Ferðamenn á Suðurlandi horfnir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. mars 2020 11:00 Ferðamönnum í Vík fækkaði stórlega á einungis Vísir/Stöð 2 Ferðamönnum á Suðurlandi hefur fækkað í tugum prósenta á einungis nokkrum dögum eftir að kórónuveiran náði útbreiðslu. Framkvæmdastjóri ferðaþjónustu á svæðinu er uggandi yfir framtíðinni og segir erfitt að gera áætlanir. Gífurlegur samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu hér á landi frá því útbreiðsla kórónuveirunar náði til Evrópu og Ameríku. Suðurland hefur þótt eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna en í dag er nær enga ferðamenn þar að sjá. Öllu jafna hefur verið þétt umferð hópferðabíla og bílaleigubíla í Vík á undanförnum árum. Eftir að kórónuveiran kom hefur orðið algjört hrun í ferðaþjónustu á Suðurlandi.Elías Guðmundsson, atvinnurekandi í Vík.Vísir/Stöð 2Hurfu bara á nokkrum dögum „Við fundum kannski mest fyrir þessu, í traffíkinni, þegar Trump kom með sína yfirlýsingu og svo hefur þetta verið að gerast mjög hratt. Eiginlega mesta droppið var fyrir tveimur dögum þá fórum við að sjá planið (við verslunarkjarnann) tómt,“ segir Elías Guðmundsson, eigandi þjónustufyrirtækja og hótela í Vík. Elías segir að verstu dagurinn í veitingaþjónustu og hótel gistingu í Vík hafi verið á föstudag. Hann segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana sem þykja sársaukafullar. Nokkrum veitingastöðum hefur þegar verið lokað og þá er til skoðunar að loka hótelum. Elías er áhyggjufullur um næstu mánuði.Rólegt hefur verið hjá þjónustufyrirtækjum og hótelum í Vík síðustu daga.Vísir/Stöð 2Vonandi verður haustið gott „Við vitum auðvitað öll að þetta er skammtíma ástand. En hvað þýðir skammtíma ástand? Er það tveir, þrír mánuðir. Er það hálft ár. Ég er búinn að vera að framkvæma mjög mikið þannig að maður sefur ekkert alveg rólegur. Þetta mun ekkert bara spýtast í gang svona þegar einhver segir „þið megið ferðast aftur“. Ég held að þetta muni koma hægt til baka. Maður auðvitað bindur vonir við að haustið verði gott en ég hugsa að sumarið sé farið svona eins og maður reiknaði með að það yrði,“ segir Elías. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ferðamönnum á Suðurlandi hefur fækkað í tugum prósenta á einungis nokkrum dögum eftir að kórónuveiran náði útbreiðslu. Framkvæmdastjóri ferðaþjónustu á svæðinu er uggandi yfir framtíðinni og segir erfitt að gera áætlanir. Gífurlegur samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu hér á landi frá því útbreiðsla kórónuveirunar náði til Evrópu og Ameríku. Suðurland hefur þótt eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna en í dag er nær enga ferðamenn þar að sjá. Öllu jafna hefur verið þétt umferð hópferðabíla og bílaleigubíla í Vík á undanförnum árum. Eftir að kórónuveiran kom hefur orðið algjört hrun í ferðaþjónustu á Suðurlandi.Elías Guðmundsson, atvinnurekandi í Vík.Vísir/Stöð 2Hurfu bara á nokkrum dögum „Við fundum kannski mest fyrir þessu, í traffíkinni, þegar Trump kom með sína yfirlýsingu og svo hefur þetta verið að gerast mjög hratt. Eiginlega mesta droppið var fyrir tveimur dögum þá fórum við að sjá planið (við verslunarkjarnann) tómt,“ segir Elías Guðmundsson, eigandi þjónustufyrirtækja og hótela í Vík. Elías segir að verstu dagurinn í veitingaþjónustu og hótel gistingu í Vík hafi verið á föstudag. Hann segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana sem þykja sársaukafullar. Nokkrum veitingastöðum hefur þegar verið lokað og þá er til skoðunar að loka hótelum. Elías er áhyggjufullur um næstu mánuði.Rólegt hefur verið hjá þjónustufyrirtækjum og hótelum í Vík síðustu daga.Vísir/Stöð 2Vonandi verður haustið gott „Við vitum auðvitað öll að þetta er skammtíma ástand. En hvað þýðir skammtíma ástand? Er það tveir, þrír mánuðir. Er það hálft ár. Ég er búinn að vera að framkvæma mjög mikið þannig að maður sefur ekkert alveg rólegur. Þetta mun ekkert bara spýtast í gang svona þegar einhver segir „þið megið ferðast aftur“. Ég held að þetta muni koma hægt til baka. Maður auðvitað bindur vonir við að haustið verði gott en ég hugsa að sumarið sé farið svona eins og maður reiknaði með að það yrði,“ segir Elías.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira