Aðalþjálfari NFL-liðs með krabbamein en hættir ekki að þjálfa liðið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 17:30 Ron Rivera þjálfaði áður lið Carolina Panthers í níu ár. EPA-EFE/DAN ANDERSON Ron Rivera, þjálfari Washington liðsins í NFL-deildinni, greindist með krabbamein á dögunum en hann sagði frá þessu opinberlega í nótt. Ron Rivera er með húðkrabbamein sem er komið í eitlana en það fannst snemma og læknar eru bjartsýnir fyrir hönd Rivera um að hann nái sér. Ron Rivera kallaði alla leikmenn liðsins saman og sagði þeim frá þessu. Hann vildi að þeir heyrðu þetta allir frá honum sjálfum. Washington Head Coach Ron Rivera tells @AdamSchefter he has been diagnosed with lymph node cancer after a self-check.Rivera says the cancer is in the early stages and is considered very treatable and curable." pic.twitter.com/eAuXzK6al7— SportsCenter (@SportsCenter) August 21, 2020 „Mér var brugðið. Ég var líka reiður því mér finnst ég hafi aldrei verið heilsuhraustari en einmitt núna,“ sagði Ron Rivera. Það er engin uppgjöf í Ron Rivera sjálfum sem hefur beðið félagið að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann ætlar að þjálfa liðið áfram en mun þó vera með plan B fari svo að hann þurfi að fara í veikindaleyfi. Það styttist í NFL-tímabilið en Ron Rivera átti mikið verk fyrir höndum innan raða Washington liðsins, bæði við að gera liðið betra inn á vellinum en eins til að laga vinnumenninguna utan hans. Washington liðið, sem hætti að nota nafnið sitt sitt í sumar, ætlar ekki að finna sér nýtt nafn fyrr en seinna. Liðið heitir því Washington Football Club á komandi tímabili. Ron Rivera er 58 ára gamall og þetta er fyrsta tímabil hans með Washington liðið. Hann hefur hins vegar mikla reynslu úr NFL-deildinni og þjálfaði meðal annars lið Carolina Panthers í átta ár þar á undan eða frá 2011 til 2019. More Ron Rivera: I m planning to go on coaching. Doctors encouraged me to do it, too. They said, If you feel strongly, do it. Don t slow down, do your physical activities. But everyone keeps telling me by week three or four, you ll start feeling it. — Adam Schefter (@AdamSchefter) August 21, 2020 Fyrstu mánuðirnir í starfi hafa reynt mikið á Ron Rivera. Það er auðvitað kórónuveirufaraldurinn, svo þurfti liðið að skipta út rasísku nafni sínu og þá hafa komið fram upplýsingar um viðamikið kynferðislegt áreiti meðal starfsmanna félagsins. Krabbameinið bætist síðan ofan á það. „Ég ætla að halda áfram að þjálfa. Læknarnir hafa líka hvatt mig til þess. Þeir sögðu við mig: Ef þú hefur orku þá skaltu gera það. Ekki hægja á þér og haltu áfram að hreyfa þig. Það segja mér samt allir að ég fari virkilega að finna fyrir lyfjameðferðinni á viku þrjú eða fjögur,“ sagði Ron Rivera í samtali við Adam Schefter á ESPN. NFL Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Ron Rivera, þjálfari Washington liðsins í NFL-deildinni, greindist með krabbamein á dögunum en hann sagði frá þessu opinberlega í nótt. Ron Rivera er með húðkrabbamein sem er komið í eitlana en það fannst snemma og læknar eru bjartsýnir fyrir hönd Rivera um að hann nái sér. Ron Rivera kallaði alla leikmenn liðsins saman og sagði þeim frá þessu. Hann vildi að þeir heyrðu þetta allir frá honum sjálfum. Washington Head Coach Ron Rivera tells @AdamSchefter he has been diagnosed with lymph node cancer after a self-check.Rivera says the cancer is in the early stages and is considered very treatable and curable." pic.twitter.com/eAuXzK6al7— SportsCenter (@SportsCenter) August 21, 2020 „Mér var brugðið. Ég var líka reiður því mér finnst ég hafi aldrei verið heilsuhraustari en einmitt núna,“ sagði Ron Rivera. Það er engin uppgjöf í Ron Rivera sjálfum sem hefur beðið félagið að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann ætlar að þjálfa liðið áfram en mun þó vera með plan B fari svo að hann þurfi að fara í veikindaleyfi. Það styttist í NFL-tímabilið en Ron Rivera átti mikið verk fyrir höndum innan raða Washington liðsins, bæði við að gera liðið betra inn á vellinum en eins til að laga vinnumenninguna utan hans. Washington liðið, sem hætti að nota nafnið sitt sitt í sumar, ætlar ekki að finna sér nýtt nafn fyrr en seinna. Liðið heitir því Washington Football Club á komandi tímabili. Ron Rivera er 58 ára gamall og þetta er fyrsta tímabil hans með Washington liðið. Hann hefur hins vegar mikla reynslu úr NFL-deildinni og þjálfaði meðal annars lið Carolina Panthers í átta ár þar á undan eða frá 2011 til 2019. More Ron Rivera: I m planning to go on coaching. Doctors encouraged me to do it, too. They said, If you feel strongly, do it. Don t slow down, do your physical activities. But everyone keeps telling me by week three or four, you ll start feeling it. — Adam Schefter (@AdamSchefter) August 21, 2020 Fyrstu mánuðirnir í starfi hafa reynt mikið á Ron Rivera. Það er auðvitað kórónuveirufaraldurinn, svo þurfti liðið að skipta út rasísku nafni sínu og þá hafa komið fram upplýsingar um viðamikið kynferðislegt áreiti meðal starfsmanna félagsins. Krabbameinið bætist síðan ofan á það. „Ég ætla að halda áfram að þjálfa. Læknarnir hafa líka hvatt mig til þess. Þeir sögðu við mig: Ef þú hefur orku þá skaltu gera það. Ekki hægja á þér og haltu áfram að hreyfa þig. Það segja mér samt allir að ég fari virkilega að finna fyrir lyfjameðferðinni á viku þrjú eða fjögur,“ sagði Ron Rivera í samtali við Adam Schefter á ESPN.
NFL Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira