Fögnuðu samningnum á táknmáli vegna kórónuveirunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2020 06:29 Samninganefndirnar Eflingar og Reykjavíkurborgar fagna undirritun í nótt. Vísir/jkj Þrátt fyrir að Efling og Reykjavíkurborg hafi náð að landa kjarasamningi eftir harðvítugar deilur síðastliðinn mánuði heyrðist ekkert lófatak frá Karphúsinu í nótt. Að sama skapi barst enginn vöffluilmur úr eldhúsi Ríkissáttasemjara og engin voru handaböndin. Fagn samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar var þess í stað á táknmáli. Þær lyftu upp höndum og hristu þær, ekki ósvipað og má sjá í myndbandinu hér að neðan.Þetta fagn var innleitt hjá embætti Ríkissáttasemjara á föstudag, þegar almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hugmyndin er að takmarka alla óþarfa snertingu við samningaborðið, eins og handabönd og lófatak. Þessi háttur hefur því verið hafður á við undirritun nýrra kjarasamninga um helgina, til að mynda fögnuðu samninganefndir með þessum hætti aðfaranótt mánudags þegar tókst að afstýra verkföllum félagsmanna BSRB og Sameykis.Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkunÞar að auki ákváðu starfsmenn Ríkissáttasemjara að loka húsnæðinu í Borgartúni öðrum en þeim sem áttu sæti við samningaborðið. Allt var þetta gert til að sporna við frekari dreifingu veirunnar. Hvað vöfflurnar varðar þá hurfu þær úr Karphúsinu í maí í fyrra, eftir að hafa verið fastur liður við undirritun kjarasamninga í rúmlega 20. Þáverandi ríkissáttasemjari, Bryndís Hlöðversdóttir, sagðist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti heldur að láta þá hanga yfir vöfflujárninu langt fram á nótt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Hætt að baka vöfflur við undirritun kjarasamninga Vöfflubakstur við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara heyrir sögunni til. Ríkissáttasemjari segist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti. Hefðin hefur verið við lýði í rúm 20 ár. 20. maí 2019 10:00 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54 Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Þrátt fyrir að Efling og Reykjavíkurborg hafi náð að landa kjarasamningi eftir harðvítugar deilur síðastliðinn mánuði heyrðist ekkert lófatak frá Karphúsinu í nótt. Að sama skapi barst enginn vöffluilmur úr eldhúsi Ríkissáttasemjara og engin voru handaböndin. Fagn samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar var þess í stað á táknmáli. Þær lyftu upp höndum og hristu þær, ekki ósvipað og má sjá í myndbandinu hér að neðan.Þetta fagn var innleitt hjá embætti Ríkissáttasemjara á föstudag, þegar almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hugmyndin er að takmarka alla óþarfa snertingu við samningaborðið, eins og handabönd og lófatak. Þessi háttur hefur því verið hafður á við undirritun nýrra kjarasamninga um helgina, til að mynda fögnuðu samninganefndir með þessum hætti aðfaranótt mánudags þegar tókst að afstýra verkföllum félagsmanna BSRB og Sameykis.Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkunÞar að auki ákváðu starfsmenn Ríkissáttasemjara að loka húsnæðinu í Borgartúni öðrum en þeim sem áttu sæti við samningaborðið. Allt var þetta gert til að sporna við frekari dreifingu veirunnar. Hvað vöfflurnar varðar þá hurfu þær úr Karphúsinu í maí í fyrra, eftir að hafa verið fastur liður við undirritun kjarasamninga í rúmlega 20. Þáverandi ríkissáttasemjari, Bryndís Hlöðversdóttir, sagðist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti heldur að láta þá hanga yfir vöfflujárninu langt fram á nótt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Hætt að baka vöfflur við undirritun kjarasamninga Vöfflubakstur við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara heyrir sögunni til. Ríkissáttasemjari segist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti. Hefðin hefur verið við lýði í rúm 20 ár. 20. maí 2019 10:00 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54 Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45
Hætt að baka vöfflur við undirritun kjarasamninga Vöfflubakstur við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara heyrir sögunni til. Ríkissáttasemjari segist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti. Hefðin hefur verið við lýði í rúm 20 ár. 20. maí 2019 10:00
Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54