Staðan langverst hjá yngsta aldurshópnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 13:32 Atvinnuleysi hefur aukist gríðarlega hjá fólki á aldrinum 16-24 ára en það mældist 17,7% á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Ljósmyndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Á öðrum ársfjórðungi 2020 mældist atvinnuleysi í landinu um 6,9% en að meðaltali voru 14.300 manns atvinnulausir. Atvinnuleysi eykst um 2,5% á milli ára. Staðan er langverst hjá yngsta aldurshópnum en atvinnuleysi mældist 17,7% hjá hópnum samanborið við 10,5% á sama tímabili í fyrra. Eins og vænta mátti bar annar ársfjórðungur á íslenskum vinnumarkaði þess merki að heimsfaraldur geisar. Hagstofan hefur birt tölur yfir annan ársfjórðung vinnumarkaðarins á Íslandi. „Það má segja að það séu þrír þættir sem séu hvað áhugaverðastir. Það er þessi aukning á atvinnuleysi og sérstaklega staða mála hjá ungu fólki. Við sjáum bæði að atvinnuleysi var 17,7% á öðrum ársfjórðungi 2020 sem er aukning úr 10,5% í fyrra en líka að hlutfall starfandi hefur lækkað úr 78,3% í 66,6% á einu ári.“ Þetta sagði Anton Örn Karlsson, deildarstjóri atvinnu, lífskjara og mannfjölda hjá Hagstofunni í hádegisfréttum bylgjunnar. Hagstofa Íslands Á öðrum ársfjórðungi þessa árs voru 53.500 manns utan vinnumarkaðar eða 20,4%. Það er aukning um 9.500 manns eða 3,3 prósentustig, frá árinu áður. Flestir sem voru utan vinnumarkaðar á öðrum ársfjórðungi tilheyra yngsta aldurshópnum:16-24 ára. „Þeir sem eru utan vinnumarkaðar eru þeir sem teljast vera óvirkir. Þeir eru ekki að leita sér að vinnu eða eru ekki tilbúnir til þess að hefja vinnu strax. Þannig að þetta eru þeir sem af einhverjum ástæðum eru ekki í virkir í vinnuleit eða tiltækir í starf strax.“ Á öðrum ársfjórðungi unnu að jafnaði 42,5% launafólks á aldrinum 25-64 ára aðalstarf sitt venjulega eða stundum í fjarvinnu heima, sem er 12,5% aukning frá árinu áður. „Þarna held ég að sé alveg ljóst að við erum að horfa á áhrif Covid í þessu. Það verður áhugavert að sjá hvort þetta haldi áfram, hvort þetta veðri breyting á fyrirkomulagi vinnunnar eða hvort þetta verði eitthvað sem kemur og fer þegar faraldrinum slotar,“ sagði Anton. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29 Sex sveitarfélög fá styrk vegna hruns í ferðaþjónustu Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. 18. ágúst 2020 14:48 Framhaldsskólanemar gefa stjórnvöldum falleinkunn Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, lýsir yfir vonbrigðum með að stjórnvöld hafi ekki birt skýra aðgerðaráætlun um hvernig kennslu í framhaldsskólum skuli háttað, nú þegar haustönn er um það bil að hefjast. 14. ágúst 2020 11:51 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Á öðrum ársfjórðungi 2020 mældist atvinnuleysi í landinu um 6,9% en að meðaltali voru 14.300 manns atvinnulausir. Atvinnuleysi eykst um 2,5% á milli ára. Staðan er langverst hjá yngsta aldurshópnum en atvinnuleysi mældist 17,7% hjá hópnum samanborið við 10,5% á sama tímabili í fyrra. Eins og vænta mátti bar annar ársfjórðungur á íslenskum vinnumarkaði þess merki að heimsfaraldur geisar. Hagstofan hefur birt tölur yfir annan ársfjórðung vinnumarkaðarins á Íslandi. „Það má segja að það séu þrír þættir sem séu hvað áhugaverðastir. Það er þessi aukning á atvinnuleysi og sérstaklega staða mála hjá ungu fólki. Við sjáum bæði að atvinnuleysi var 17,7% á öðrum ársfjórðungi 2020 sem er aukning úr 10,5% í fyrra en líka að hlutfall starfandi hefur lækkað úr 78,3% í 66,6% á einu ári.“ Þetta sagði Anton Örn Karlsson, deildarstjóri atvinnu, lífskjara og mannfjölda hjá Hagstofunni í hádegisfréttum bylgjunnar. Hagstofa Íslands Á öðrum ársfjórðungi þessa árs voru 53.500 manns utan vinnumarkaðar eða 20,4%. Það er aukning um 9.500 manns eða 3,3 prósentustig, frá árinu áður. Flestir sem voru utan vinnumarkaðar á öðrum ársfjórðungi tilheyra yngsta aldurshópnum:16-24 ára. „Þeir sem eru utan vinnumarkaðar eru þeir sem teljast vera óvirkir. Þeir eru ekki að leita sér að vinnu eða eru ekki tilbúnir til þess að hefja vinnu strax. Þannig að þetta eru þeir sem af einhverjum ástæðum eru ekki í virkir í vinnuleit eða tiltækir í starf strax.“ Á öðrum ársfjórðungi unnu að jafnaði 42,5% launafólks á aldrinum 25-64 ára aðalstarf sitt venjulega eða stundum í fjarvinnu heima, sem er 12,5% aukning frá árinu áður. „Þarna held ég að sé alveg ljóst að við erum að horfa á áhrif Covid í þessu. Það verður áhugavert að sjá hvort þetta haldi áfram, hvort þetta veðri breyting á fyrirkomulagi vinnunnar eða hvort þetta verði eitthvað sem kemur og fer þegar faraldrinum slotar,“ sagði Anton.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29 Sex sveitarfélög fá styrk vegna hruns í ferðaþjónustu Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. 18. ágúst 2020 14:48 Framhaldsskólanemar gefa stjórnvöldum falleinkunn Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, lýsir yfir vonbrigðum með að stjórnvöld hafi ekki birt skýra aðgerðaráætlun um hvernig kennslu í framhaldsskólum skuli háttað, nú þegar haustönn er um það bil að hefjast. 14. ágúst 2020 11:51 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29
Sex sveitarfélög fá styrk vegna hruns í ferðaþjónustu Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. 18. ágúst 2020 14:48
Framhaldsskólanemar gefa stjórnvöldum falleinkunn Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, lýsir yfir vonbrigðum með að stjórnvöld hafi ekki birt skýra aðgerðaráætlun um hvernig kennslu í framhaldsskólum skuli háttað, nú þegar haustönn er um það bil að hefjast. 14. ágúst 2020 11:51