Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 17-23| Fram fór illa með Val í undanúrslitum Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 4. mars 2020 22:15 Það verður ekkert gefið eftir í höllinni í kvöld. vísir/daníel þór Fram er komið í úrslit í Coca-cola bikarnum eftir sigur á Val í undanúrslitum í kvöld, 17-23. Leikurinn varð aldrei spennandi en Fram leiddi með 6 mörkum í hálfleik, 5-11. Það var lítið skorað í upphafi leiks aðeins þrjú mörk komin eftir átta mínútur og Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók svo leikhlé eftir 10 mínútna leik í stöðunni 1-4 og næsta leikhlé kom 10 mínútum síðar, þá var staðan 2-7 fyrir Fram. Leikurinn lagaðist lítið hjá Val en Fram hélt áfram að keyra sinn leik og leiddu Framarar í hálfleik með 6 mörkum, 5-11. Valskonur átti fínan kafla í síðari hálfleik en ekkert aldrei sýndu þær nóg til að ógna sigri Fram. Staðan er 10-16 þegar stundarfjórðungur er til leiksloka, skoraði næstu fimm mörk og leiddu 11 mörkum á 52’ mínútu. Leikurinn var þar með búin, Fram fór að rúlla á liðinu sínu og Valskonur náðu að laga stöðuna áður en flautað var til leiksloka, en Fram fagnaði að lokum 6 marka sigri, 17-23. Af hverju vann Fram? Byrjunin á þessum leik hjá Fram var ein sú sterkasta í langan tíma, varnarleikurinn var stórkostlegur, markvarslan frábær og sóknarlega voru þær á pari. Þær héldu áfram að spila sinn leik og Valur átti aldrei séns Hverjar stóðu upp úr?Hafdís Renötudóttir var í sérklassa í dag, hún var með tæpa 60% markvörslu, 17 varða bolta. Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í liði Fram með 7 mörk og Steinunn Björnsdóttir fór fyrir sínu liði í vörninni. Hvað gekk illa? Val gekk virkilega ill að finna opnanir á þéttri vörn Fram framanaf en þrjú mörk á 27 mínútum og 9 tapaðir boltar segja allt um gengi Valsara í fyrri hálfleik. Líklega ein versta byrjun liðsins í lengri tíma. Leikur liðsins varð lítið skárri í síðari hálfleik, varnarlega voru þær fínar á köflum en sóknarlega gekk ekkert upp. Hvað er framundan? Framundan er úrslitaleikurinn sjálfur þar sem Fram mætir KA/Þór á laugardaginn klukkan 13:30 í Laugardalshöll, sjáumst þá. vísir/daníel þór Sandra: Við ætluðum að rífa okkur í gang„Þú þarft að eiga góðar 60 mínútur á móti Fram“ sagði Sandra Erlingsdóttir, leikmaður Vals „Frá fyrstu mínútu vantaði eitthvað hjá okkur. Við byrjuðum alveg vel í vörn, stóðum vörnina fínt en tvö mörk eftir 20 mínútur segir allt sem segja þarf“ sagði Sandra en liðið skoraði þrjú mörk á 27 mínútum Sandra tekur undir það að það hefði snemma verið ljóst í hvað stefndi en hún segir að liðið hafi verið sammála um að rífa sig í gang í síðari hálfleik „Inní klefa töluðum við um það að rífa okkur í gang en samt vantaði alltaf eitthvað hjá okkur. Það var þessi 12 mínútna kafli sem var ágætur sóknarlega hjá okkur í seinni hálfleik en svo duttum við aftur niður“ sagði Sandra sem segir að heilt yfir hafi liðið átt góðar 12 mínútur í leiknum „Á móti Fram þarftu að eiga 60 mínútur góðar og aldrei missa haus. Það má segja að við höfum allar verið 70% í dag, það vantað eitthvað uppá hjá öllum leikmönnum á vellinum“ Sandra var að spila sinn fyrsta leik á árinu eftir að hún meiddist á ökkla snemma árs. Hún segir að það hefði klárlega verið betra hefði hún náð að spila einn leik áður en hún mætti í Höllina en markmiðið var að ná sér fyrir bikarúrslitin „Ég finn það alveg að ég er alls ekki 100% ennþá en það var fínt að vera með það markmið að ná mér fyrir þennan leik. Svo ég var bara dugleg fyrir þennan leik og það tókst“ sagði Sandra ánægð að hafa náð sér fyrir leikinn þrátt fyrir slæmt tap Valur hefur nú misst af deildar- og bikarmeistaratitlunum og tekur Sandra undir það að allur fókus sé núna á þeim stærsta, Íslandsmeistaratitlinum „Já algjörlega, það er ekkert annað í stöðunni“ Steinunn var frábær í vörninni í kvöldvísir/bára Steinunn: Við erum bara helvíti særðar frá því í fyrra„Ég held ég hafi ekki séð svona vörn og markvörslu í ógeðslega langan tíma“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram „Þvílík færsla í liðinu og Hafdís nátturlega frábær í markinu“ sagði Steinunn en Hafdís var með rétt um 60% markvörslu fyrir aftan þær „Þær komast 1-0 yfir svo það er ekki eins og við höfum byrjað með frumkvæða frá fyrstu mínútu en svo er staðan orðin 7-2 fyrir okkur“ „Maður áttar sig ekki almennilega á því fyrr en maður horfir á leikinn aftur hvað þær skoruðu í rauninni lítið í fyrri hálfleik“ „Ef maður missti þá var næsta mætt, færslan, hendur, grimmdin, fótavinna, það var allt til staða, þetta var bara geggjað“ sagði Steinunn hálf orðlaus yfir þessum varnarleik sem liðið spilaði í dag „Við erum bara helvíti særðar frá því í fyrra“ „Við erum bara ótrúlega sáttar að hafa unnið Val í dag, það var okkar stærsta verkefni. Nú er það bara að vinna KA/Þór sem er næsta stærsta verkefnið okkar. Við erum bara hálfnaðar, ég er bjartsýn fyrir laugardeginum en ég veit að þetta verður gríðalega erfitt“ Steinunn vill ekki meina að það sé klisja að leikurinn á laugardaginn verði þeim erfiður, þrátt fyrir að hafa unnið KA/Þór virkilega sannfærandi á tímabilinu, fyrsta leikinn unnu Fram 29-38, næsta 43-18 og nú síðast 24-43, samanlagt 125-71. „Já í vetur höfum við verið að vinna þær mjög sannfærandi en í fyrra áttum við hræðilegar tvær ferðir norður þar sem þær unnu okkur. Svo það er ekki langt síðan þær unnu okkur og við erum ekki búnar að gleyma þeirri reynslu“ „Það eru þeir leikir sem styrkja mann, þessir tapleikir, þeir gera liðið ennþá sterkara fyrir vikið. Við erum bara ógeðslega spenntar að mæta þeim, það verður full höll af frábærum stuðningsmönnum og vonandi fyrir kvennahandboltann verður stútfull höll“ sagði Steinunn að lokum Íslenski handboltinn
Fram er komið í úrslit í Coca-cola bikarnum eftir sigur á Val í undanúrslitum í kvöld, 17-23. Leikurinn varð aldrei spennandi en Fram leiddi með 6 mörkum í hálfleik, 5-11. Það var lítið skorað í upphafi leiks aðeins þrjú mörk komin eftir átta mínútur og Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók svo leikhlé eftir 10 mínútna leik í stöðunni 1-4 og næsta leikhlé kom 10 mínútum síðar, þá var staðan 2-7 fyrir Fram. Leikurinn lagaðist lítið hjá Val en Fram hélt áfram að keyra sinn leik og leiddu Framarar í hálfleik með 6 mörkum, 5-11. Valskonur átti fínan kafla í síðari hálfleik en ekkert aldrei sýndu þær nóg til að ógna sigri Fram. Staðan er 10-16 þegar stundarfjórðungur er til leiksloka, skoraði næstu fimm mörk og leiddu 11 mörkum á 52’ mínútu. Leikurinn var þar með búin, Fram fór að rúlla á liðinu sínu og Valskonur náðu að laga stöðuna áður en flautað var til leiksloka, en Fram fagnaði að lokum 6 marka sigri, 17-23. Af hverju vann Fram? Byrjunin á þessum leik hjá Fram var ein sú sterkasta í langan tíma, varnarleikurinn var stórkostlegur, markvarslan frábær og sóknarlega voru þær á pari. Þær héldu áfram að spila sinn leik og Valur átti aldrei séns Hverjar stóðu upp úr?Hafdís Renötudóttir var í sérklassa í dag, hún var með tæpa 60% markvörslu, 17 varða bolta. Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í liði Fram með 7 mörk og Steinunn Björnsdóttir fór fyrir sínu liði í vörninni. Hvað gekk illa? Val gekk virkilega ill að finna opnanir á þéttri vörn Fram framanaf en þrjú mörk á 27 mínútum og 9 tapaðir boltar segja allt um gengi Valsara í fyrri hálfleik. Líklega ein versta byrjun liðsins í lengri tíma. Leikur liðsins varð lítið skárri í síðari hálfleik, varnarlega voru þær fínar á köflum en sóknarlega gekk ekkert upp. Hvað er framundan? Framundan er úrslitaleikurinn sjálfur þar sem Fram mætir KA/Þór á laugardaginn klukkan 13:30 í Laugardalshöll, sjáumst þá. vísir/daníel þór Sandra: Við ætluðum að rífa okkur í gang„Þú þarft að eiga góðar 60 mínútur á móti Fram“ sagði Sandra Erlingsdóttir, leikmaður Vals „Frá fyrstu mínútu vantaði eitthvað hjá okkur. Við byrjuðum alveg vel í vörn, stóðum vörnina fínt en tvö mörk eftir 20 mínútur segir allt sem segja þarf“ sagði Sandra en liðið skoraði þrjú mörk á 27 mínútum Sandra tekur undir það að það hefði snemma verið ljóst í hvað stefndi en hún segir að liðið hafi verið sammála um að rífa sig í gang í síðari hálfleik „Inní klefa töluðum við um það að rífa okkur í gang en samt vantaði alltaf eitthvað hjá okkur. Það var þessi 12 mínútna kafli sem var ágætur sóknarlega hjá okkur í seinni hálfleik en svo duttum við aftur niður“ sagði Sandra sem segir að heilt yfir hafi liðið átt góðar 12 mínútur í leiknum „Á móti Fram þarftu að eiga 60 mínútur góðar og aldrei missa haus. Það má segja að við höfum allar verið 70% í dag, það vantað eitthvað uppá hjá öllum leikmönnum á vellinum“ Sandra var að spila sinn fyrsta leik á árinu eftir að hún meiddist á ökkla snemma árs. Hún segir að það hefði klárlega verið betra hefði hún náð að spila einn leik áður en hún mætti í Höllina en markmiðið var að ná sér fyrir bikarúrslitin „Ég finn það alveg að ég er alls ekki 100% ennþá en það var fínt að vera með það markmið að ná mér fyrir þennan leik. Svo ég var bara dugleg fyrir þennan leik og það tókst“ sagði Sandra ánægð að hafa náð sér fyrir leikinn þrátt fyrir slæmt tap Valur hefur nú misst af deildar- og bikarmeistaratitlunum og tekur Sandra undir það að allur fókus sé núna á þeim stærsta, Íslandsmeistaratitlinum „Já algjörlega, það er ekkert annað í stöðunni“ Steinunn var frábær í vörninni í kvöldvísir/bára Steinunn: Við erum bara helvíti særðar frá því í fyrra„Ég held ég hafi ekki séð svona vörn og markvörslu í ógeðslega langan tíma“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram „Þvílík færsla í liðinu og Hafdís nátturlega frábær í markinu“ sagði Steinunn en Hafdís var með rétt um 60% markvörslu fyrir aftan þær „Þær komast 1-0 yfir svo það er ekki eins og við höfum byrjað með frumkvæða frá fyrstu mínútu en svo er staðan orðin 7-2 fyrir okkur“ „Maður áttar sig ekki almennilega á því fyrr en maður horfir á leikinn aftur hvað þær skoruðu í rauninni lítið í fyrri hálfleik“ „Ef maður missti þá var næsta mætt, færslan, hendur, grimmdin, fótavinna, það var allt til staða, þetta var bara geggjað“ sagði Steinunn hálf orðlaus yfir þessum varnarleik sem liðið spilaði í dag „Við erum bara helvíti særðar frá því í fyrra“ „Við erum bara ótrúlega sáttar að hafa unnið Val í dag, það var okkar stærsta verkefni. Nú er það bara að vinna KA/Þór sem er næsta stærsta verkefnið okkar. Við erum bara hálfnaðar, ég er bjartsýn fyrir laugardeginum en ég veit að þetta verður gríðalega erfitt“ Steinunn vill ekki meina að það sé klisja að leikurinn á laugardaginn verði þeim erfiður, þrátt fyrir að hafa unnið KA/Þór virkilega sannfærandi á tímabilinu, fyrsta leikinn unnu Fram 29-38, næsta 43-18 og nú síðast 24-43, samanlagt 125-71. „Já í vetur höfum við verið að vinna þær mjög sannfærandi en í fyrra áttum við hræðilegar tvær ferðir norður þar sem þær unnu okkur. Svo það er ekki langt síðan þær unnu okkur og við erum ekki búnar að gleyma þeirri reynslu“ „Það eru þeir leikir sem styrkja mann, þessir tapleikir, þeir gera liðið ennþá sterkara fyrir vikið. Við erum bara ógeðslega spenntar að mæta þeim, það verður full höll af frábærum stuðningsmönnum og vonandi fyrir kvennahandboltann verður stútfull höll“ sagði Steinunn að lokum
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti