Flugfélög búi sig undir þúsunda milljarða högg Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. mars 2020 10:36 Flugfélög þurfa að búa sig undir dýfu. Getty/ Paula Bronstein Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, óttast að yfirstandandi útbreiðsla kórónuveirunnar verði flugfélögum heimsins þungur baggi. Ný úttekt samtakanna ber með sér að miðað við núverandi útbreiðslu megi ætla að tekjur flugfélaga dragist saman um 63 milljarða dala, rúmlega 8000 milljarða króna. Tapið geti þó orðið tvöfalt meira, takist ekki að stemma stigu við útbreiðslunni. IATA fylgist nú náið með kórónuveirunni sem hefur haft áhrif á ferðavenjur fólks, og um leið flugsamgöngur, allt frá fyrsta smiti. Til að mynda var eitt fyrsta úrræði sem kínversk stjórnvöld gripu til í baráttu sinni við útbreiðsluna að takmarka verulega hópferðir Kínverja. Það eru því ekki nema tvær vikur síðan IATA sendi síðast frá sér spá um vænt áhrif útbreiðslunnar á flugfélög heimsins. Sú bar með sér að tapið gæti numið næstum 30 milljörðum dala, um 4000 milljörðum króna, en sú áætlun gerði ráð fyrir að kórónuveiran myndi einna helsta hafa áhrif á markaði sem tengist flugsamgöngum í og við Kína. IATA telur hins vegar að sú spá sé úrelt með öllu enda hefur kórónuveiran nú greinst í rúmlega 80 löndum. Áhrif veirunnar á flugsamgöngur verði því umtalsvert meiri en upphaflega var óttast. #COVID19: depending on how the #coronavirus spreads, airline industry could face up to $113 billion in lost revenues in 2020: https://t.co/1T3ET4D7C5pic.twitter.com/pL9D6qaMwq— IATA (@IATA) March 5, 2020 Áhrifin eru þegar komin fram; virði hlutabréfa í flugfélögum hafa að meðaltali fallið um fjórðung síðan að faraldurinn hófst og þá lagði breska flugfélagið Flybe upp laupana í morgun. Kórónuveiran veitti þar náðarhöggið eftir þungan rekstur undanfarna mánuði. IATA taldi því rétt að uppfæra spár sínar og kynntu samtökin niðurstöður sínar í morgun. Tap flugfélaga verði líklega um tvöfalt meira en upphaflega var gert ráð fyrir, að því gefnu að kórónuveiran breiðist ekki mikið meira út en hún hefur nú þegar gert. Takist það hins vegar ekki megi flugfélög, sem starfa á mörkuðum þar sem nú þegar hafa greinst hið minnsta 10 smit, vænta þess að tapið verði nær 113 milljörðum dala, næstum 14.500 milljarðar króna. Það jafngildir um fimmtungi allra farþegatekna á heimsvísu. Höggið yrði sambærilegt samdrættinum sem fylgdi alþjóðulegu fjármálakreppunni fyrir rúmlega áratug. Nánar má fræðast um aðferðafræði og forsendur IATA í skýrslu samtakanna, sem má nálgast hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flybe farið á hausinn Allar flugvélar breska flugfélagsins Flybe hafa verið kyrrsettar og félagið verið lýst ógjaldfært. 5. mars 2020 06:49 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, óttast að yfirstandandi útbreiðsla kórónuveirunnar verði flugfélögum heimsins þungur baggi. Ný úttekt samtakanna ber með sér að miðað við núverandi útbreiðslu megi ætla að tekjur flugfélaga dragist saman um 63 milljarða dala, rúmlega 8000 milljarða króna. Tapið geti þó orðið tvöfalt meira, takist ekki að stemma stigu við útbreiðslunni. IATA fylgist nú náið með kórónuveirunni sem hefur haft áhrif á ferðavenjur fólks, og um leið flugsamgöngur, allt frá fyrsta smiti. Til að mynda var eitt fyrsta úrræði sem kínversk stjórnvöld gripu til í baráttu sinni við útbreiðsluna að takmarka verulega hópferðir Kínverja. Það eru því ekki nema tvær vikur síðan IATA sendi síðast frá sér spá um vænt áhrif útbreiðslunnar á flugfélög heimsins. Sú bar með sér að tapið gæti numið næstum 30 milljörðum dala, um 4000 milljörðum króna, en sú áætlun gerði ráð fyrir að kórónuveiran myndi einna helsta hafa áhrif á markaði sem tengist flugsamgöngum í og við Kína. IATA telur hins vegar að sú spá sé úrelt með öllu enda hefur kórónuveiran nú greinst í rúmlega 80 löndum. Áhrif veirunnar á flugsamgöngur verði því umtalsvert meiri en upphaflega var óttast. #COVID19: depending on how the #coronavirus spreads, airline industry could face up to $113 billion in lost revenues in 2020: https://t.co/1T3ET4D7C5pic.twitter.com/pL9D6qaMwq— IATA (@IATA) March 5, 2020 Áhrifin eru þegar komin fram; virði hlutabréfa í flugfélögum hafa að meðaltali fallið um fjórðung síðan að faraldurinn hófst og þá lagði breska flugfélagið Flybe upp laupana í morgun. Kórónuveiran veitti þar náðarhöggið eftir þungan rekstur undanfarna mánuði. IATA taldi því rétt að uppfæra spár sínar og kynntu samtökin niðurstöður sínar í morgun. Tap flugfélaga verði líklega um tvöfalt meira en upphaflega var gert ráð fyrir, að því gefnu að kórónuveiran breiðist ekki mikið meira út en hún hefur nú þegar gert. Takist það hins vegar ekki megi flugfélög, sem starfa á mörkuðum þar sem nú þegar hafa greinst hið minnsta 10 smit, vænta þess að tapið verði nær 113 milljörðum dala, næstum 14.500 milljarðar króna. Það jafngildir um fimmtungi allra farþegatekna á heimsvísu. Höggið yrði sambærilegt samdrættinum sem fylgdi alþjóðulegu fjármálakreppunni fyrir rúmlega áratug. Nánar má fræðast um aðferðafræði og forsendur IATA í skýrslu samtakanna, sem má nálgast hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flybe farið á hausinn Allar flugvélar breska flugfélagsins Flybe hafa verið kyrrsettar og félagið verið lýst ógjaldfært. 5. mars 2020 06:49 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Flybe farið á hausinn Allar flugvélar breska flugfélagsins Flybe hafa verið kyrrsettar og félagið verið lýst ógjaldfært. 5. mars 2020 06:49