Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2020 21:15 Frá flugvellinum í Vogum í Færeyjum. Mynd/Vága Floghavn. Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar í gær, var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. Kringvarpið greinir frá þessu í dag og hefur þetta eftir Michael Boolsen, lögreglustjóra Færeyja. Hann segir að venjan sé að senda ólögmæta ferðamenn aftur til baka til sama lands og þeir komu frá með sömu flugvél. Þar sem ekki hafi verið í boði neitt flug til Íslands samdægurs hafi Íslendingarnir verið sendir með fyrstu vél til Danmerkur, þaðan sem þeir gátu síðan flogið aftur til Íslands. Lögreglustjórinn segir að venjulega séu þeir sem reyna ólöglega að komast til Færeyja sektaðir en vegna sérstöðu málsins hafi í þessu ákveðna tilviki verið ákveðið að sleppa því að sekta fólkið.Íslendingar sem reyna að komast til Færeyja á næstunni, án sérstaks leyfis, mega búast við að verða sendir burt með fyrstu flugvél.Mynd/Vága Floghavn.Íslendingarnir eru fyrstu útlendingarnar sem nýju reglurnar bitna á en þær tóku gildi á mánudag. Samkvæmt þeim mega einungis ríkisborgarar danska ríkjasambandsins koma til Færeyja, það er borgarar Færeyja, Danmerkur og Grænlands. Ríkisborgarar annarra landa þurfa sérstaka heimild til að komast til eyjanna. Sjá einnig: Norræna siglir farþegalaus til ÍslandsLandlæknir Færeyja skýrði frá því í dag að þar hefðu 58 tilfelli smits verið staðfest og að ellefu hefðu bæst við frá því í gær. Þegar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti Færeyjar vorið 2017 voru skilaboð hans til Færeyinga þau að Íslendingar nytu þess að eiga bestu granna í heimi, eins og sjá má í frétt Stöðvar 2: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Færeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Færeyingar loka á áhorfendur Færeyingar hafa ákveðið að fyrstu tvær umferðirnar í efstu deild karla í fótbolta þar í landi verði spilaðar fyrir luktum dyrum. 7. mars 2020 12:22 Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00 Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 10:27 Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Sjá meira
Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar í gær, var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. Kringvarpið greinir frá þessu í dag og hefur þetta eftir Michael Boolsen, lögreglustjóra Færeyja. Hann segir að venjan sé að senda ólögmæta ferðamenn aftur til baka til sama lands og þeir komu frá með sömu flugvél. Þar sem ekki hafi verið í boði neitt flug til Íslands samdægurs hafi Íslendingarnir verið sendir með fyrstu vél til Danmerkur, þaðan sem þeir gátu síðan flogið aftur til Íslands. Lögreglustjórinn segir að venjulega séu þeir sem reyna ólöglega að komast til Færeyja sektaðir en vegna sérstöðu málsins hafi í þessu ákveðna tilviki verið ákveðið að sleppa því að sekta fólkið.Íslendingar sem reyna að komast til Færeyja á næstunni, án sérstaks leyfis, mega búast við að verða sendir burt með fyrstu flugvél.Mynd/Vága Floghavn.Íslendingarnir eru fyrstu útlendingarnar sem nýju reglurnar bitna á en þær tóku gildi á mánudag. Samkvæmt þeim mega einungis ríkisborgarar danska ríkjasambandsins koma til Færeyja, það er borgarar Færeyja, Danmerkur og Grænlands. Ríkisborgarar annarra landa þurfa sérstaka heimild til að komast til eyjanna. Sjá einnig: Norræna siglir farþegalaus til ÍslandsLandlæknir Færeyja skýrði frá því í dag að þar hefðu 58 tilfelli smits verið staðfest og að ellefu hefðu bæst við frá því í gær. Þegar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti Færeyjar vorið 2017 voru skilaboð hans til Færeyinga þau að Íslendingar nytu þess að eiga bestu granna í heimi, eins og sjá má í frétt Stöðvar 2:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Færeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Færeyingar loka á áhorfendur Færeyingar hafa ákveðið að fyrstu tvær umferðirnar í efstu deild karla í fótbolta þar í landi verði spilaðar fyrir luktum dyrum. 7. mars 2020 12:22 Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00 Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 10:27 Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Sjá meira
Færeyingar loka á áhorfendur Færeyingar hafa ákveðið að fyrstu tvær umferðirnar í efstu deild karla í fótbolta þar í landi verði spilaðar fyrir luktum dyrum. 7. mars 2020 12:22
Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00
Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 10:27
Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45
Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34