EXIT upplifunin: Erum kannski enn að jafna okkur á fjármálahruninu Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. mars 2020 14:00 „Hver veit nema ein skýringin á því hvers vegna EXIT hreyfir svona við fólki sé sú að sárið frá fjármálahruninu árið 2008 er ekki að fullu gróið,“ segir Henry Alexander Henrysson doktor í heimspeki aðspurður um þær viðtökur og hneykslan sem norsku þættirnir Exit hafa valdið hérlendis og ytra. Vísir/HÍ „Hver veit nema ein skýringin á því hvers vegna EXIT hreyfir svona við fólki sé sú að sárið frá fjármálahruninu árið 2008 er ekki að fullu gróið,“ segir Henry Alexander Henrysson doktor í heimspeki aðspurður um þær viðtökur og hneykslan sem norsku þættirnir Exit hafa valdið hérlendis og ytra. „Við eigum erfitt með að sætta okkur við að fjármálaheimur óhófs og siðleysis fái enn þrifist,“ segir Henry en varar jafnframt við því að fólk reyni að greina slíkan heim með of einfaldri siðvöndun. Þannig segir Henry að stundum eigi fólk það til að gæta ekki samræmis í skoðanaheimi sínum. „Ég hef heyrt fólk hneykslast gríðarlega á mögulegri fíknaefnaneyslu í fjármálaheiminum en séð í gegnum fingur sér með eigin neyslu og annarra í kringum sig,“ segir Henry.Í EXIT-þáttunum umræddu blasir við siðblinda, ofbeldi, dóp og misnotkun fjögurra norskra auðkýfinga sem segja sögu sína árið 2017. Engin þáttasería hefur náð jafn miklum vinsældum í Noregi og EXIT sem meira að segja tókst að skáka vinsældum Skam sem margir muna eftir að hafa heyrt um. Án efa byggja vinsældirnar ekkert síst á því að við áhorf hneykslast fólk, ofbýður og jafnvel sjokkerast af því sem þar fer fram eða er sagt. Við leituðum til Henry Alexanders Henryssonar doktor í heimspeki til að velta fyrir okkur viðtökum og upplifun á þáttunum út frá siðfræðinni.Að hans sögn er klárt að heimurinn sem birtist okkur í EXIT er siðferðislega ámælisverður. „Áskorunin felst í því að finna sér rétt sjónarhorn til að byggja gagnrýni sína á og þannig, vonandi, sannfæra þá sem eru ginkeyptir fyrir þessi líferni um að þetta sé ekki í lagi,“ segir Henry og bætir við „Þessi sjónarhorn byggja á ólíkum leiðum sem hafa mismunandi kosti og galla til að bera.“En hvað og hvernig erum við að gagnrýna og dæma? Að sögn Henry er gott fyrir okkur öll að horfa svolítið á það hvernig við sjálf gagnrýnum eða dæmum. „Sumir kjósa til dæmis að hafa sjónarhornið mjög vítt og gagnrýna þá mynd sem birtist í EXIT með andmælum við hið kapitalíska hagkerfi eða þá kynbundna fordóma sem ekki virðist hægt að uppræta í heiminum. Slík siðfræðileg gagnrýni væri pólitísks eðlis og er kjarni hennar sá að hin siðferðilega ábyrgð liggi ekki einungis hjá einstaklingum heldur í þeim samfélagsstrúktúr sem við höfum skapað og leyfum að viðhaldast. Ef sjónarhornið er þrengt og athyglinni er fyrst og fremst beint að breytni einstaklinganna sem koma fram í þáttunum er greiningin eilítið annars eðlis. Þrengra sjónarhorn virkar kannski best á þá sem efast um tilvist hinnar pólitísku víddar eða finnst hún of flókin til að virka sannfærandi. Út frá slíkri greiningu væri til dæmis í fyrsta lagi hægt að halda því fram að hegðunin sem birtist í EXIT sé siðferðilega ámælisverð vegna þess að hún veldur skaða. Fylgifiskur ofbeldis og misnotkunar sé ávallt sárindi og það sé besti mælikvarði þess hvort eitthvað geti talist rétt eða rangt. Vandamálið við þessa greiningu er að þótt hún hafi augljóslega töluvert til síns máls þá getur sá sem gagnrýndur er falið sig á bakvið það að sárindin tilheyri að mestu leyti einkalífi sem komi ekki öðrum við. Skaðinn komi að litlu leyti fram á vinnustaðnum og höfum við alveg séð dæmi þess að einstaklingar tefli árangri í starfi gegn allri gagnrýni. Til þess að styrkja þann málstað að hegðunin sé ámælisverð fyrir fólk í fjármálaheiminum þá vilja aðrir gera minna úr því hvar skaðinn komi fram, þetta velti í raun ekki á fórnarlömbunum. Samkvæmt þessu sjónarhorni þá beri fólki í fjármálaheiminum, eins og annars staðar, að leitast við að bæta hegðun sína og karakter í starfi. Við getum kallað þetta dygðasjónarmiðið um hið faglega líf. Vandamálið hér er hversu auðvelt það er að láta sér fátt um finnast. Kappsamir einstaklingar hafa oft litla þolinmæði fyrir slíkri siðvöndun,“ segir Henry.Norsku þættirnir EXIT byggja á frásögnum fjögurra norskra athafnamanna frá árinu 2017. Siðblinda er augljóst einkenni þótt velgengnin sé mikil í starfi þeirra í fjármálaheiminum.Ef endalaust á að draga upp þá mynd að siðblint fólk vinni í þessum geira þá mun það rætastStarfsfólk í fjármálaheimi starfar undir þéttu regluverki Henry bendir á að fólk í fjármálaheiminum starfi í flóknu kerfi leyfis og réttinda og því sé ekki hægt að túlka þættina sem endurspeglun á því sem þar fer fram. „Í ljósi þessara annmarka á áðurnefndum tveimur sjónarhornum þá vaknar sú spurning hvort hægt sé að gera grein fyrir tilteknum siðferðilegum skyldum í fjármálaheiminum sem hegðunin væri brot gegn. Sjálfur hef ég mest reynt að vinna með þessa leið í starfstengdri siðfræði. Vandamálið er bara að koma auga á uppruna þessara skyldna. En eðli bankastarfsemi er einmitt slíkt að ég fæ ekki betur séð en að sú hugmynd að þú megir haga þér hvernig sem er í starfi haldi ekki vatni. Fjármálaheimurinn starfar samkvæmt flóknu kerfi leyfa og réttinda sem samfélagið veitir tilteknum fyrirtækjum,“ segir Henry og bætir við „Slíkum réttindum fylgja óhjákvæmilega margs konar skyldur. Sumar þeirra eru fyrst og fremst siðferðilegs eðlis. Starfsmenn geta ekki sagt sig frá þeim.“Siðblint ríkt fólk vinsælla en excelnördar Henry segir varasamt að draga endalaust vonda mynd upp af fjármálageiranum því ef of mikið er gert að því mun staðan enda nákvæmlega þannig. Í umfjöllun um Exitþættina vill hann því einnig ræða ábyrgð þáttagerðarinnar. „Mig langar að lokum að nefna ábyrgð við þáttagerðina. Það er tvennt sem truflar mig við alla svona glamúrseringu á lífinu í fjármálaheiminum. Það er alveg sama þótt afþreyingariðnaðurinn passi að láta að lokum illa fara fyrir siðblinda bankafólkinu, lífið sem þau lifa höfðar til þeirra sem síst eiga erindi inn í þennan heim. Ef endalaust á að draga upp þá mynd að siðblint fólk vinni í þessum geira þá mun það rætast,“segir Henry og bætir við „Sem leiðir mig að seinna atriðinu. Þrátt fyrir byggt sé á sönnum frásögnum í EXIT þá þýðir það ekki að sönn mynd sé dregin upp. Fjármálaheimurinn byggir að lang stærstum hluta á starfskröftum fólks sem er ráðið vegna þess að það er talnaglöggt og getur unnið nákvæmnisvinnu.“ Henry bendir einnig á að mjög líklega eru Exitþættirnir líka að endurspegla það hvers konar afþreying fær mesta áhorfið. „Hvenær fáum við að sjá sjónvarpsþætti um nörda sem liggja yfir Excel skjölum, meðvitaðir um þær siðferðilegu skyldur sem fylgja því að sýsla með peninga annars fólks? Slíkir þættir myndu ekki virka sem auglýsing fyrir fólk með áhættuhegðun,“ segir Henry. Tengdar fréttir Siðblindir: Þrisvar sinnum meiri líkur á að þeir séu í stjórnendastörfum Oft eru einkenni siðblindra miskilin fyrir það að vera stjórnunar- og leiðtogahæfileikar segir Nanna Briem geðlæknir. Siðblindir þekkja muninn á réttu og röngu en taka enga ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna. Siðblindir einstaklingar hafa oft til að bera mikla persónutöfra. 11. mars 2020 12:15 Háklassavændiskonur lýsa ríkum viðskiptavinum sem þeim verstu Ríkir viðskiptavinir vændiskvenna eru þeir verstu segja vændiskonurnar. Þetta eru menn sem eru vanir því að peningar veiti þeim ákveðin völd í samfélaginu. 11. mars 2020 09:00 Norska standpínan sem skók höfuðstöðvar Símans er geggjuð Norsku sjónvarpsþættirnir Útrás (Exit), sem nú er hægt að sjá í sarpi í Ríkissjónvarpsins, fjalla um fjóra vini sem starfa við norska fjármálageirann. 19. febrúar 2020 14:30 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Hver veit nema ein skýringin á því hvers vegna EXIT hreyfir svona við fólki sé sú að sárið frá fjármálahruninu árið 2008 er ekki að fullu gróið,“ segir Henry Alexander Henrysson doktor í heimspeki aðspurður um þær viðtökur og hneykslan sem norsku þættirnir Exit hafa valdið hérlendis og ytra. „Við eigum erfitt með að sætta okkur við að fjármálaheimur óhófs og siðleysis fái enn þrifist,“ segir Henry en varar jafnframt við því að fólk reyni að greina slíkan heim með of einfaldri siðvöndun. Þannig segir Henry að stundum eigi fólk það til að gæta ekki samræmis í skoðanaheimi sínum. „Ég hef heyrt fólk hneykslast gríðarlega á mögulegri fíknaefnaneyslu í fjármálaheiminum en séð í gegnum fingur sér með eigin neyslu og annarra í kringum sig,“ segir Henry.Í EXIT-þáttunum umræddu blasir við siðblinda, ofbeldi, dóp og misnotkun fjögurra norskra auðkýfinga sem segja sögu sína árið 2017. Engin þáttasería hefur náð jafn miklum vinsældum í Noregi og EXIT sem meira að segja tókst að skáka vinsældum Skam sem margir muna eftir að hafa heyrt um. Án efa byggja vinsældirnar ekkert síst á því að við áhorf hneykslast fólk, ofbýður og jafnvel sjokkerast af því sem þar fer fram eða er sagt. Við leituðum til Henry Alexanders Henryssonar doktor í heimspeki til að velta fyrir okkur viðtökum og upplifun á þáttunum út frá siðfræðinni.Að hans sögn er klárt að heimurinn sem birtist okkur í EXIT er siðferðislega ámælisverður. „Áskorunin felst í því að finna sér rétt sjónarhorn til að byggja gagnrýni sína á og þannig, vonandi, sannfæra þá sem eru ginkeyptir fyrir þessi líferni um að þetta sé ekki í lagi,“ segir Henry og bætir við „Þessi sjónarhorn byggja á ólíkum leiðum sem hafa mismunandi kosti og galla til að bera.“En hvað og hvernig erum við að gagnrýna og dæma? Að sögn Henry er gott fyrir okkur öll að horfa svolítið á það hvernig við sjálf gagnrýnum eða dæmum. „Sumir kjósa til dæmis að hafa sjónarhornið mjög vítt og gagnrýna þá mynd sem birtist í EXIT með andmælum við hið kapitalíska hagkerfi eða þá kynbundna fordóma sem ekki virðist hægt að uppræta í heiminum. Slík siðfræðileg gagnrýni væri pólitísks eðlis og er kjarni hennar sá að hin siðferðilega ábyrgð liggi ekki einungis hjá einstaklingum heldur í þeim samfélagsstrúktúr sem við höfum skapað og leyfum að viðhaldast. Ef sjónarhornið er þrengt og athyglinni er fyrst og fremst beint að breytni einstaklinganna sem koma fram í þáttunum er greiningin eilítið annars eðlis. Þrengra sjónarhorn virkar kannski best á þá sem efast um tilvist hinnar pólitísku víddar eða finnst hún of flókin til að virka sannfærandi. Út frá slíkri greiningu væri til dæmis í fyrsta lagi hægt að halda því fram að hegðunin sem birtist í EXIT sé siðferðilega ámælisverð vegna þess að hún veldur skaða. Fylgifiskur ofbeldis og misnotkunar sé ávallt sárindi og það sé besti mælikvarði þess hvort eitthvað geti talist rétt eða rangt. Vandamálið við þessa greiningu er að þótt hún hafi augljóslega töluvert til síns máls þá getur sá sem gagnrýndur er falið sig á bakvið það að sárindin tilheyri að mestu leyti einkalífi sem komi ekki öðrum við. Skaðinn komi að litlu leyti fram á vinnustaðnum og höfum við alveg séð dæmi þess að einstaklingar tefli árangri í starfi gegn allri gagnrýni. Til þess að styrkja þann málstað að hegðunin sé ámælisverð fyrir fólk í fjármálaheiminum þá vilja aðrir gera minna úr því hvar skaðinn komi fram, þetta velti í raun ekki á fórnarlömbunum. Samkvæmt þessu sjónarhorni þá beri fólki í fjármálaheiminum, eins og annars staðar, að leitast við að bæta hegðun sína og karakter í starfi. Við getum kallað þetta dygðasjónarmiðið um hið faglega líf. Vandamálið hér er hversu auðvelt það er að láta sér fátt um finnast. Kappsamir einstaklingar hafa oft litla þolinmæði fyrir slíkri siðvöndun,“ segir Henry.Norsku þættirnir EXIT byggja á frásögnum fjögurra norskra athafnamanna frá árinu 2017. Siðblinda er augljóst einkenni þótt velgengnin sé mikil í starfi þeirra í fjármálaheiminum.Ef endalaust á að draga upp þá mynd að siðblint fólk vinni í þessum geira þá mun það rætastStarfsfólk í fjármálaheimi starfar undir þéttu regluverki Henry bendir á að fólk í fjármálaheiminum starfi í flóknu kerfi leyfis og réttinda og því sé ekki hægt að túlka þættina sem endurspeglun á því sem þar fer fram. „Í ljósi þessara annmarka á áðurnefndum tveimur sjónarhornum þá vaknar sú spurning hvort hægt sé að gera grein fyrir tilteknum siðferðilegum skyldum í fjármálaheiminum sem hegðunin væri brot gegn. Sjálfur hef ég mest reynt að vinna með þessa leið í starfstengdri siðfræði. Vandamálið er bara að koma auga á uppruna þessara skyldna. En eðli bankastarfsemi er einmitt slíkt að ég fæ ekki betur séð en að sú hugmynd að þú megir haga þér hvernig sem er í starfi haldi ekki vatni. Fjármálaheimurinn starfar samkvæmt flóknu kerfi leyfa og réttinda sem samfélagið veitir tilteknum fyrirtækjum,“ segir Henry og bætir við „Slíkum réttindum fylgja óhjákvæmilega margs konar skyldur. Sumar þeirra eru fyrst og fremst siðferðilegs eðlis. Starfsmenn geta ekki sagt sig frá þeim.“Siðblint ríkt fólk vinsælla en excelnördar Henry segir varasamt að draga endalaust vonda mynd upp af fjármálageiranum því ef of mikið er gert að því mun staðan enda nákvæmlega þannig. Í umfjöllun um Exitþættina vill hann því einnig ræða ábyrgð þáttagerðarinnar. „Mig langar að lokum að nefna ábyrgð við þáttagerðina. Það er tvennt sem truflar mig við alla svona glamúrseringu á lífinu í fjármálaheiminum. Það er alveg sama þótt afþreyingariðnaðurinn passi að láta að lokum illa fara fyrir siðblinda bankafólkinu, lífið sem þau lifa höfðar til þeirra sem síst eiga erindi inn í þennan heim. Ef endalaust á að draga upp þá mynd að siðblint fólk vinni í þessum geira þá mun það rætast,“segir Henry og bætir við „Sem leiðir mig að seinna atriðinu. Þrátt fyrir byggt sé á sönnum frásögnum í EXIT þá þýðir það ekki að sönn mynd sé dregin upp. Fjármálaheimurinn byggir að lang stærstum hluta á starfskröftum fólks sem er ráðið vegna þess að það er talnaglöggt og getur unnið nákvæmnisvinnu.“ Henry bendir einnig á að mjög líklega eru Exitþættirnir líka að endurspegla það hvers konar afþreying fær mesta áhorfið. „Hvenær fáum við að sjá sjónvarpsþætti um nörda sem liggja yfir Excel skjölum, meðvitaðir um þær siðferðilegu skyldur sem fylgja því að sýsla með peninga annars fólks? Slíkir þættir myndu ekki virka sem auglýsing fyrir fólk með áhættuhegðun,“ segir Henry.
Tengdar fréttir Siðblindir: Þrisvar sinnum meiri líkur á að þeir séu í stjórnendastörfum Oft eru einkenni siðblindra miskilin fyrir það að vera stjórnunar- og leiðtogahæfileikar segir Nanna Briem geðlæknir. Siðblindir þekkja muninn á réttu og röngu en taka enga ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna. Siðblindir einstaklingar hafa oft til að bera mikla persónutöfra. 11. mars 2020 12:15 Háklassavændiskonur lýsa ríkum viðskiptavinum sem þeim verstu Ríkir viðskiptavinir vændiskvenna eru þeir verstu segja vændiskonurnar. Þetta eru menn sem eru vanir því að peningar veiti þeim ákveðin völd í samfélaginu. 11. mars 2020 09:00 Norska standpínan sem skók höfuðstöðvar Símans er geggjuð Norsku sjónvarpsþættirnir Útrás (Exit), sem nú er hægt að sjá í sarpi í Ríkissjónvarpsins, fjalla um fjóra vini sem starfa við norska fjármálageirann. 19. febrúar 2020 14:30 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Siðblindir: Þrisvar sinnum meiri líkur á að þeir séu í stjórnendastörfum Oft eru einkenni siðblindra miskilin fyrir það að vera stjórnunar- og leiðtogahæfileikar segir Nanna Briem geðlæknir. Siðblindir þekkja muninn á réttu og röngu en taka enga ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna. Siðblindir einstaklingar hafa oft til að bera mikla persónutöfra. 11. mars 2020 12:15
Háklassavændiskonur lýsa ríkum viðskiptavinum sem þeim verstu Ríkir viðskiptavinir vændiskvenna eru þeir verstu segja vændiskonurnar. Þetta eru menn sem eru vanir því að peningar veiti þeim ákveðin völd í samfélaginu. 11. mars 2020 09:00
Norska standpínan sem skók höfuðstöðvar Símans er geggjuð Norsku sjónvarpsþættirnir Útrás (Exit), sem nú er hægt að sjá í sarpi í Ríkissjónvarpsins, fjalla um fjóra vini sem starfa við norska fjármálageirann. 19. febrúar 2020 14:30