Staðan langverst hjá yngsta aldurshópnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 13:32 Atvinnuleysi hefur aukist gríðarlega hjá fólki á aldrinum 16-24 ára en það mældist 17,7% á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Ljósmyndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Á öðrum ársfjórðungi 2020 mældist atvinnuleysi í landinu um 6,9% en að meðaltali voru 14.300 manns atvinnulausir. Atvinnuleysi eykst um 2,5% á milli ára. Staðan er langverst hjá yngsta aldurshópnum en atvinnuleysi mældist 17,7% hjá hópnum samanborið við 10,5% á sama tímabili í fyrra. Eins og vænta mátti bar annar ársfjórðungur á íslenskum vinnumarkaði þess merki að heimsfaraldur geisar. Hagstofan hefur birt tölur yfir annan ársfjórðung vinnumarkaðarins á Íslandi. „Það má segja að það séu þrír þættir sem séu hvað áhugaverðastir. Það er þessi aukning á atvinnuleysi og sérstaklega staða mála hjá ungu fólki. Við sjáum bæði að atvinnuleysi var 17,7% á öðrum ársfjórðungi 2020 sem er aukning úr 10,5% í fyrra en líka að hlutfall starfandi hefur lækkað úr 78,3% í 66,6% á einu ári.“ Þetta sagði Anton Örn Karlsson, deildarstjóri atvinnu, lífskjara og mannfjölda hjá Hagstofunni í hádegisfréttum bylgjunnar. Hagstofa Íslands Á öðrum ársfjórðungi þessa árs voru 53.500 manns utan vinnumarkaðar eða 20,4%. Það er aukning um 9.500 manns eða 3,3 prósentustig, frá árinu áður. Flestir sem voru utan vinnumarkaðar á öðrum ársfjórðungi tilheyra yngsta aldurshópnum:16-24 ára. „Þeir sem eru utan vinnumarkaðar eru þeir sem teljast vera óvirkir. Þeir eru ekki að leita sér að vinnu eða eru ekki tilbúnir til þess að hefja vinnu strax. Þannig að þetta eru þeir sem af einhverjum ástæðum eru ekki í virkir í vinnuleit eða tiltækir í starf strax.“ Á öðrum ársfjórðungi unnu að jafnaði 42,5% launafólks á aldrinum 25-64 ára aðalstarf sitt venjulega eða stundum í fjarvinnu heima, sem er 12,5% aukning frá árinu áður. „Þarna held ég að sé alveg ljóst að við erum að horfa á áhrif Covid í þessu. Það verður áhugavert að sjá hvort þetta haldi áfram, hvort þetta veðri breyting á fyrirkomulagi vinnunnar eða hvort þetta verði eitthvað sem kemur og fer þegar faraldrinum slotar,“ sagði Anton. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29 Sex sveitarfélög fá styrk vegna hruns í ferðaþjónustu Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. 18. ágúst 2020 14:48 Framhaldsskólanemar gefa stjórnvöldum falleinkunn Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, lýsir yfir vonbrigðum með að stjórnvöld hafi ekki birt skýra aðgerðaráætlun um hvernig kennslu í framhaldsskólum skuli háttað, nú þegar haustönn er um það bil að hefjast. 14. ágúst 2020 11:51 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Sjá meira
Á öðrum ársfjórðungi 2020 mældist atvinnuleysi í landinu um 6,9% en að meðaltali voru 14.300 manns atvinnulausir. Atvinnuleysi eykst um 2,5% á milli ára. Staðan er langverst hjá yngsta aldurshópnum en atvinnuleysi mældist 17,7% hjá hópnum samanborið við 10,5% á sama tímabili í fyrra. Eins og vænta mátti bar annar ársfjórðungur á íslenskum vinnumarkaði þess merki að heimsfaraldur geisar. Hagstofan hefur birt tölur yfir annan ársfjórðung vinnumarkaðarins á Íslandi. „Það má segja að það séu þrír þættir sem séu hvað áhugaverðastir. Það er þessi aukning á atvinnuleysi og sérstaklega staða mála hjá ungu fólki. Við sjáum bæði að atvinnuleysi var 17,7% á öðrum ársfjórðungi 2020 sem er aukning úr 10,5% í fyrra en líka að hlutfall starfandi hefur lækkað úr 78,3% í 66,6% á einu ári.“ Þetta sagði Anton Örn Karlsson, deildarstjóri atvinnu, lífskjara og mannfjölda hjá Hagstofunni í hádegisfréttum bylgjunnar. Hagstofa Íslands Á öðrum ársfjórðungi þessa árs voru 53.500 manns utan vinnumarkaðar eða 20,4%. Það er aukning um 9.500 manns eða 3,3 prósentustig, frá árinu áður. Flestir sem voru utan vinnumarkaðar á öðrum ársfjórðungi tilheyra yngsta aldurshópnum:16-24 ára. „Þeir sem eru utan vinnumarkaðar eru þeir sem teljast vera óvirkir. Þeir eru ekki að leita sér að vinnu eða eru ekki tilbúnir til þess að hefja vinnu strax. Þannig að þetta eru þeir sem af einhverjum ástæðum eru ekki í virkir í vinnuleit eða tiltækir í starf strax.“ Á öðrum ársfjórðungi unnu að jafnaði 42,5% launafólks á aldrinum 25-64 ára aðalstarf sitt venjulega eða stundum í fjarvinnu heima, sem er 12,5% aukning frá árinu áður. „Þarna held ég að sé alveg ljóst að við erum að horfa á áhrif Covid í þessu. Það verður áhugavert að sjá hvort þetta haldi áfram, hvort þetta veðri breyting á fyrirkomulagi vinnunnar eða hvort þetta verði eitthvað sem kemur og fer þegar faraldrinum slotar,“ sagði Anton.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29 Sex sveitarfélög fá styrk vegna hruns í ferðaþjónustu Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. 18. ágúst 2020 14:48 Framhaldsskólanemar gefa stjórnvöldum falleinkunn Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, lýsir yfir vonbrigðum með að stjórnvöld hafi ekki birt skýra aðgerðaráætlun um hvernig kennslu í framhaldsskólum skuli háttað, nú þegar haustönn er um það bil að hefjast. 14. ágúst 2020 11:51 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Sjá meira
Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29
Sex sveitarfélög fá styrk vegna hruns í ferðaþjónustu Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. 18. ágúst 2020 14:48
Framhaldsskólanemar gefa stjórnvöldum falleinkunn Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, lýsir yfir vonbrigðum með að stjórnvöld hafi ekki birt skýra aðgerðaráætlun um hvernig kennslu í framhaldsskólum skuli háttað, nú þegar haustönn er um það bil að hefjast. 14. ágúst 2020 11:51