Skilur ekki hvernig fólk getur horft framan í vinnufélaga sína laumi það sér hjá sóttkví Andri Eysteinsson skrifar 2. mars 2020 19:19 Víðir Reynisson ræddi kórónuveiruna í Reykjavík síðdegis nú síðdegis. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.„Við höfum verið að sjá skjáskot af þessu, fólk beinlínis að monta sig af þessu og komið til vinnu. Ég skil ekki hvernig svona fólk getur horft framan í vinnufélaga sína,“ sagði Víðir og minnti á heimild er í sóttvarnarlögum til að beita viðurlögum neiti fólk að fara í sóttkví. Það sé þó ekki gert nema að heilbrigðisyfirvöld telji víst að aðili sé að smita.Víðir segir að haft hafi verið samband við einstaklinga sem vitað er til að hafi komið til landsins með slíkum hætti. Viðbrögð þess fólks hafi verið góð. „Menn átta sig á alvörunni og hafa kannski ekki gert það fyrr,“ sagði Víðir. Gengið harðar fram hér á landi en annars staðar Nú hafa greinst sex tilfelli kórónuveirusmits hér á landi en allir þeir smituðu eiga það sameiginlegt að hafa verið í fríi á Ítalíu, landi sem nú hefur verið skilgreint sem hættusvæði. Tilfellin hér á landi eru fleiri en í öðrum löndum þar sem fólksfjöldi er margfaldur við þann sem hér býr. Víðir segir óskandi að hægt yrði að sleppa við höfðatölumetið en segir þennan hlutfallslega fjölda geta skýrst af harðari aðgerðum heilbrigðisyfirvalda hérlendis. „Við erum með ansi marga miðað við höfðatölu,“ segir Víðir og segir hægt að útskýra það að fleiri smit skuli hafa greinst hér á eyju heldur en í til að mynda Belgíu þar sem landamæri eru opin. „Það eru fáir sem ferðast jafn mikið enda öll þessi tilfelli rakin til ferðalaga Íslendinga erlendis,“ segir Víðir.„Við erum með strangari reglur, meiri upplýsingagjöf og erum að taka hlutfallslega mun fleiri sýni en aðrar þjóðir eru að gera. Það að einhverju leyti útskýrir það að við séum með fleiri smit. Við erum að ganga harðar fram í okkar aðgerðum,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.Heyra má allt viðtalið við Víði í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.„Við höfum verið að sjá skjáskot af þessu, fólk beinlínis að monta sig af þessu og komið til vinnu. Ég skil ekki hvernig svona fólk getur horft framan í vinnufélaga sína,“ sagði Víðir og minnti á heimild er í sóttvarnarlögum til að beita viðurlögum neiti fólk að fara í sóttkví. Það sé þó ekki gert nema að heilbrigðisyfirvöld telji víst að aðili sé að smita.Víðir segir að haft hafi verið samband við einstaklinga sem vitað er til að hafi komið til landsins með slíkum hætti. Viðbrögð þess fólks hafi verið góð. „Menn átta sig á alvörunni og hafa kannski ekki gert það fyrr,“ sagði Víðir. Gengið harðar fram hér á landi en annars staðar Nú hafa greinst sex tilfelli kórónuveirusmits hér á landi en allir þeir smituðu eiga það sameiginlegt að hafa verið í fríi á Ítalíu, landi sem nú hefur verið skilgreint sem hættusvæði. Tilfellin hér á landi eru fleiri en í öðrum löndum þar sem fólksfjöldi er margfaldur við þann sem hér býr. Víðir segir óskandi að hægt yrði að sleppa við höfðatölumetið en segir þennan hlutfallslega fjölda geta skýrst af harðari aðgerðum heilbrigðisyfirvalda hérlendis. „Við erum með ansi marga miðað við höfðatölu,“ segir Víðir og segir hægt að útskýra það að fleiri smit skuli hafa greinst hér á eyju heldur en í til að mynda Belgíu þar sem landamæri eru opin. „Það eru fáir sem ferðast jafn mikið enda öll þessi tilfelli rakin til ferðalaga Íslendinga erlendis,“ segir Víðir.„Við erum með strangari reglur, meiri upplýsingagjöf og erum að taka hlutfallslega mun fleiri sýni en aðrar þjóðir eru að gera. Það að einhverju leyti útskýrir það að við séum með fleiri smit. Við erum að ganga harðar fram í okkar aðgerðum,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.Heyra má allt viðtalið við Víði í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55