Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 14 vegna kórónuveirunnar.
Um er að ræða fjórða blaðamannafundinn sem boðað hefur verið til, fjórða virka daginn í röð.
Meðal þeirra sem taka til máls á fundinum verða fulltrúar frá Læknavaktinni sem fara yfir verkferla hjá þeim.
Fundurinn verður sem fyrr í beinni útsendingu á Vísi auk þess sem honum verða gerð góð skil í vaktinni hér að neðan, fyrir þá sem ekki hafa færi á að hlusta.
Uppfært klukkan 15
Fundinum er lokið en upptakan er aðgengileg hér að neðan.