Nemendur í rafmagnsfræði og fleiri verknámsgreinum skólans voru í tímum í dag og verða líka á morgun til að vinna sér í haginn áður en skólanum verður lokað næstu vikurnar. Nokkrir starfsmenn skólans eru í sóttkví, meðal annars Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari og 90 nemendur eru líka í sóttkví.
En áttu skólayfirvöld von á því að þetta gæti gerst?
„Já, auðvitað áttum við vona á því, eiga ekki allir von á því, alveg sama hvar er“,segir Þórarinn Ingólfsson, aðstoðarskólameistari.

„Já, hér eru kraftmiklir menn, sem eru mættir í rafmagnið og eru að taka verklega hlutan, sem við verðum auðvitað alveg að loka, þá eru menn að reyna að nýta sér það að vera núna um helgina áður en allt lokar, það er kraftur í þessu unga fólki“.
En hvað segir formaður nemendafélagsins um ástandið í skólanum, hvernig heldur hann að nemendum líði í sóttkvínni?
„Ef þau eiga foreldra, sem geta farið út í búð til að kaupa snakk og popp þá held ég að þau séu bara í svipuðu ástandi og allir hinir með það, það verða hvort sem er allir heima“, segir Sólmundur Magnús Sigurðarson, formaður nemendafélagsins.
