Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. mars 2020 10:54 Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir alla að leggja sig fram við að reyna að leysa kjaradeiluna. Vísir/Vilhelm Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. Samninganefndir aðildarfélaga BSRB og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands sveitarfélaga hittust í Karphúsinu klukkan tíu í morgun. Fundað var allan daginn og langt fram á kvöld í kjaradeilunni í gær. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, eins af aðildarfélögum BSRB sagði fyrir fundinn að dagurinn legðist þokkalega í hann. „Ég er svona miðlungs bjartsýnn að við náum þessu. Samt sem áður þá er heill dagur fram undan og það getur gerst margt á einum degi í samningum. Ég hef reynslu af því,“ segir Árni. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vonast til að deiluaðilar nái saman í dag. „Ef aðilar nálgast hvor annan betur þá erum við enga stund að klára þetta en það þarf hins vegar að mætast einhvers staðar,“ segir Sonja „Við erum í sjálfu sér alltaf að takast á um ein þrjú fjögur megin mál. Þar er stærstur launaliðurinn. Þá er þetta staðan hjá vinnuveitendum ekki sú sama. Okkur hefur gengið betur með sambandið og líka Reykjavíkurborg en ríkið er mjög þvert fyrir í þessum málum,“ segir Árni. Harpa Ólafsdóttir formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir markmiðið í dag að sitja við samningaborðið þar til semst. „Ég er alltaf vongóð þegar menn eru að setjast og gera sitt besta til að afstýra þessu,“ segir Harpa. Verkfall BSRB kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á skólahald og þjónustu við aldraða. „Þetta er hjá ríki og sveitarfélögum um landið allt. Þetta eru um fimmtán þúsund og sex hundruð manns sem eru að fara að leggja niður þá störf í tvo sólarhringa í senn og strax á morgun líka eru tilteknir hópar að fara að leggja niður ótímabundið störf. Þau eru að starfa hjá sýslumannsembættunum og skattinum og þau eru líka á þjónustusviði hjá borginni,“ segir Sonja. Árni segist ekki óttast að lög verði sett á verkföll vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. „Ég á ekki von á því að það verði sett lög. Við höfum svo sem eins og hefur komið fram komið á móts við kröfur eða óskir heilbrigðisyfirvalda. Við gáfum jú undanþágu á Landspítalanum og heilsugæslunni á mánudag og þriðjudag svo við höfum vissulega komið til móts við þær óskir,“ segir Árni. Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar ætla að funda í Karphúsinu í dag klukkan tvö. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. Samninganefndir aðildarfélaga BSRB og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands sveitarfélaga hittust í Karphúsinu klukkan tíu í morgun. Fundað var allan daginn og langt fram á kvöld í kjaradeilunni í gær. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, eins af aðildarfélögum BSRB sagði fyrir fundinn að dagurinn legðist þokkalega í hann. „Ég er svona miðlungs bjartsýnn að við náum þessu. Samt sem áður þá er heill dagur fram undan og það getur gerst margt á einum degi í samningum. Ég hef reynslu af því,“ segir Árni. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vonast til að deiluaðilar nái saman í dag. „Ef aðilar nálgast hvor annan betur þá erum við enga stund að klára þetta en það þarf hins vegar að mætast einhvers staðar,“ segir Sonja „Við erum í sjálfu sér alltaf að takast á um ein þrjú fjögur megin mál. Þar er stærstur launaliðurinn. Þá er þetta staðan hjá vinnuveitendum ekki sú sama. Okkur hefur gengið betur með sambandið og líka Reykjavíkurborg en ríkið er mjög þvert fyrir í þessum málum,“ segir Árni. Harpa Ólafsdóttir formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir markmiðið í dag að sitja við samningaborðið þar til semst. „Ég er alltaf vongóð þegar menn eru að setjast og gera sitt besta til að afstýra þessu,“ segir Harpa. Verkfall BSRB kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á skólahald og þjónustu við aldraða. „Þetta er hjá ríki og sveitarfélögum um landið allt. Þetta eru um fimmtán þúsund og sex hundruð manns sem eru að fara að leggja niður þá störf í tvo sólarhringa í senn og strax á morgun líka eru tilteknir hópar að fara að leggja niður ótímabundið störf. Þau eru að starfa hjá sýslumannsembættunum og skattinum og þau eru líka á þjónustusviði hjá borginni,“ segir Sonja. Árni segist ekki óttast að lög verði sett á verkföll vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. „Ég á ekki von á því að það verði sett lög. Við höfum svo sem eins og hefur komið fram komið á móts við kröfur eða óskir heilbrigðisyfirvalda. Við gáfum jú undanþágu á Landspítalanum og heilsugæslunni á mánudag og þriðjudag svo við höfum vissulega komið til móts við þær óskir,“ segir Árni. Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar ætla að funda í Karphúsinu í dag klukkan tvö.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira