Eldræða Benedikts: „Afhverju ættu menn að koma ef heimamennirnir vilja ekki einu sinni vera þarna?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. mars 2020 08:00 Benedikt Guðmundsson, einn spekinga Domino’s Körfuboltakvölds, hélt ræðu um Fjölni í Dominos Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið en Fjölnir er fallið úr deild þeirra bestu. Fjölnir fékk skell gegn Njarðvík í vikunni og er fallið úr deildinni eftir erfitt tímabil en Benedikt segir að það þurfi að taka til í hlutunum í Grafarvoginum. „Ég held að vandamál Fjölnis sé ekki bara þetta tímabil. Ég þjálfaði þarna fyrir mörgum árum, ég bjó þarna og börnin mín hafa einnig verið í þessu félagi,“ sagði Benedikt og ljós að honum er annt um félagið. „Ég segi þetta með mikilli væntumþykju og er ekki að bauna á eitt eða neitt. Ég er búinn að hafa þá skoðun að Fjölnir þarf að skoða innri strúktur. Þeir eru fastir í því að vera alltaf í uppbyggingu og enn eina uppbygginguna eftir þetta tímabil.“ Benni rifjaði upp gamlan brandara og sagði að hann ætti vel við um Fjölnisliðið „Ég held að þeir þurfi að fara skoða strúktúrinn. Það er gamall brandari; hver er munurinn á Mexíkó og Los Angeles? Svarið er að það eru fleiri Mexíkanar í Los Angeles. Munurinn á Stjörnunni og Fjölni er að það eru fleiri Fjölnismenn í Stjörnunni en í Fjölni. Þeir eru að ala upp leikmenn fyrir aðra.“ „Þeir reyndu að styrkja sig í sumar. Þeir reyndu að fá Íslendinga og enduðu á því að fá Orra. Auðvitað vilja allir fá einhverja leikmenn sem hafa nafn. Auðvitað er erfitt að fá leikmenn, því það er metnaður í Grafarvoginum, en afhverju ætti menn að koma ef heimamennirnir vilja ekki einu sinni vera þarna?“ „Þeir kjósa frekar að vera í öðrum liðum en Fjölni. Gunnar, Ægir og Addú í Stjörnunni, Hörður og Hjalti í Keflavík, einn flottasti þjálfarinn Pálmar Ragnarsson er ekki að þjálfa þarna hjá heimaklúbbnum. Það er allskonar svona sem menn þurfa að skoða og spyrja sig hvað þeir geta gert til þess að meistaraflokkurinn geti orðið meira aðlaðandi?“ Alla ræðu Benedikts má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Domino's Körfuboltakvöld: Farið yfir ótrúlegan lokakafla á Akureyri Þór Akureyri vann magnaðan sigur á Grindavík í gær og er enn á lífi í botnbaráttunni í Dominos-deild karla. 14. mars 2020 16:30 Domino's Körfuboltakvöld: Er Stjarnan í veseni? Stjarnan marði sigur á Haukum á fimmtudagskvöldið og staða Stjörnunnar var til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi. 14. mars 2020 13:30 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, einn spekinga Domino’s Körfuboltakvölds, hélt ræðu um Fjölni í Dominos Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið en Fjölnir er fallið úr deild þeirra bestu. Fjölnir fékk skell gegn Njarðvík í vikunni og er fallið úr deildinni eftir erfitt tímabil en Benedikt segir að það þurfi að taka til í hlutunum í Grafarvoginum. „Ég held að vandamál Fjölnis sé ekki bara þetta tímabil. Ég þjálfaði þarna fyrir mörgum árum, ég bjó þarna og börnin mín hafa einnig verið í þessu félagi,“ sagði Benedikt og ljós að honum er annt um félagið. „Ég segi þetta með mikilli væntumþykju og er ekki að bauna á eitt eða neitt. Ég er búinn að hafa þá skoðun að Fjölnir þarf að skoða innri strúktur. Þeir eru fastir í því að vera alltaf í uppbyggingu og enn eina uppbygginguna eftir þetta tímabil.“ Benni rifjaði upp gamlan brandara og sagði að hann ætti vel við um Fjölnisliðið „Ég held að þeir þurfi að fara skoða strúktúrinn. Það er gamall brandari; hver er munurinn á Mexíkó og Los Angeles? Svarið er að það eru fleiri Mexíkanar í Los Angeles. Munurinn á Stjörnunni og Fjölni er að það eru fleiri Fjölnismenn í Stjörnunni en í Fjölni. Þeir eru að ala upp leikmenn fyrir aðra.“ „Þeir reyndu að styrkja sig í sumar. Þeir reyndu að fá Íslendinga og enduðu á því að fá Orra. Auðvitað vilja allir fá einhverja leikmenn sem hafa nafn. Auðvitað er erfitt að fá leikmenn, því það er metnaður í Grafarvoginum, en afhverju ætti menn að koma ef heimamennirnir vilja ekki einu sinni vera þarna?“ „Þeir kjósa frekar að vera í öðrum liðum en Fjölni. Gunnar, Ægir og Addú í Stjörnunni, Hörður og Hjalti í Keflavík, einn flottasti þjálfarinn Pálmar Ragnarsson er ekki að þjálfa þarna hjá heimaklúbbnum. Það er allskonar svona sem menn þurfa að skoða og spyrja sig hvað þeir geta gert til þess að meistaraflokkurinn geti orðið meira aðlaðandi?“ Alla ræðu Benedikts má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Domino's Körfuboltakvöld: Farið yfir ótrúlegan lokakafla á Akureyri Þór Akureyri vann magnaðan sigur á Grindavík í gær og er enn á lífi í botnbaráttunni í Dominos-deild karla. 14. mars 2020 16:30 Domino's Körfuboltakvöld: Er Stjarnan í veseni? Stjarnan marði sigur á Haukum á fimmtudagskvöldið og staða Stjörnunnar var til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi. 14. mars 2020 13:30 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Domino's Körfuboltakvöld: Farið yfir ótrúlegan lokakafla á Akureyri Þór Akureyri vann magnaðan sigur á Grindavík í gær og er enn á lífi í botnbaráttunni í Dominos-deild karla. 14. mars 2020 16:30
Domino's Körfuboltakvöld: Er Stjarnan í veseni? Stjarnan marði sigur á Haukum á fimmtudagskvöldið og staða Stjörnunnar var til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi. 14. mars 2020 13:30