Dæmdur í 55 ára fangelsi fyrir að aðstoða bróður sinn við árásina í Manchester Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 12:32 Hashem Abedi var fluttur í dómshúsið en neitaði að fara inn í sal. EPA/WILL OLIVER Hashem Abedi, bróðir mannsins sem sprengdi sig í loft upp þegar fjöldi fólks var að yfirgefa tónleika Ariana Grande í Manchester árið 2017, hefur verið dæmdur í 55 ára fangelsi. Hann var dæmdur fyrir að hjálpa bróður sínum, Salman Abedi, við árásina en 22 dóu í árásinni og hundruð særðust. Hashem, sem er 23 ára gamall, var dæmdur sekur í mars og þá meðal annars fyrir 22 morð, samkvæmt frétt Sky News. Hann hjálpaði bróður sínum að verða sér út um sprengiefni og að undirbúa árásina, sem var framkvæmd í stuðningi við Íslamska ríkið. Mánuði fyrir árásina fór Hashem til Líbíu. Hann var þó handtekinn í kjölfar árásarinnar og framseldur til Bretlands síðasta sumar. BREAKING: Hashem Abedi, the brother of Manchester Arena bomber Salman Abedi, has been sentenced to at least 55 years in prison for his part in the atrocity.Read more here: https://t.co/ipKdWWWs1j pic.twitter.com/XIFoWbKPzJ— SkyNews (@SkyNews) August 20, 2020 Hashem neitaði að fara í dómsal í morgun, þrátt fyrir að hann hafi verið fluttur í dómshúsið frá Belmarsh fangelsinu. Í dómsal í gær, fyrir refsiákvörðunina, mæltu fjölskyldumeðlimir fólks sem dó í árásinni. Þau sögðu frá sorg þeirra og skaðanum sem árásin olli. Aðrir sem lifðu árásina af en særðust sögðu einnig sögu sína. Einhverjir sögðust hafa þjáðst af samviskubiti yfir því að hafa lifað af á meðan aðrir gerðu það ekki og aðrir sögðust alla tíð síðan hafa verið lafandi hræddir við fólk með bakpoka um borð í lestum og strætisvögnum. Bretland Hryðjuverk í Manchester England Tengdar fréttir Ariana Grande með áfallastreituröskun Söngkonan Ariana Grande segir að hún muni aldrei getað talað um sprengjuárásina í Manchester án þess að bresta í grát. 5. júní 2018 08:50 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Hashem Abedi, bróðir mannsins sem sprengdi sig í loft upp þegar fjöldi fólks var að yfirgefa tónleika Ariana Grande í Manchester árið 2017, hefur verið dæmdur í 55 ára fangelsi. Hann var dæmdur fyrir að hjálpa bróður sínum, Salman Abedi, við árásina en 22 dóu í árásinni og hundruð særðust. Hashem, sem er 23 ára gamall, var dæmdur sekur í mars og þá meðal annars fyrir 22 morð, samkvæmt frétt Sky News. Hann hjálpaði bróður sínum að verða sér út um sprengiefni og að undirbúa árásina, sem var framkvæmd í stuðningi við Íslamska ríkið. Mánuði fyrir árásina fór Hashem til Líbíu. Hann var þó handtekinn í kjölfar árásarinnar og framseldur til Bretlands síðasta sumar. BREAKING: Hashem Abedi, the brother of Manchester Arena bomber Salman Abedi, has been sentenced to at least 55 years in prison for his part in the atrocity.Read more here: https://t.co/ipKdWWWs1j pic.twitter.com/XIFoWbKPzJ— SkyNews (@SkyNews) August 20, 2020 Hashem neitaði að fara í dómsal í morgun, þrátt fyrir að hann hafi verið fluttur í dómshúsið frá Belmarsh fangelsinu. Í dómsal í gær, fyrir refsiákvörðunina, mæltu fjölskyldumeðlimir fólks sem dó í árásinni. Þau sögðu frá sorg þeirra og skaðanum sem árásin olli. Aðrir sem lifðu árásina af en særðust sögðu einnig sögu sína. Einhverjir sögðust hafa þjáðst af samviskubiti yfir því að hafa lifað af á meðan aðrir gerðu það ekki og aðrir sögðust alla tíð síðan hafa verið lafandi hræddir við fólk með bakpoka um borð í lestum og strætisvögnum.
Bretland Hryðjuverk í Manchester England Tengdar fréttir Ariana Grande með áfallastreituröskun Söngkonan Ariana Grande segir að hún muni aldrei getað talað um sprengjuárásina í Manchester án þess að bresta í grát. 5. júní 2018 08:50 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Ariana Grande með áfallastreituröskun Söngkonan Ariana Grande segir að hún muni aldrei getað talað um sprengjuárásina í Manchester án þess að bresta í grát. 5. júní 2018 08:50