Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 27-26| ÍBV sló Hauka út í þriðja skiptið í höllinni 5. mars 2020 20:45 vísir/daníel ÍBV er komið í úrslit í Coca-cola bikar karla eftir eins marks sigur á Haukum í undanúrslitum, 27-26. Það dró til tíðinda strax á 3. mínútu leiks þegar Orri Freyr Þorkelsson, leikmaður Hauka, fékk beint rautt spjald. Dómarar leiksins nýttu sér VAR, myndbandsdómgæslu, til að meta atvikið og niðurstaðan rautt spjald. Eyjamenn skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu 10 mínútum leiksins en það var lítið skorað í upphafi leiks. Staðan var jöfn eftir fyrsta korterið, 5-5. Sóknarleikur ÍBV var staður framan af og áttu þeir erfitt með að finna opnanir á þéttri vörn Hauka en Erlingur Richardsson tók leikhlé á 18 mínútu og leikur Eyjamanna batnaði til muna. Jafnt var á tölum þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik, 11-11, ÍBV skoraði síðustu þrjú mörk fyrri hálfleiks og leiddi með þremur mörku í hálfleik, 14-11. ÍBV hélt í forystuna í upphafi síðari hálfleiks og leiddu með fjórum mörkum eftir 10 mínútur, 18-14. Haukar snéru þá leiknum við og jöfnuðu leikinn í 18-18. Leikurinn var í járnum það sem eftir lifði leiks, Eyjamenn náðu mest þriggja marka forystu, 24-21 en Haukarnir komu alltaf til baka og jöfnuðu nú í 24-24. ÍBV var langt komið með að tryggja sér sigurinn þegar þeir leiddu með tveimur mörkum undir lok leiks, 27-25. Þeir fóru þó illa að ráði sínu og Haukar fengu víti þar sem þeir minnkuðu leikinn niður í eitt mark þegar mínúta var til leiksloka, 27-26. ÍBV tók þá leikhlé og náðu að spila leikinn út svo mörkin urðu ekki fleiri og Eyjamenn fögnuðu innilega þegar þeir slógu Hauka út í undanúrslitum í þriðja sinn. Lokatölur í Laugardalshöll, 27-26, ÍBV í vil. Af hverju vann ÍBV? ÍBV átti erfitt sóknarlega í þessum leik en vinna samt sem sýnir styrkleika liðsins. Varnarleikurinn er þeirra styrkleiki og þar náðu þeir að vinna leikinn með því að refsa Haukum með hröðum sóknum og stíga upp á lykil mómentum. Hverjir stóðu upp úr?Theodór Sigurbjörnsson náði sínu fyrra formi í leiknum en hann skoraði 7 mörk í fyrri hálfleik og endaði með 9 mörk í leiknum, Hákon Daði Styrmisson var honum næstur með 6 mörk. Þá voru bræðurnir atkvæðamestir í vörninni, Elliði Snær og Arnór Viðarssynir. Hjá Haukum var Brynjólfur Snær Brynjólfsson markahæstur með 8 mörk en Atli Már Báruson atkvæðamestur varnarlega. Hvað gekk illa? Markvarsla ÍBV lungað af leiknum var ekki til afspurnar. Björn Viðar Björnsson náði að klukka mikilvæga bolta undir lok leiks sem átti stóran þátt í þeirra sigri að lokum. Þá var sóknarleikurinn virkilega staður hjá Eyjamönnum. Bæði lið létu reka sig ítrekað út af fyrir misgáfuleg brot en það var mikill hiti í leiknum og hart barist. Hvað er framundan? Framundan er úrslitaleikurinn sjálfur á laugardaginn þar sem ÍBV mæta annað hvort Aftureldingu eða Stjörnunni. Svo Vestmannaeyingar verða nú að finna sér gistingu á höfuðborgarsvæðinu og fjölmenna aftur í Laugardalshöll á laugardaginn Stuðningsmenn ÍBV fjölmenntu í höllinnivísir/valli Kristinn: okkur þarf að þykja vænna um boltannKristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var að vonum sáttur að leiks lokum eftir æsispennandi loka mínútur „Við þurfum aðeins að fara yfir þetta, við vorum að fá á okkur vondar brottvísanir. Sérstaklega þegar við vorum búnir að berja leikinn til okkar aftur“ „Mér fannst við heilt yfir vera sterkari aðilinn í leiknum en aðeins of æstir, það er eitthvað sem við þurfum að skoða fyrir laugardaginn“ „Mér finnst þeir vera í bullandi vandræðum með okkur þegar við stöndum vörnina. Við töluðum um það fyrir leik að láta þá stilla upp á okkur því þegar þeir þurftu þess þá voru þeir í bullandi vandræðum svo það er eitt atriði sem við þurfum að skoða að þykja aðeins vænna um boltann og vera klókari í sókninni“ „Það fylgir þessu rosa pressa, það eru rosa væntingar til liðsins. Þú sérð bara mætinguna hérna í dag svo það er alveg eðlilegt að pumpan slái aðeins hraðar hjá sumum“ „Hver svona leikur er bara reynsla fyrir leikmenn, sumir eru með bullandi reynslu aðrir ekki. Þetta fer allt í vopnabúrið sérstaklega þegar þú vinnur leikinn“ sagði Kiddi að lokum Gunnar var svekktur að ná ekki sigri eftir góða frammistöðu í dagVísir/Daníel Gunnar: Við ætluðum okkur að vinna þessa dollu„Ótrúlega svekkjandi að hafa ekki farið með sigur af hólmi í dag“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka „Mér fannst við spila frábærlega og ég vil hrósa strákunum, frammistaðan var heilt yfir ótrúlega góð. Það er stutt á milli í þessu, þetta er eitt mark sem sker á milli, hrikalega svekkjandi að þessi frammistaða hafi ekki dugað til sigurs“ „Það er mikið undir, við ætluðum okkur að vinna þessa dollu og lögðum allt í þetta“ „Það var harka en mér fannst þetta bara drengilegt, mér fannst dómararnir gera þetta skynsamlega í dag, þeir fóru bara og skoðuðu hlutina. Þá er þetta væntanlega rétt, maður treystir því bara“ sagði Gunnar en dómararnir nýttu sér mikið myndbandsdómgæslu í leiknum til að skera úr um vafaatriði „Það er eitt atriði sem ég vil skoða betur, það er í mómentinu undir lok leiks þegar þeir dæma skref á Tjörva. Það fannst mér vera undarlegt, rosalegt crucial móment að missa boltann þar“ „Það var högg að sjálfsögðu en Einar Pétur spilaði þetta vel í hans stað. Orri er ungur og lærir af þessu“ sagði Gunnar að lokum um rauða spjaldið sem Orri Freyr Þorkelsson fékk á þriðju mínútu leiksins Grétar Þór og Theodór fagna saman Íslandsmeistaratitlinum 2018vísir/daníel Theodór: Ég hef aldrei tapað leik hérna hvort sem það er með ÍBV eða landsliðinu„Mér líður vel hérna í höllinni“ sagði Theodór Sigurbjörnsson, leikmaður ÍBV, enn hann átti frábæra byrjun í leiknum og skoraði 7 mörk í fyrri hálfleik, endaði markahæstur með 9 mörk. „Ég hef aldrei tapað leik hérna hvort sem það er með ÍBV eða landsliðinu. Vonandi heldur það bara áfram“ sagði Theodór ángæður eftir enn einn sigurinn í Laugardalshöll „Þeir eru yfirleitt svona þessir leikir á móti Haukum, þótt að síðasti leikur í deildinni hafi ekki verið svona. Mér fannst það eiginlega svolítið hættulegt fyrir þennan leik að við hefðum unnið þá svona stórt heima“ „Enn bara seigla, karakter og þessi liðsheild, þetta er ólýsanlegt“ „Við erum fyrstu 20 mínúturnar rosalega staðir og hægir og eiginlega heilt yfir slakir í seinni hálfleik, það sama hægir og staðir. Varnarlega vorum við að halda lengi vel en við þurfum klárlega að skoða sóknarleikinn fyrir laugardaginn“ sagði Theodór að lokum Íslenski handboltinn
ÍBV er komið í úrslit í Coca-cola bikar karla eftir eins marks sigur á Haukum í undanúrslitum, 27-26. Það dró til tíðinda strax á 3. mínútu leiks þegar Orri Freyr Þorkelsson, leikmaður Hauka, fékk beint rautt spjald. Dómarar leiksins nýttu sér VAR, myndbandsdómgæslu, til að meta atvikið og niðurstaðan rautt spjald. Eyjamenn skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu 10 mínútum leiksins en það var lítið skorað í upphafi leiks. Staðan var jöfn eftir fyrsta korterið, 5-5. Sóknarleikur ÍBV var staður framan af og áttu þeir erfitt með að finna opnanir á þéttri vörn Hauka en Erlingur Richardsson tók leikhlé á 18 mínútu og leikur Eyjamanna batnaði til muna. Jafnt var á tölum þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik, 11-11, ÍBV skoraði síðustu þrjú mörk fyrri hálfleiks og leiddi með þremur mörku í hálfleik, 14-11. ÍBV hélt í forystuna í upphafi síðari hálfleiks og leiddu með fjórum mörkum eftir 10 mínútur, 18-14. Haukar snéru þá leiknum við og jöfnuðu leikinn í 18-18. Leikurinn var í járnum það sem eftir lifði leiks, Eyjamenn náðu mest þriggja marka forystu, 24-21 en Haukarnir komu alltaf til baka og jöfnuðu nú í 24-24. ÍBV var langt komið með að tryggja sér sigurinn þegar þeir leiddu með tveimur mörkum undir lok leiks, 27-25. Þeir fóru þó illa að ráði sínu og Haukar fengu víti þar sem þeir minnkuðu leikinn niður í eitt mark þegar mínúta var til leiksloka, 27-26. ÍBV tók þá leikhlé og náðu að spila leikinn út svo mörkin urðu ekki fleiri og Eyjamenn fögnuðu innilega þegar þeir slógu Hauka út í undanúrslitum í þriðja sinn. Lokatölur í Laugardalshöll, 27-26, ÍBV í vil. Af hverju vann ÍBV? ÍBV átti erfitt sóknarlega í þessum leik en vinna samt sem sýnir styrkleika liðsins. Varnarleikurinn er þeirra styrkleiki og þar náðu þeir að vinna leikinn með því að refsa Haukum með hröðum sóknum og stíga upp á lykil mómentum. Hverjir stóðu upp úr?Theodór Sigurbjörnsson náði sínu fyrra formi í leiknum en hann skoraði 7 mörk í fyrri hálfleik og endaði með 9 mörk í leiknum, Hákon Daði Styrmisson var honum næstur með 6 mörk. Þá voru bræðurnir atkvæðamestir í vörninni, Elliði Snær og Arnór Viðarssynir. Hjá Haukum var Brynjólfur Snær Brynjólfsson markahæstur með 8 mörk en Atli Már Báruson atkvæðamestur varnarlega. Hvað gekk illa? Markvarsla ÍBV lungað af leiknum var ekki til afspurnar. Björn Viðar Björnsson náði að klukka mikilvæga bolta undir lok leiks sem átti stóran þátt í þeirra sigri að lokum. Þá var sóknarleikurinn virkilega staður hjá Eyjamönnum. Bæði lið létu reka sig ítrekað út af fyrir misgáfuleg brot en það var mikill hiti í leiknum og hart barist. Hvað er framundan? Framundan er úrslitaleikurinn sjálfur á laugardaginn þar sem ÍBV mæta annað hvort Aftureldingu eða Stjörnunni. Svo Vestmannaeyingar verða nú að finna sér gistingu á höfuðborgarsvæðinu og fjölmenna aftur í Laugardalshöll á laugardaginn Stuðningsmenn ÍBV fjölmenntu í höllinnivísir/valli Kristinn: okkur þarf að þykja vænna um boltannKristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var að vonum sáttur að leiks lokum eftir æsispennandi loka mínútur „Við þurfum aðeins að fara yfir þetta, við vorum að fá á okkur vondar brottvísanir. Sérstaklega þegar við vorum búnir að berja leikinn til okkar aftur“ „Mér fannst við heilt yfir vera sterkari aðilinn í leiknum en aðeins of æstir, það er eitthvað sem við þurfum að skoða fyrir laugardaginn“ „Mér finnst þeir vera í bullandi vandræðum með okkur þegar við stöndum vörnina. Við töluðum um það fyrir leik að láta þá stilla upp á okkur því þegar þeir þurftu þess þá voru þeir í bullandi vandræðum svo það er eitt atriði sem við þurfum að skoða að þykja aðeins vænna um boltann og vera klókari í sókninni“ „Það fylgir þessu rosa pressa, það eru rosa væntingar til liðsins. Þú sérð bara mætinguna hérna í dag svo það er alveg eðlilegt að pumpan slái aðeins hraðar hjá sumum“ „Hver svona leikur er bara reynsla fyrir leikmenn, sumir eru með bullandi reynslu aðrir ekki. Þetta fer allt í vopnabúrið sérstaklega þegar þú vinnur leikinn“ sagði Kiddi að lokum Gunnar var svekktur að ná ekki sigri eftir góða frammistöðu í dagVísir/Daníel Gunnar: Við ætluðum okkur að vinna þessa dollu„Ótrúlega svekkjandi að hafa ekki farið með sigur af hólmi í dag“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka „Mér fannst við spila frábærlega og ég vil hrósa strákunum, frammistaðan var heilt yfir ótrúlega góð. Það er stutt á milli í þessu, þetta er eitt mark sem sker á milli, hrikalega svekkjandi að þessi frammistaða hafi ekki dugað til sigurs“ „Það er mikið undir, við ætluðum okkur að vinna þessa dollu og lögðum allt í þetta“ „Það var harka en mér fannst þetta bara drengilegt, mér fannst dómararnir gera þetta skynsamlega í dag, þeir fóru bara og skoðuðu hlutina. Þá er þetta væntanlega rétt, maður treystir því bara“ sagði Gunnar en dómararnir nýttu sér mikið myndbandsdómgæslu í leiknum til að skera úr um vafaatriði „Það er eitt atriði sem ég vil skoða betur, það er í mómentinu undir lok leiks þegar þeir dæma skref á Tjörva. Það fannst mér vera undarlegt, rosalegt crucial móment að missa boltann þar“ „Það var högg að sjálfsögðu en Einar Pétur spilaði þetta vel í hans stað. Orri er ungur og lærir af þessu“ sagði Gunnar að lokum um rauða spjaldið sem Orri Freyr Þorkelsson fékk á þriðju mínútu leiksins Grétar Þór og Theodór fagna saman Íslandsmeistaratitlinum 2018vísir/daníel Theodór: Ég hef aldrei tapað leik hérna hvort sem það er með ÍBV eða landsliðinu„Mér líður vel hérna í höllinni“ sagði Theodór Sigurbjörnsson, leikmaður ÍBV, enn hann átti frábæra byrjun í leiknum og skoraði 7 mörk í fyrri hálfleik, endaði markahæstur með 9 mörk. „Ég hef aldrei tapað leik hérna hvort sem það er með ÍBV eða landsliðinu. Vonandi heldur það bara áfram“ sagði Theodór ángæður eftir enn einn sigurinn í Laugardalshöll „Þeir eru yfirleitt svona þessir leikir á móti Haukum, þótt að síðasti leikur í deildinni hafi ekki verið svona. Mér fannst það eiginlega svolítið hættulegt fyrir þennan leik að við hefðum unnið þá svona stórt heima“ „Enn bara seigla, karakter og þessi liðsheild, þetta er ólýsanlegt“ „Við erum fyrstu 20 mínúturnar rosalega staðir og hægir og eiginlega heilt yfir slakir í seinni hálfleik, það sama hægir og staðir. Varnarlega vorum við að halda lengi vel en við þurfum klárlega að skoða sóknarleikinn fyrir laugardaginn“ sagði Theodór að lokum
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti