Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Haukar 22-21 | Akureyringar í bikarúrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2020 20:15 Martha Hermannsdóttir, leikmaður KA/Þórs. vísir/bára KA/Þór vann í dag nauman sigur á Haukum í undanúrslitum Coca-Cola bikar kvenna 22-21. Leikurinn í dag einkenndist af markvörslu, vörn og slatta af töpuðum boltum. Hvort að spennustigið hafi haft áhrif á leikmenn er ekki gott að segja, en eins og segir voru allmargir tapaðir boltar og klikk í dauðafærum. Með sigrinum er KA/Þór komið í úrslit Coca-Cola bikarsins og mætir þar annað hvort Val eða Fram á laugardaginn. KA/Þór byrjaði leikinn mjög illa og fyrsta markið þeirra kom ekki fyrr en eftir tæplega 10 mínútna leik. Vörn Hauka stóð mjög vel og Saga Sif Gísladóttir var algjörlega geggjuð í markinu. KA/Þór náði þó að rétta leik sinn við og eftir um 15 mínútna leik voru þær búnar að minnka muninn niður í eitt mark, 4-5. Sókn Hauka gekk ekki vel á þessum kafla og KA/Þór gengu á lagið. Þegar um sjö mínútur voru eftir af hálfleiknum var svo allt orðið jafnt, 7-7 og Matea Lonac komin á flug í markinu. Restin af hálfleiknum einkenndist af mörgum töpuðum boltum báðum megin, en Haukastúlkur spiluðu örlítið betur og fóru inn í hálfleikinn með tveggja marka forskot, 8-10 og KA/Þór geta þakkað Mateu í markinu sem varði meðal annars víti þegar leiktíminn var liðinn. Haukastúlkur byrjuðu seinni hálfleikinn betur en KA/Þór og náðu fjögurra marka forskoti þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þá tóku KA/Þór við sér og jöfnuðu aftur einungis fimm mínútum síðar. Eftir það var mikið jafnræði með liðunum. Liðin skiptust á að skora á milli þess sem að þær töpuðu boltanum trekk í trekk. Þegar rétt um fimm mínútur voru eftir af leiknum var enn allt jafnt, 20-20. Þá komu tvö mörk í röð frá KA/Þór sem var svo svarað með marki frá Söru Odden. KA/Þór fékk tækifæri til að gera út um leikinn í lokasókninni, en fengu dæmdan á sig ruðning þegar um 30 sekúndur voru eftir og Haukar fengu því tækifæri til að jafna. Þær náðu ekki að koma skoti á markið en fengu aukakast þegar leiktíminn var búinn. Sara Odden skaut í vegginn og eins marks sigur KA/Þór því staðreind. Af hverju vann KA/Þór? Það er erfitt að segja til um hvers vegna KA/Þór vann þennan leik. Bæði lið spiluðu sterka vörn og voru með fanta góða markvörslu. Sóknarleikur beggja liða var oft á tíðum ekki upp á marga fiska og því erfitt að benda á eitthvað eitt sem leiddi til þess að KA/Þór vann leikinn. Þessi leikur hefði getað farið hvernig sem er og bæði lið hefðu átt skilið að fara í úrslitaleikinn. Hverjar stóðu upp úr? Markmenn liðanna stóðu upp úr, það er engin spurning um það. Matea Lonac var í smá stund að koma sér í gang, en varði svo hvert dauðafærið á eftir öðru. Hún endaði með 13 varða bolta sem gerir 38% vörslu. Að öðrum ólöstuðum var Saga Sif hinsvegar langbesti leikmaður vallarins í dag. Hún gjörsamlega lokaði markinu á köflum og það var alveg sama hversu góð færi KA/Þór fékk, alltaf var Saga mætt. Hún endaði með 18 varin skot , sem gerir 46% markvörslu. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að klára sóknirnar sínar. Mikið var um tapaða bolta eins og komið hefur fram og nýting liðanna var ekki góð, sérstaklega í dauðafærum. KA/Þór var með 47% skotnýtingu og Haukar 51%. Vonandi verða stelpurnar að norðan búnar að ná úr sér skjálftanum fyrir úrslitaleikinn. Hvað gerist næst? Haukastúlkur eru dottnar úr bikarnum og fara þá líklega að einbeita sér að fullu að deildinni, þar sem að þær eru í miklum pakka í fimmta til sjöunda sæti og einungis þrír leikir eftir. KA/Þór fer nú að undirbúa sig fyrir úrslitaleikinn sem fer fram á laugardaginn, þar sem að þær mæta annað hvort Val eða Fram. Valur og Fram eigast við í kvöld í hinum undanúrslitaleiknum. Árni Stefán: Það er alltaf eitthvað svo sérstakt að koma hérna á dúkinn „Ég er bara virkilega sár og svekktur með þetta, að komast ekki í úrslitaleikinn er auðvitað búið að vera markmið hjá okkur síðan í sumar,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari Hauka eftir tapið í dag. „Við erum hársbreidd frá því í dag en mér fannst við heilt yfir spila nokkuð góðan leik, sérstaklega varnarlega lengst af og við vissum það að þetta yrði jafnt og spennandi fram á síðustu mínúturnar. Ef maður er að horfa á eitthvað í fljótu bragði þá er það náttúrulega nýtingin í dauðafærunum sem er að draga okkur niður.“ Árni hélt áfram að tala um erfiðleika liðsins sóknarlega á meðan hann hrósaði Sögu Sif, markmanni liðsins. „Einn á einn í dauðafærunum og svo erum við að detta á hælana varnarlega hérna í seinni hálfleiknum. Við vorum búin að kortleggja þær vel og við vissum uppá hár hvað var að fara að gerast en það er bara annað að spila í 60 mínútur í svona leik en ég tek undir það að Saga var algjörlega frábær og það er auðvelt innan gæsalappa að vera góður í marki þegar þú ert með svona vörn fyrir framan þig.“ Árni nefndi einnig alla þá töpuðu bolta sem voru í leiknum í dag. „Það er heilt yfir kannski í deildinni í vetur búið að vera óþarflega mikið af töpuðum boltum og það er alltaf eitthvað svo sérstakt að koma hérna á dúkinn, það kitlar aðeins stress taugarnar í manni, það er bara óneitanlegt.“ Gunnar: Leikurinn var kannski svolítið litaður af spennunni sem var í gangi „Ég er bara rosalega ánægður og þetta er mikill léttir, þetta er í fyrsta skiptið í sögunni sem að við, KA/Þór, komumst í úrslit,“ sagði Gunnar Líndal Sigurðsson, þjálfari KA/Þór kátur eftir leikinn. „Leikurinn var kannski svolítið litaður af spennunni sem var í gangi, við fórum illa með mörg dauðafæri en vorum að spila ágætlega, það var svo sem á báða bóga, spennustigið hátt eins og þetta er í bikarleik og ég er bara virkilega feginn að sigla þessu heim.“ Gunnar talaði svo um slaka byrjun liðsin og nefndi þá aftur spennustigið í leiknum. „Ég tók leikhlé bara af því að ég fann að það þurfti, eina ástæðan fyrir því var bara að róa niður aðeins og núllstilla. Við vorum að fá færi en bara skjóta í stöng og slá hérna hægri vinstri í dauðfærum. Eins var hún að verja vel hérna hinumegin. Nú erum við búin með þennan og komin í úrslitin, þá situr þetta.“ Spurður út í það hvort að tapið gegn Haukum fyrir fjórum dögum hafi haft áhrif á þeirra leik svaraði Gunnar einfaldlega: „Já, klárlega, það kveikti í okkur og við vorum bara ólíkar sjálfum okkur í seinasta deildarleik. Kannski var fókusinn kominn hingað ég veit það ekki, en það er bara eins fyrir bæði lið. Þetta eru búnir að vera hörkuleikir á móti Haukum í vetur, allir fjórir og þetta er bara 50/50.“ Íslenski handboltinn
KA/Þór vann í dag nauman sigur á Haukum í undanúrslitum Coca-Cola bikar kvenna 22-21. Leikurinn í dag einkenndist af markvörslu, vörn og slatta af töpuðum boltum. Hvort að spennustigið hafi haft áhrif á leikmenn er ekki gott að segja, en eins og segir voru allmargir tapaðir boltar og klikk í dauðafærum. Með sigrinum er KA/Þór komið í úrslit Coca-Cola bikarsins og mætir þar annað hvort Val eða Fram á laugardaginn. KA/Þór byrjaði leikinn mjög illa og fyrsta markið þeirra kom ekki fyrr en eftir tæplega 10 mínútna leik. Vörn Hauka stóð mjög vel og Saga Sif Gísladóttir var algjörlega geggjuð í markinu. KA/Þór náði þó að rétta leik sinn við og eftir um 15 mínútna leik voru þær búnar að minnka muninn niður í eitt mark, 4-5. Sókn Hauka gekk ekki vel á þessum kafla og KA/Þór gengu á lagið. Þegar um sjö mínútur voru eftir af hálfleiknum var svo allt orðið jafnt, 7-7 og Matea Lonac komin á flug í markinu. Restin af hálfleiknum einkenndist af mörgum töpuðum boltum báðum megin, en Haukastúlkur spiluðu örlítið betur og fóru inn í hálfleikinn með tveggja marka forskot, 8-10 og KA/Þór geta þakkað Mateu í markinu sem varði meðal annars víti þegar leiktíminn var liðinn. Haukastúlkur byrjuðu seinni hálfleikinn betur en KA/Þór og náðu fjögurra marka forskoti þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þá tóku KA/Þór við sér og jöfnuðu aftur einungis fimm mínútum síðar. Eftir það var mikið jafnræði með liðunum. Liðin skiptust á að skora á milli þess sem að þær töpuðu boltanum trekk í trekk. Þegar rétt um fimm mínútur voru eftir af leiknum var enn allt jafnt, 20-20. Þá komu tvö mörk í röð frá KA/Þór sem var svo svarað með marki frá Söru Odden. KA/Þór fékk tækifæri til að gera út um leikinn í lokasókninni, en fengu dæmdan á sig ruðning þegar um 30 sekúndur voru eftir og Haukar fengu því tækifæri til að jafna. Þær náðu ekki að koma skoti á markið en fengu aukakast þegar leiktíminn var búinn. Sara Odden skaut í vegginn og eins marks sigur KA/Þór því staðreind. Af hverju vann KA/Þór? Það er erfitt að segja til um hvers vegna KA/Þór vann þennan leik. Bæði lið spiluðu sterka vörn og voru með fanta góða markvörslu. Sóknarleikur beggja liða var oft á tíðum ekki upp á marga fiska og því erfitt að benda á eitthvað eitt sem leiddi til þess að KA/Þór vann leikinn. Þessi leikur hefði getað farið hvernig sem er og bæði lið hefðu átt skilið að fara í úrslitaleikinn. Hverjar stóðu upp úr? Markmenn liðanna stóðu upp úr, það er engin spurning um það. Matea Lonac var í smá stund að koma sér í gang, en varði svo hvert dauðafærið á eftir öðru. Hún endaði með 13 varða bolta sem gerir 38% vörslu. Að öðrum ólöstuðum var Saga Sif hinsvegar langbesti leikmaður vallarins í dag. Hún gjörsamlega lokaði markinu á köflum og það var alveg sama hversu góð færi KA/Þór fékk, alltaf var Saga mætt. Hún endaði með 18 varin skot , sem gerir 46% markvörslu. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að klára sóknirnar sínar. Mikið var um tapaða bolta eins og komið hefur fram og nýting liðanna var ekki góð, sérstaklega í dauðafærum. KA/Þór var með 47% skotnýtingu og Haukar 51%. Vonandi verða stelpurnar að norðan búnar að ná úr sér skjálftanum fyrir úrslitaleikinn. Hvað gerist næst? Haukastúlkur eru dottnar úr bikarnum og fara þá líklega að einbeita sér að fullu að deildinni, þar sem að þær eru í miklum pakka í fimmta til sjöunda sæti og einungis þrír leikir eftir. KA/Þór fer nú að undirbúa sig fyrir úrslitaleikinn sem fer fram á laugardaginn, þar sem að þær mæta annað hvort Val eða Fram. Valur og Fram eigast við í kvöld í hinum undanúrslitaleiknum. Árni Stefán: Það er alltaf eitthvað svo sérstakt að koma hérna á dúkinn „Ég er bara virkilega sár og svekktur með þetta, að komast ekki í úrslitaleikinn er auðvitað búið að vera markmið hjá okkur síðan í sumar,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari Hauka eftir tapið í dag. „Við erum hársbreidd frá því í dag en mér fannst við heilt yfir spila nokkuð góðan leik, sérstaklega varnarlega lengst af og við vissum það að þetta yrði jafnt og spennandi fram á síðustu mínúturnar. Ef maður er að horfa á eitthvað í fljótu bragði þá er það náttúrulega nýtingin í dauðafærunum sem er að draga okkur niður.“ Árni hélt áfram að tala um erfiðleika liðsins sóknarlega á meðan hann hrósaði Sögu Sif, markmanni liðsins. „Einn á einn í dauðafærunum og svo erum við að detta á hælana varnarlega hérna í seinni hálfleiknum. Við vorum búin að kortleggja þær vel og við vissum uppá hár hvað var að fara að gerast en það er bara annað að spila í 60 mínútur í svona leik en ég tek undir það að Saga var algjörlega frábær og það er auðvelt innan gæsalappa að vera góður í marki þegar þú ert með svona vörn fyrir framan þig.“ Árni nefndi einnig alla þá töpuðu bolta sem voru í leiknum í dag. „Það er heilt yfir kannski í deildinni í vetur búið að vera óþarflega mikið af töpuðum boltum og það er alltaf eitthvað svo sérstakt að koma hérna á dúkinn, það kitlar aðeins stress taugarnar í manni, það er bara óneitanlegt.“ Gunnar: Leikurinn var kannski svolítið litaður af spennunni sem var í gangi „Ég er bara rosalega ánægður og þetta er mikill léttir, þetta er í fyrsta skiptið í sögunni sem að við, KA/Þór, komumst í úrslit,“ sagði Gunnar Líndal Sigurðsson, þjálfari KA/Þór kátur eftir leikinn. „Leikurinn var kannski svolítið litaður af spennunni sem var í gangi, við fórum illa með mörg dauðafæri en vorum að spila ágætlega, það var svo sem á báða bóga, spennustigið hátt eins og þetta er í bikarleik og ég er bara virkilega feginn að sigla þessu heim.“ Gunnar talaði svo um slaka byrjun liðsin og nefndi þá aftur spennustigið í leiknum. „Ég tók leikhlé bara af því að ég fann að það þurfti, eina ástæðan fyrir því var bara að róa niður aðeins og núllstilla. Við vorum að fá færi en bara skjóta í stöng og slá hérna hægri vinstri í dauðfærum. Eins var hún að verja vel hérna hinumegin. Nú erum við búin með þennan og komin í úrslitin, þá situr þetta.“ Spurður út í það hvort að tapið gegn Haukum fyrir fjórum dögum hafi haft áhrif á þeirra leik svaraði Gunnar einfaldlega: „Já, klárlega, það kveikti í okkur og við vorum bara ólíkar sjálfum okkur í seinasta deildarleik. Kannski var fókusinn kominn hingað ég veit það ekki, en það er bara eins fyrir bæði lið. Þetta eru búnir að vera hörkuleikir á móti Haukum í vetur, allir fjórir og þetta er bara 50/50.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti