„Ákveðin bjögun“ fylgi því að hækka atvinnuleysisbætur Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 11:16 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra nefnir tvær ástæður fyrir því að hann telji óráð að hækka atvinnuleysisbætur, því fylgi t.a.m. ákveðin bjögun. Verkalýðshreyfingin og hagfræðingar hafa kallað eftir því, nú þegar atvinnuleysi hefur stóraukist og horft er fram á frekari uppsagnir í haust. Ráðherra segir stefnuna setta á að „halda sínu striki“ í ríkisfjármálunum, reka ríkissjóð með miklum halla en huga svo að umbótaverkefnum. Það muni skila besta mögulega atvinnustigi við þessar aðstæður. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var „heildaratvinnuleysið“ 8,8 prósent í júlímánuði. Almennt atvinnuleysi var 7,9 prósent í mánuðinum, sem var nokkur aukning frá því í maí og júni, en á móti minnkaði atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna jafnframt að hlutfall starfandi hefur lækkað milli ára, vinnustundum hefur fækkað verulega og fleiri eru utan vinnumarkaðar. Með haustinu er áætlað að enn fleiri detti út af vinnumarkaði, ekki síst vegna fyrirséðs ferðaþjónustufrosts. Atvinnuleysi er „ekki hlutskipti sem fólk almennt velur sér,“ að sögn Drífu Snædal forseta ASÍ og kallar hún eftir því að útgreiddar atvinnuleysisbætur verði hækkaðar og tímabilið þar sem fólk fær tekjutengdar bætur verði lengt. Tekur hún þar í sama streng og Þórunn Sveinbjarnadóttir, formaður BHM, en hún benti á að „háskólamenntaður sérfræðingur sem horfir fram á atvinnuleysi í eitt ár tapar um 335 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur að meðaltali á mánuði við að missa vinnuna.“ Hagfræðileg rök fyrir hækkun Hagfræðingurinn Ólafur Kjaran Árnason hefur jafnframt látið sig málið varða. Í nýlegri grein þar sem hann tíundar rökin fyrir því að hækka atvinnuleysisbætur fellst Ólafur á að hækkunin muni vissulega kosta sitt og tækur dæmi af kröfum ASÍ um 25 þúsund króna hækkun. „Jafnvel þó 17 þúsund manns yrðu án vinnu í heilt ár þá yrðu það ekki nema 25.000 * 17.000 * 12 = rúmlega 5 milljarðar, sem er slatti, en það er samt innan við 2 prósent af fyrirséðum halla ríkissjóðs á þessu ári. Auk þess sem stór hluti þessarar upphæðar skilar sér beint til baka í gegnum skatta og aukin efnahagsumsvif,“ skrifar Ólafur. Kostnaðurinn verði hins vegar „einfaldlega miklu meiri þegar upp er staðið ef við hlömmum öllum byrðunum af þessari kreppu á herðar þeirra sem missa vinnuna,“ að mati Ólafs. „Ef við fórnum þeim óheppnu. Fyrir utan hvað það væri aumt af okkur sem þjóð.“ Grunnatvinnuleysisbætur í dag eru 289.510 krónur á mánuði. Í þrjá mánuði fær fólk tekjutengdar atvinnuleysisbætur, sem eru 70 prósent af meðaltali heildarlauna, þó að hámarki 456.404 kr. á mánuði. Ekki hækka en lengja Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur ekki undir ofangreind sjónarmið um hækkun atvinnuleysisbóta á þessum tímapunkti. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist hann ekki telja það skynsamlegt að fara í hækkanir á „sjálfum bótagrunninum“ en bætti við að hann teldi tilefni til að skoða framlengingu tekjutengda tímabilsins. Bjarni segir ríkissjóð greiða „gríðarlegar fjárhæðir“ í atvinnuleysisbætur í dag. Um sé að ræða tryggingaréttindi sem fjármögnuð eru með atvinnutryggingagjaldi sem lagt er á fyrirtæki. Í því ljósi tiltók hann tvær ástæður fyrir því að hann tæki ekki undir ákall um að hækka atvinnuleysisbætur á þessum tímapunkti. Annars vegar sagði Bjarni að því fylgdi „ákveðin bjögun.“ Að hans áliti þurfi að vera „ákveðinn munur á atvinnuleysisbótum og lágmarkslaunum, til þess að það sé einhver „nauðsynlegur hvati“ til þess að stíga inn á vinnumarkaðinn og út úr bótakerfinu.“ Jafnframt hugnist fjármálaráðherra ekki að „leggja viðbótarálögur á atvinnurekendur vegna atvinnutryggingagjalds en það er það síðasta sem ég tel að muni hjálpa okkur við að skapa ný störf, að auka enn frekar álögur á atvinnulífið,“ sagði Bjarni í Bítinu. Fyrrnefndur Ólafur er þó annarar skoðunar, „það er ekkert sem segir að hækkun atvinnuleysisbóta núna kalli á hækkun tryggingagjalds strax,“ skrifar hagfræðingurinn. Ríkissjóður haldi sínu striki í hallanum Í Bítinu ræddi Bjarni um stöðu ríkisfjármála og næstu skref, eins og hann gerði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Bjarni boðar hvorki niðurskurð né aukna tekjuöflun ríkissjóðs í gegnum skattahækkanir. Ætlunin sé að „halda sínu striki í ríkisfjármálum,“ ekki stofna til nýrra útgjalda heldur fjármagna „Covid-útgjöldin.“ Ríkissjóði verði leyft að fara í halla í einhvern tíma til að halda örvun í hagkerfinu og að honum loknum verði ráðist í umbótaverkefni og fjárfestingar, t.d. í innviðum og nýsköpun. Það muni skapa ákveðinn grunn og segist Bjarni telja að þessi nálgun muni skila „besta mögulega atvinnustigi við þessar aðstæður.“ Viðtalið við hann í Bítinu má heyra í heild hér að ofan. Vinnumarkaður Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Fjármálaráðherra nefnir tvær ástæður fyrir því að hann telji óráð að hækka atvinnuleysisbætur, því fylgi t.a.m. ákveðin bjögun. Verkalýðshreyfingin og hagfræðingar hafa kallað eftir því, nú þegar atvinnuleysi hefur stóraukist og horft er fram á frekari uppsagnir í haust. Ráðherra segir stefnuna setta á að „halda sínu striki“ í ríkisfjármálunum, reka ríkissjóð með miklum halla en huga svo að umbótaverkefnum. Það muni skila besta mögulega atvinnustigi við þessar aðstæður. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var „heildaratvinnuleysið“ 8,8 prósent í júlímánuði. Almennt atvinnuleysi var 7,9 prósent í mánuðinum, sem var nokkur aukning frá því í maí og júni, en á móti minnkaði atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna jafnframt að hlutfall starfandi hefur lækkað milli ára, vinnustundum hefur fækkað verulega og fleiri eru utan vinnumarkaðar. Með haustinu er áætlað að enn fleiri detti út af vinnumarkaði, ekki síst vegna fyrirséðs ferðaþjónustufrosts. Atvinnuleysi er „ekki hlutskipti sem fólk almennt velur sér,“ að sögn Drífu Snædal forseta ASÍ og kallar hún eftir því að útgreiddar atvinnuleysisbætur verði hækkaðar og tímabilið þar sem fólk fær tekjutengdar bætur verði lengt. Tekur hún þar í sama streng og Þórunn Sveinbjarnadóttir, formaður BHM, en hún benti á að „háskólamenntaður sérfræðingur sem horfir fram á atvinnuleysi í eitt ár tapar um 335 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur að meðaltali á mánuði við að missa vinnuna.“ Hagfræðileg rök fyrir hækkun Hagfræðingurinn Ólafur Kjaran Árnason hefur jafnframt látið sig málið varða. Í nýlegri grein þar sem hann tíundar rökin fyrir því að hækka atvinnuleysisbætur fellst Ólafur á að hækkunin muni vissulega kosta sitt og tækur dæmi af kröfum ASÍ um 25 þúsund króna hækkun. „Jafnvel þó 17 þúsund manns yrðu án vinnu í heilt ár þá yrðu það ekki nema 25.000 * 17.000 * 12 = rúmlega 5 milljarðar, sem er slatti, en það er samt innan við 2 prósent af fyrirséðum halla ríkissjóðs á þessu ári. Auk þess sem stór hluti þessarar upphæðar skilar sér beint til baka í gegnum skatta og aukin efnahagsumsvif,“ skrifar Ólafur. Kostnaðurinn verði hins vegar „einfaldlega miklu meiri þegar upp er staðið ef við hlömmum öllum byrðunum af þessari kreppu á herðar þeirra sem missa vinnuna,“ að mati Ólafs. „Ef við fórnum þeim óheppnu. Fyrir utan hvað það væri aumt af okkur sem þjóð.“ Grunnatvinnuleysisbætur í dag eru 289.510 krónur á mánuði. Í þrjá mánuði fær fólk tekjutengdar atvinnuleysisbætur, sem eru 70 prósent af meðaltali heildarlauna, þó að hámarki 456.404 kr. á mánuði. Ekki hækka en lengja Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur ekki undir ofangreind sjónarmið um hækkun atvinnuleysisbóta á þessum tímapunkti. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist hann ekki telja það skynsamlegt að fara í hækkanir á „sjálfum bótagrunninum“ en bætti við að hann teldi tilefni til að skoða framlengingu tekjutengda tímabilsins. Bjarni segir ríkissjóð greiða „gríðarlegar fjárhæðir“ í atvinnuleysisbætur í dag. Um sé að ræða tryggingaréttindi sem fjármögnuð eru með atvinnutryggingagjaldi sem lagt er á fyrirtæki. Í því ljósi tiltók hann tvær ástæður fyrir því að hann tæki ekki undir ákall um að hækka atvinnuleysisbætur á þessum tímapunkti. Annars vegar sagði Bjarni að því fylgdi „ákveðin bjögun.“ Að hans áliti þurfi að vera „ákveðinn munur á atvinnuleysisbótum og lágmarkslaunum, til þess að það sé einhver „nauðsynlegur hvati“ til þess að stíga inn á vinnumarkaðinn og út úr bótakerfinu.“ Jafnframt hugnist fjármálaráðherra ekki að „leggja viðbótarálögur á atvinnurekendur vegna atvinnutryggingagjalds en það er það síðasta sem ég tel að muni hjálpa okkur við að skapa ný störf, að auka enn frekar álögur á atvinnulífið,“ sagði Bjarni í Bítinu. Fyrrnefndur Ólafur er þó annarar skoðunar, „það er ekkert sem segir að hækkun atvinnuleysisbóta núna kalli á hækkun tryggingagjalds strax,“ skrifar hagfræðingurinn. Ríkissjóður haldi sínu striki í hallanum Í Bítinu ræddi Bjarni um stöðu ríkisfjármála og næstu skref, eins og hann gerði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Bjarni boðar hvorki niðurskurð né aukna tekjuöflun ríkissjóðs í gegnum skattahækkanir. Ætlunin sé að „halda sínu striki í ríkisfjármálum,“ ekki stofna til nýrra útgjalda heldur fjármagna „Covid-útgjöldin.“ Ríkissjóði verði leyft að fara í halla í einhvern tíma til að halda örvun í hagkerfinu og að honum loknum verði ráðist í umbótaverkefni og fjárfestingar, t.d. í innviðum og nýsköpun. Það muni skapa ákveðinn grunn og segist Bjarni telja að þessi nálgun muni skila „besta mögulega atvinnustigi við þessar aðstæður.“ Viðtalið við hann í Bítinu má heyra í heild hér að ofan.
Vinnumarkaður Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun