Hafnarfjörður róar foreldra og frestar árshátíð í samráði við almannavarnir Eiður Þór Árnason skrifar 7. mars 2020 14:00 Ákvörðun var tekin um þetta í morgun. Vísir/vilhelm Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð Hafnarfjarðarbæjar sem til stóð að halda í kvöld vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrirhugað samkomuhald bæjarstarfsmanna hafði sætt nokkurri gagnrýni og þá einkum frá foreldrum langveikra barna sem nýta sér þjónustu sveitarfélagsins. Ákvörðunin var tekin eftir fund bæjaryfirvalda með almannavörnum nú í morgun og verður árshátíðinni frestað um óákveðinn tíma, er fram kemur í tilkynningu á vef bæjarins.Sjá einnig: Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar „Fulltrúar almannavarna hafa að höfðu samráði við sóttvarnalækni metið það svo að starfsfólk sem vinnur með og sinnir einstaklingum sem falla undir skilgreiningu á viðkvæmum hópum ætti að forðast að taka þátt í fjölmennum mannsöfnuðum.“ Er þetta einnig sagt eiga við starfsfólk sem sinni lykilinnviðum og þjónustu sem þarf að vera órofin á neyðarstigi almannavarna. „Slíkt á við um marga starfsmenn sveitarfélaga, þar með talið miðlægrar stjórnsýslu og ráðhúss,“ segir í tilkynningunni. Fjölda viðburða frestað Ríkislögreglustjóri lýsti í gær yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónuveirunnar í kjölfar þess að fyrstu innanlandssmitin voru staðfest í gær. Fjölmörgum fjöldasamkomum hefur verið frestað undanfarna daga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Til greina kemur að efna til samkomubanns hér á landi til að sporna við frekari útbreiðslu hennar að sögn yfirvalda. Óljóst er hvernig því yrði háttað ef til þess kæmi. Höfðu áhyggjur af fólki með undirliggjandi sjúkdóma Aðalheiður Ósk Þorsteinsdóttir, íbúi í Hafnarfirði, tjáði sig um málið í Facebook hópnum Norðurbærinn minn í gær og benti á að starfsfólk bæjarins vinni með börnum og eldri borgurum. „Sem foreldri langveiks barns og annars með mjög mikinn astma þá finnst mér það mjög vanhugsað að fresta ekki árshátíð bæjarins og þá sérstaklega í ljósi þess að nú eru fyrstu smit að greinast innanlands á milli fólks.“ Áslaug Ólöf Kolbeinsdóttir, sem á langveika dóttur, gagnrýndi það sömuleiðis í gærkvöldi að þá hafi enn staðið til að halda árshátíðina. „Þegar þessi orð eru skrifuð hafa 4 smit orðið á milli manna hér á landi, manna sem ekki hafa verið á hættusvæðum erlendis. Okkur finnst það ótrúlegt ábyrgðarleysi að stefna saman öllum kennurum og starfsfólki þeirra veikbyggðustu íbúa bæjarins saman á stóran viðburð eins og staðan er í dag.“ Þá höfðu sumir íbúar lýst yfir áhyggjum sínum af því að þjónusta bæjarins gæti lamast ef allt færi á versta veg og stórum hluta starfsmanna væri gert að fara í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00 Háskóladeginum á Akureyri slegið á frest Háskóladeginum á Akureyri, sem átti að fara fram á morgun, laugardaginn 7. mars hefur verið frestað. 6. mars 2020 19:47 Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar Skemmtikraftar afbókaðir í stórum stíl. 6. mars 2020 08:39 Fjölmennu Nettómóti frestað vegna neyðarstigs Mótsnefnd Nettómótsins í körfubolta, þar sem yfir 1.300 börn og unglingar voru skráð til keppni, ákvað nú síðdegis að fresta mótinu um ótilgreindan tíma vegna kórónuveirunnar. 6. mars 2020 19:42 Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16 Reykjavíkurskákmótinu aflýst vegna kórónuveirunnar Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveðið að aflýsa Reykjavíkurskákmótsins sem fara átti fram í Hörpu um miðjan apríl hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 5. mars 2020 22:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira
Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð Hafnarfjarðarbæjar sem til stóð að halda í kvöld vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrirhugað samkomuhald bæjarstarfsmanna hafði sætt nokkurri gagnrýni og þá einkum frá foreldrum langveikra barna sem nýta sér þjónustu sveitarfélagsins. Ákvörðunin var tekin eftir fund bæjaryfirvalda með almannavörnum nú í morgun og verður árshátíðinni frestað um óákveðinn tíma, er fram kemur í tilkynningu á vef bæjarins.Sjá einnig: Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar „Fulltrúar almannavarna hafa að höfðu samráði við sóttvarnalækni metið það svo að starfsfólk sem vinnur með og sinnir einstaklingum sem falla undir skilgreiningu á viðkvæmum hópum ætti að forðast að taka þátt í fjölmennum mannsöfnuðum.“ Er þetta einnig sagt eiga við starfsfólk sem sinni lykilinnviðum og þjónustu sem þarf að vera órofin á neyðarstigi almannavarna. „Slíkt á við um marga starfsmenn sveitarfélaga, þar með talið miðlægrar stjórnsýslu og ráðhúss,“ segir í tilkynningunni. Fjölda viðburða frestað Ríkislögreglustjóri lýsti í gær yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónuveirunnar í kjölfar þess að fyrstu innanlandssmitin voru staðfest í gær. Fjölmörgum fjöldasamkomum hefur verið frestað undanfarna daga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Til greina kemur að efna til samkomubanns hér á landi til að sporna við frekari útbreiðslu hennar að sögn yfirvalda. Óljóst er hvernig því yrði háttað ef til þess kæmi. Höfðu áhyggjur af fólki með undirliggjandi sjúkdóma Aðalheiður Ósk Þorsteinsdóttir, íbúi í Hafnarfirði, tjáði sig um málið í Facebook hópnum Norðurbærinn minn í gær og benti á að starfsfólk bæjarins vinni með börnum og eldri borgurum. „Sem foreldri langveiks barns og annars með mjög mikinn astma þá finnst mér það mjög vanhugsað að fresta ekki árshátíð bæjarins og þá sérstaklega í ljósi þess að nú eru fyrstu smit að greinast innanlands á milli fólks.“ Áslaug Ólöf Kolbeinsdóttir, sem á langveika dóttur, gagnrýndi það sömuleiðis í gærkvöldi að þá hafi enn staðið til að halda árshátíðina. „Þegar þessi orð eru skrifuð hafa 4 smit orðið á milli manna hér á landi, manna sem ekki hafa verið á hættusvæðum erlendis. Okkur finnst það ótrúlegt ábyrgðarleysi að stefna saman öllum kennurum og starfsfólki þeirra veikbyggðustu íbúa bæjarins saman á stóran viðburð eins og staðan er í dag.“ Þá höfðu sumir íbúar lýst yfir áhyggjum sínum af því að þjónusta bæjarins gæti lamast ef allt færi á versta veg og stórum hluta starfsmanna væri gert að fara í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00 Háskóladeginum á Akureyri slegið á frest Háskóladeginum á Akureyri, sem átti að fara fram á morgun, laugardaginn 7. mars hefur verið frestað. 6. mars 2020 19:47 Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar Skemmtikraftar afbókaðir í stórum stíl. 6. mars 2020 08:39 Fjölmennu Nettómóti frestað vegna neyðarstigs Mótsnefnd Nettómótsins í körfubolta, þar sem yfir 1.300 börn og unglingar voru skráð til keppni, ákvað nú síðdegis að fresta mótinu um ótilgreindan tíma vegna kórónuveirunnar. 6. mars 2020 19:42 Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16 Reykjavíkurskákmótinu aflýst vegna kórónuveirunnar Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveðið að aflýsa Reykjavíkurskákmótsins sem fara átti fram í Hörpu um miðjan apríl hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 5. mars 2020 22:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira
Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00
Háskóladeginum á Akureyri slegið á frest Háskóladeginum á Akureyri, sem átti að fara fram á morgun, laugardaginn 7. mars hefur verið frestað. 6. mars 2020 19:47
Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar Skemmtikraftar afbókaðir í stórum stíl. 6. mars 2020 08:39
Fjölmennu Nettómóti frestað vegna neyðarstigs Mótsnefnd Nettómótsins í körfubolta, þar sem yfir 1.300 börn og unglingar voru skráð til keppni, ákvað nú síðdegis að fresta mótinu um ótilgreindan tíma vegna kórónuveirunnar. 6. mars 2020 19:42
Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16
Reykjavíkurskákmótinu aflýst vegna kórónuveirunnar Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveðið að aflýsa Reykjavíkurskákmótsins sem fara átti fram í Hörpu um miðjan apríl hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 5. mars 2020 22:00