Elías Már: Ef það væri einhver deild í dómarastéttinni þá væru þeir líklega að falla líka Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 11. mars 2020 21:45 Elías Már ósáttur. vísir/daníel HK töpuðu í kvöld 33-25 fyrir Val á Hlíðarenda í Olís deild karla. Eftir tapið eru HKingar staðfest fallnir úr deild þeirra bestu en þeir komust upp úr Grill 66 deildinni síðasta vor en nú þurfa þeir að fara aftur niður. „Ég er auðvitað gríðarlega svekktur fyrst og fremst með tapið. Það var alveg vitað mál að við ættum ekki tapa fleiri leikjum. Ég er á sama tíma samt stoltur af strákunum. Við gáfum allt í þetta og höfum verið að gera það í allan vetur,” sagði Elías Már Halldórsson þjálfari HK eftir leik kvöldsins. HK eru með gríðarlega ungt lið með mikið af uppöldum strákum. Það má vonast til þess að þeir taki reynsluna úr Olís deildinni með sér niður í Grill 66 deildina og komi tvíefldir aftur í Olís haustið 2021. „Ég tók við þessu verkefni síðasta sumar. Þá vorum við með svona 3 ára plan í gangi og fórum frekar óvænt upp. Mér finnst við hafa unnið vel í okkar málum en því miður þá var fyrri umferðin okkur mjög erfið. Við náðum ekki í eitt einasta stig þar en við vorum auðvitað reynslulausir, klaufar og allt það. Við vorum líka að berjast við mikil meiðsli á fyrri hlutanum en núna í seinni hlutanum höfum við bara verið að spila mjög vel og ég er sannfærður um það að ef mótið hefði byrjað um jólin værum við ekki að falla.” HK spiluðu flottan fyrri hálfleik þrátt fyrir klaufalega byrjun. Þeir náðu að jafna stöðuna í hálfleik eftir að hafa verið undir með 4 mörkum á tímapunkti í fyrri hálfleik. „Við vorum að láta reyna á Val sem er auðvitað frábært lið. Þeir eru búnir að vera eitt best spilandi liðið undanfarnar vikur. Ég er bara mjög stoltur af strákunum, það var brekka í byrjun og við unnum okkur út úr því og náðum að koma þessu yfir í jafnan leik. Því miður þá keyrðu þeir gríðarlega á okkur hér í seinni hálfleik og við náðum ekki að stoppa þá.” Valsmenn áttu síðari hálfleikinn alveg frá A til Ö en þeir unnu hann 18-10. Elías viðurkennir þó bara getu muninn á liðunum og er samt sem áður sáttur með sína stráka. „Það eru auðvitað bara frábær gæði í Valsliðinu. Úrslitin segja ekki endilega til um leikinn. Þetta var auðvitað bara mjög erfitt. Þeir keyrðu á okkur og við náðum ekki að koma okkur tilbaka. Það er bara þannig að við töpuðum fyrir frábæru liði. Ég er samt gríðarlega sáttur með strákana í dag.” Leikmenn, þjálfarar og stjórnarmenn voru allir óánægðir með dómgæsluna í þessum leik. Elías fékk gult spald í seinni hálfleik og Snorri fékk tveggja mínútnu brottvísun undir lok leiksins fyrir kjaftbrúk. Elías hafði sterkar skoðanir á dómgæslunni eftir leik. „Það segir allt sem segja þarf að Valur voru að vinna með 8 marka mun en það er samt allt í klessu. Það voru eldar út um allan völl. Þetta er held ég sjöundi eða áttundi leikurinn sem þeir dæma hjá okkur í vetur[Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson] í minningunni var einn leikur þar sem þeir voru góðir. Þetta er tilviljanakennt út um allan völl.” „Það virðist alltaf allt vera kolvitlaust, báðir þjálfarar og ritaraborðið það virðist allt vera kolvitlaust. Það vill engan taka þá í gegn og fara yfir málin. Það er alltaf bara bent á okkur þjálfarana að við séum kolvitlausir. Þeir fá alltaf bara 9,5 í einkunn og leik í Olís deildinni í næstu umferð. Ég þekki ekki þessar reglur en við erum að falla og ef það væri einhver deild í dómarastéttinni þá væru þeir líklega að falla líka. ” Olís-deild karla Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira
HK töpuðu í kvöld 33-25 fyrir Val á Hlíðarenda í Olís deild karla. Eftir tapið eru HKingar staðfest fallnir úr deild þeirra bestu en þeir komust upp úr Grill 66 deildinni síðasta vor en nú þurfa þeir að fara aftur niður. „Ég er auðvitað gríðarlega svekktur fyrst og fremst með tapið. Það var alveg vitað mál að við ættum ekki tapa fleiri leikjum. Ég er á sama tíma samt stoltur af strákunum. Við gáfum allt í þetta og höfum verið að gera það í allan vetur,” sagði Elías Már Halldórsson þjálfari HK eftir leik kvöldsins. HK eru með gríðarlega ungt lið með mikið af uppöldum strákum. Það má vonast til þess að þeir taki reynsluna úr Olís deildinni með sér niður í Grill 66 deildina og komi tvíefldir aftur í Olís haustið 2021. „Ég tók við þessu verkefni síðasta sumar. Þá vorum við með svona 3 ára plan í gangi og fórum frekar óvænt upp. Mér finnst við hafa unnið vel í okkar málum en því miður þá var fyrri umferðin okkur mjög erfið. Við náðum ekki í eitt einasta stig þar en við vorum auðvitað reynslulausir, klaufar og allt það. Við vorum líka að berjast við mikil meiðsli á fyrri hlutanum en núna í seinni hlutanum höfum við bara verið að spila mjög vel og ég er sannfærður um það að ef mótið hefði byrjað um jólin værum við ekki að falla.” HK spiluðu flottan fyrri hálfleik þrátt fyrir klaufalega byrjun. Þeir náðu að jafna stöðuna í hálfleik eftir að hafa verið undir með 4 mörkum á tímapunkti í fyrri hálfleik. „Við vorum að láta reyna á Val sem er auðvitað frábært lið. Þeir eru búnir að vera eitt best spilandi liðið undanfarnar vikur. Ég er bara mjög stoltur af strákunum, það var brekka í byrjun og við unnum okkur út úr því og náðum að koma þessu yfir í jafnan leik. Því miður þá keyrðu þeir gríðarlega á okkur hér í seinni hálfleik og við náðum ekki að stoppa þá.” Valsmenn áttu síðari hálfleikinn alveg frá A til Ö en þeir unnu hann 18-10. Elías viðurkennir þó bara getu muninn á liðunum og er samt sem áður sáttur með sína stráka. „Það eru auðvitað bara frábær gæði í Valsliðinu. Úrslitin segja ekki endilega til um leikinn. Þetta var auðvitað bara mjög erfitt. Þeir keyrðu á okkur og við náðum ekki að koma okkur tilbaka. Það er bara þannig að við töpuðum fyrir frábæru liði. Ég er samt gríðarlega sáttur með strákana í dag.” Leikmenn, þjálfarar og stjórnarmenn voru allir óánægðir með dómgæsluna í þessum leik. Elías fékk gult spald í seinni hálfleik og Snorri fékk tveggja mínútnu brottvísun undir lok leiksins fyrir kjaftbrúk. Elías hafði sterkar skoðanir á dómgæslunni eftir leik. „Það segir allt sem segja þarf að Valur voru að vinna með 8 marka mun en það er samt allt í klessu. Það voru eldar út um allan völl. Þetta er held ég sjöundi eða áttundi leikurinn sem þeir dæma hjá okkur í vetur[Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson] í minningunni var einn leikur þar sem þeir voru góðir. Þetta er tilviljanakennt út um allan völl.” „Það virðist alltaf allt vera kolvitlaust, báðir þjálfarar og ritaraborðið það virðist allt vera kolvitlaust. Það vill engan taka þá í gegn og fara yfir málin. Það er alltaf bara bent á okkur þjálfarana að við séum kolvitlausir. Þeir fá alltaf bara 9,5 í einkunn og leik í Olís deildinni í næstu umferð. Ég þekki ekki þessar reglur en við erum að falla og ef það væri einhver deild í dómarastéttinni þá væru þeir líklega að falla líka. ”
Olís-deild karla Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira