Kórónuveiran: Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. mars 2020 11:15 Fyrirtæki um allan heim eru að gera ráðstafanir vegna kórónuveirunnar og hvetja sérfræðingar til þess að vinnustaðir undirbúi sig undir frekari faraldur kórónuveirunnar með því að þjálfa fólk og undirbúa fleiri fyrir fjarvinnu. Síðastliðinn mánudag tilkynnti Twitter starfsmönnum sínum að allir starfsmenn sem hafa færi á að vinna í fjarvinnu að heiman væru hvattir til að gera það. Á starfsstöðvum Twitter í Hong Kong, Japan og Suður Kórea er fjarvinna að heiman ekki valkvæð heldur skilyrði. Með þessu er ætlunin að draga úr smitleiðum kórónuveirunnar með handabandi, innanhúsfundum eða öðru sem líklegra er til að valda smiti en heimavera. Í Bretlandi eru mannauðstjórar hvattir til að gera öryggisráðstafanir á vinnustöðum og starfsfólk hvatt til að íhuga möguleikann á að vinna að heiman, jafnvel hvetja vinnuveitendur til að horfa á fjarvinnu í auknum mæli. Í Bandaríkjunum fjölgaði fyrirtækjum og stofnunum sem markvisst mælast með stöðugildi í fjarvinnu úr 73 í febrúar 2019 í 77 í febrúar 2020. Þetta hljómar ekki sem mikil breyting en mesta breytingin er sögð sú að fleiri starfsmenn þessara fyrirtækja vinna nú að heiman vegna kórónuveirunnar. Í Þýskalandi hafa fyrirtæki lokað og starfa nú alfarið í fjarvinnu að heiman. Til að mynda ákvað fyrirtækið Webasto að loka höfuðstöðvunum alfarið í kjölfar þess að starfsmaður hjá þeim greindist með kórónuveiruna. Fleiri sambærileg dæmi má finna víðast hvar. Þá eru fyrirtæki sem starfa á alþjóðamarkaði að gera ráðstafanir. Ekki síst þau fyrirtæki þar sem algengt er að starfsmenn þurfi að ferðast mikið vegna vinnu. Algengt samkomulag er að fólk sem er að koma heim frá skilgreindum smitsvæðum mæti ekki til vinnu fyrr en eftir tveggja vikna heimasóttkví. Það sama gildir víða um starfsmenn sem eru að koma heim úr fríum frá skilgreindum smitsvæðum. Þar semja vinnuveitendur og starfsmenn um það sín á milli að ekki verði mætt á vinnustað fyrr en eftir heimasóttkví. Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Þá berast fregnir af því að fyrirtæki séu að undirbúa sig undir frekari faraldur með því að prófa sig áfram. Sem dæmi má nefna fyrirtækið Ladders í New York. Starfsmenn þar eru 60 talsins. Til prufu starfa allir starfsmenn að heiman í dag fimmtudag og segir forstjóri fyrirtækisins í viðtali við The Washington Post helst búast við að mestu viðbrigði starfsmanna verði að hafa ekki nokkra tölvuskjái við vinnu eins og vinnustöðvarnar á skrifstofunni eru. Eins hvetja sérfræðingar fyrirtæki til að þjálfa fólk í fjarvinnu og kenna á ýmsan búnað sem til þarf þannig að víðtæk starfssemi í fjarvinnu gangi sem best upp. Sem dæmi má nefna að kenna fólki á fjarskiptabúnað sem fyrirtækið ætlar að nýta fyrir sameiginlega fundi og fleira. Formaður Global Workplace Analytics, Kate Lister, segir rétta tímann til að þjálfa fólk vera núna. „Það sem fyrirtæki ættu að vera að gera núna er að æfa sig. Byrja að senda fólk heim og kenna þeim þá verkferla sem þarf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Vinnumarkaður Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Síðastliðinn mánudag tilkynnti Twitter starfsmönnum sínum að allir starfsmenn sem hafa færi á að vinna í fjarvinnu að heiman væru hvattir til að gera það. Á starfsstöðvum Twitter í Hong Kong, Japan og Suður Kórea er fjarvinna að heiman ekki valkvæð heldur skilyrði. Með þessu er ætlunin að draga úr smitleiðum kórónuveirunnar með handabandi, innanhúsfundum eða öðru sem líklegra er til að valda smiti en heimavera. Í Bretlandi eru mannauðstjórar hvattir til að gera öryggisráðstafanir á vinnustöðum og starfsfólk hvatt til að íhuga möguleikann á að vinna að heiman, jafnvel hvetja vinnuveitendur til að horfa á fjarvinnu í auknum mæli. Í Bandaríkjunum fjölgaði fyrirtækjum og stofnunum sem markvisst mælast með stöðugildi í fjarvinnu úr 73 í febrúar 2019 í 77 í febrúar 2020. Þetta hljómar ekki sem mikil breyting en mesta breytingin er sögð sú að fleiri starfsmenn þessara fyrirtækja vinna nú að heiman vegna kórónuveirunnar. Í Þýskalandi hafa fyrirtæki lokað og starfa nú alfarið í fjarvinnu að heiman. Til að mynda ákvað fyrirtækið Webasto að loka höfuðstöðvunum alfarið í kjölfar þess að starfsmaður hjá þeim greindist með kórónuveiruna. Fleiri sambærileg dæmi má finna víðast hvar. Þá eru fyrirtæki sem starfa á alþjóðamarkaði að gera ráðstafanir. Ekki síst þau fyrirtæki þar sem algengt er að starfsmenn þurfi að ferðast mikið vegna vinnu. Algengt samkomulag er að fólk sem er að koma heim frá skilgreindum smitsvæðum mæti ekki til vinnu fyrr en eftir tveggja vikna heimasóttkví. Það sama gildir víða um starfsmenn sem eru að koma heim úr fríum frá skilgreindum smitsvæðum. Þar semja vinnuveitendur og starfsmenn um það sín á milli að ekki verði mætt á vinnustað fyrr en eftir heimasóttkví. Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Þá berast fregnir af því að fyrirtæki séu að undirbúa sig undir frekari faraldur með því að prófa sig áfram. Sem dæmi má nefna fyrirtækið Ladders í New York. Starfsmenn þar eru 60 talsins. Til prufu starfa allir starfsmenn að heiman í dag fimmtudag og segir forstjóri fyrirtækisins í viðtali við The Washington Post helst búast við að mestu viðbrigði starfsmanna verði að hafa ekki nokkra tölvuskjái við vinnu eins og vinnustöðvarnar á skrifstofunni eru. Eins hvetja sérfræðingar fyrirtæki til að þjálfa fólk í fjarvinnu og kenna á ýmsan búnað sem til þarf þannig að víðtæk starfssemi í fjarvinnu gangi sem best upp. Sem dæmi má nefna að kenna fólki á fjarskiptabúnað sem fyrirtækið ætlar að nýta fyrir sameiginlega fundi og fleira. Formaður Global Workplace Analytics, Kate Lister, segir rétta tímann til að þjálfa fólk vera núna. „Það sem fyrirtæki ættu að vera að gera núna er að æfa sig. Byrja að senda fólk heim og kenna þeim þá verkferla sem þarf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Vinnumarkaður Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira