Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2020 18:18 Verkfall félagsmanna Eflingar hefur nú staðið í tæpar þrjár vikur. Vísir/Vilhelm Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. Að því er segir í tilkynningu Eflingar hlítir félagið niðurstöðu dómsins og því verður af boðuðu verkfalli sem hafði verið samþykkt. Það voru Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka sjálfstæðra skóla, sem fóru með málið fyrir Félagsdóm. „Rök dómsins voru á þann veg að þar sem kjör félagsmannanna sem í hlut eiga hafa tekið mið af kjarasamningi Eflingar við Reykjavíkurborg þá hljóti verkfallið að teljast vera gert af hálfu félagsmannanna í þeim tilgangi að bæta eigin kjör, fremur en að sýna eingöngu samstöðu með borgarstarfsmönnum í verkfalli. Dómurinn í klofnaði í afstöðu sinni og vildi einn dómari sýkna Eflingu og dæma verkfallið lögmætt á þeim forsendum sem félagið byggði á. Samtök atvinnulífsins flutti málið fyrir hönd Samtaka sjálfstæðra skóla (SSSK) og héldu ofangreindu sjónarmiði á lofti í sínum málflutningi. Efling mótmælti rökum Samtaka atvinnulífsins og benti á að jafnvel þótt kjör félagsmanna hjá SSSK hafi tekið mið af samningi við Reykjavíkurborg þá hafi ætlun og yfirlýst markmið verkfallsins sannarlega verið að sýna samstöðu með starfsfólki Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningu Eflingar. Þar er jafnframt haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins, að dómur Félagsdóms þrengi rétt verkafólks til samúðarverkfalla með því að setja „mjög ströng skilyrði um að kjör hópa megi ekki tengjast.“ „„En auðvitað er líka ágætt að dómur hafi fallið og er þá hægt að taka tillit til þess í hugsanlegum verkfallsaðgerðum þegar fram líða stundir,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. Að því er segir í tilkynningu Eflingar hlítir félagið niðurstöðu dómsins og því verður af boðuðu verkfalli sem hafði verið samþykkt. Það voru Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka sjálfstæðra skóla, sem fóru með málið fyrir Félagsdóm. „Rök dómsins voru á þann veg að þar sem kjör félagsmannanna sem í hlut eiga hafa tekið mið af kjarasamningi Eflingar við Reykjavíkurborg þá hljóti verkfallið að teljast vera gert af hálfu félagsmannanna í þeim tilgangi að bæta eigin kjör, fremur en að sýna eingöngu samstöðu með borgarstarfsmönnum í verkfalli. Dómurinn í klofnaði í afstöðu sinni og vildi einn dómari sýkna Eflingu og dæma verkfallið lögmætt á þeim forsendum sem félagið byggði á. Samtök atvinnulífsins flutti málið fyrir hönd Samtaka sjálfstæðra skóla (SSSK) og héldu ofangreindu sjónarmiði á lofti í sínum málflutningi. Efling mótmælti rökum Samtaka atvinnulífsins og benti á að jafnvel þótt kjör félagsmanna hjá SSSK hafi tekið mið af samningi við Reykjavíkurborg þá hafi ætlun og yfirlýst markmið verkfallsins sannarlega verið að sýna samstöðu með starfsfólki Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningu Eflingar. Þar er jafnframt haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins, að dómur Félagsdóms þrengi rétt verkafólks til samúðarverkfalla með því að setja „mjög ströng skilyrði um að kjör hópa megi ekki tengjast.“ „„En auðvitað er líka ágætt að dómur hafi fallið og er þá hægt að taka tillit til þess í hugsanlegum verkfallsaðgerðum þegar fram líða stundir,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira