Eldræða Benedikts: „Afhverju ættu menn að koma ef heimamennirnir vilja ekki einu sinni vera þarna?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. mars 2020 08:00 Benedikt Guðmundsson, einn spekinga Domino’s Körfuboltakvölds, hélt ræðu um Fjölni í Dominos Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið en Fjölnir er fallið úr deild þeirra bestu. Fjölnir fékk skell gegn Njarðvík í vikunni og er fallið úr deildinni eftir erfitt tímabil en Benedikt segir að það þurfi að taka til í hlutunum í Grafarvoginum. „Ég held að vandamál Fjölnis sé ekki bara þetta tímabil. Ég þjálfaði þarna fyrir mörgum árum, ég bjó þarna og börnin mín hafa einnig verið í þessu félagi,“ sagði Benedikt og ljós að honum er annt um félagið. „Ég segi þetta með mikilli væntumþykju og er ekki að bauna á eitt eða neitt. Ég er búinn að hafa þá skoðun að Fjölnir þarf að skoða innri strúktur. Þeir eru fastir í því að vera alltaf í uppbyggingu og enn eina uppbygginguna eftir þetta tímabil.“ Benni rifjaði upp gamlan brandara og sagði að hann ætti vel við um Fjölnisliðið „Ég held að þeir þurfi að fara skoða strúktúrinn. Það er gamall brandari; hver er munurinn á Mexíkó og Los Angeles? Svarið er að það eru fleiri Mexíkanar í Los Angeles. Munurinn á Stjörnunni og Fjölni er að það eru fleiri Fjölnismenn í Stjörnunni en í Fjölni. Þeir eru að ala upp leikmenn fyrir aðra.“ „Þeir reyndu að styrkja sig í sumar. Þeir reyndu að fá Íslendinga og enduðu á því að fá Orra. Auðvitað vilja allir fá einhverja leikmenn sem hafa nafn. Auðvitað er erfitt að fá leikmenn, því það er metnaður í Grafarvoginum, en afhverju ætti menn að koma ef heimamennirnir vilja ekki einu sinni vera þarna?“ „Þeir kjósa frekar að vera í öðrum liðum en Fjölni. Gunnar, Ægir og Addú í Stjörnunni, Hörður og Hjalti í Keflavík, einn flottasti þjálfarinn Pálmar Ragnarsson er ekki að þjálfa þarna hjá heimaklúbbnum. Það er allskonar svona sem menn þurfa að skoða og spyrja sig hvað þeir geta gert til þess að meistaraflokkurinn geti orðið meira aðlaðandi?“ Alla ræðu Benedikts má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Domino's Körfuboltakvöld: Farið yfir ótrúlegan lokakafla á Akureyri Þór Akureyri vann magnaðan sigur á Grindavík í gær og er enn á lífi í botnbaráttunni í Dominos-deild karla. 14. mars 2020 16:30 Domino's Körfuboltakvöld: Er Stjarnan í veseni? Stjarnan marði sigur á Haukum á fimmtudagskvöldið og staða Stjörnunnar var til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi. 14. mars 2020 13:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, einn spekinga Domino’s Körfuboltakvölds, hélt ræðu um Fjölni í Dominos Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið en Fjölnir er fallið úr deild þeirra bestu. Fjölnir fékk skell gegn Njarðvík í vikunni og er fallið úr deildinni eftir erfitt tímabil en Benedikt segir að það þurfi að taka til í hlutunum í Grafarvoginum. „Ég held að vandamál Fjölnis sé ekki bara þetta tímabil. Ég þjálfaði þarna fyrir mörgum árum, ég bjó þarna og börnin mín hafa einnig verið í þessu félagi,“ sagði Benedikt og ljós að honum er annt um félagið. „Ég segi þetta með mikilli væntumþykju og er ekki að bauna á eitt eða neitt. Ég er búinn að hafa þá skoðun að Fjölnir þarf að skoða innri strúktur. Þeir eru fastir í því að vera alltaf í uppbyggingu og enn eina uppbygginguna eftir þetta tímabil.“ Benni rifjaði upp gamlan brandara og sagði að hann ætti vel við um Fjölnisliðið „Ég held að þeir þurfi að fara skoða strúktúrinn. Það er gamall brandari; hver er munurinn á Mexíkó og Los Angeles? Svarið er að það eru fleiri Mexíkanar í Los Angeles. Munurinn á Stjörnunni og Fjölni er að það eru fleiri Fjölnismenn í Stjörnunni en í Fjölni. Þeir eru að ala upp leikmenn fyrir aðra.“ „Þeir reyndu að styrkja sig í sumar. Þeir reyndu að fá Íslendinga og enduðu á því að fá Orra. Auðvitað vilja allir fá einhverja leikmenn sem hafa nafn. Auðvitað er erfitt að fá leikmenn, því það er metnaður í Grafarvoginum, en afhverju ætti menn að koma ef heimamennirnir vilja ekki einu sinni vera þarna?“ „Þeir kjósa frekar að vera í öðrum liðum en Fjölni. Gunnar, Ægir og Addú í Stjörnunni, Hörður og Hjalti í Keflavík, einn flottasti þjálfarinn Pálmar Ragnarsson er ekki að þjálfa þarna hjá heimaklúbbnum. Það er allskonar svona sem menn þurfa að skoða og spyrja sig hvað þeir geta gert til þess að meistaraflokkurinn geti orðið meira aðlaðandi?“ Alla ræðu Benedikts má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Domino's Körfuboltakvöld: Farið yfir ótrúlegan lokakafla á Akureyri Þór Akureyri vann magnaðan sigur á Grindavík í gær og er enn á lífi í botnbaráttunni í Dominos-deild karla. 14. mars 2020 16:30 Domino's Körfuboltakvöld: Er Stjarnan í veseni? Stjarnan marði sigur á Haukum á fimmtudagskvöldið og staða Stjörnunnar var til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi. 14. mars 2020 13:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Domino's Körfuboltakvöld: Farið yfir ótrúlegan lokakafla á Akureyri Þór Akureyri vann magnaðan sigur á Grindavík í gær og er enn á lífi í botnbaráttunni í Dominos-deild karla. 14. mars 2020 16:30
Domino's Körfuboltakvöld: Er Stjarnan í veseni? Stjarnan marði sigur á Haukum á fimmtudagskvöldið og staða Stjörnunnar var til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi. 14. mars 2020 13:30