnueftirlitsins standist ný lög um kynrænt sjálfræði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins, segir að uppfæra þurfi reglugerðir ef lögin eiga að vera annað og meira en punt á blaði. Mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráð borgarinnar samþykkti sumarið 2018 tillögu um að öll salerni í stjórnsýsluhúsum borgarinnar skyldu verða ókyngreind. Hinsegin fólk hefur lengi barist fyrir því að salerni verði kynhlutlaus til að tryggja aðgengi allra, þar á meðal þeirra sem skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar. Síðan breytingin var gerð kvörtuðu nokkrir starfsmenn á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni yfir ókyngreindum salernum. Vinnueftirlitið ákvarðaði í kjölfarið að borgin skyldi setja merkingarnar upp aftur með vísan í reglur um húsnæði vinnustaða númer 581 frá 1995. Mannréttindaráðið taldi ljóst að reglugerðin væri úreld og stæðist ekki ný lög um kynrænt sjálfræði. Ráðið óskaði eftir úrskurði félagsmálaráðuneytisins og bað um að réttaráhrifum ákvörðunar Vinnueftirlitsins yrði frestað þar til úrskurður ráðuneytisins lægi fyrir. Á dögunum barst Mannréttindaráði síðan bréf frá félagsmálaráðuneytinu þar sem beiðni um frest var hafnað. Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður ráðsins. „Mér finnst þetta mál snúast fyrst og fremst um það að við erum komin með ný lög um kynrænt sjálfræði þar sem Alþingi hefur verið ansi róttækt í því að auka aðgengi allra kynja að samfélaginu. Við sem samfélag höfum gengið svolitið frá þessari kynjatvíhyggju og hér erum við með reglugerð frá 1995 sem stríðir, að mínu viti, gegn þessum lögum. Ef það er þannig að reglugerðir stríði gegn ríkjandi lögum og eðlilegri samfélagslegri þróun sem við stöndum öll saman um þá er það hreinlega lýðræðislegt vandamál. Dóra segir misvísandi skilaboð stjórnvalda um hvað megi og hvað megi ekki í tengslum við kynrænt sjálfræði komi illa niður á hinseginfólki. Henni hugnast ekki vinnubrögð félagsmálaráðuneytisins í málinu. „Ef lög um kynrænt sjálfræði eiga að vera eitthvað meira en bara punt á blaði þá þarf að uppfæra reglugerðir og það þarf að gera það hratt og örugglega vegna þess að þessi lög hafa þegar tekið gildi.“ Dóra segist ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. „Við erum einfaldlega að krefjast þess fyrir okkar borgara, fyrir okkar íbúa að lög um kynrænt sjálfræði - að róttæk lög sem eig að skipta máli - hafi þau samfélagslegu áhrif sem þeim er ætlað að hafa og við gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana.“
Hinsegin Mannréttindi Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Mikilvægt að öll lög landsins verði kynhlutlaus Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að gera breytingar á lögum landsins í þá veru að öll lög verði kynhlutlaus. Frumvaprsdrög þess efnis eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. 10. ágúst 2020 13:00 Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
Mikilvægt að öll lög landsins verði kynhlutlaus Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að gera breytingar á lögum landsins í þá veru að öll lög verði kynhlutlaus. Frumvaprsdrög þess efnis eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. 10. ágúst 2020 13:00
Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24