Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 11:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. Það gerði forsetinn vegna þess að það fólk sem aðhyllist Qanon „líkar vel við mig,“ eins og hann orðaði það á blaðamannafundi í gær. Í stuttu máli sagt, þá snýst þessi hreyfing um það að Trump sé að há leynilega baráttu gegn neti djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórna heiminum á bakvið tjöldin og neyta blóðs barna til að halda sér ungir. Þar að auki fylgja hreyfingunni aðrar innihaldslausar samsæriskenningar um skotárásir, bóluefni, að bylgjur frá 5G sendum valdi Covid-19 og ýmislegt annað. Stuðningsmenn hreyfingarinnar hafa framið ofbeldi í Bandaríkjunum. Hreyfingin hefur verið að auka umsvif sín í Bandaríkjunum og til að mynda eru þó nokkrir stuðningsmenn hennar að bjóða sig fram til þings. Af þeim er Marjorie Taylor Greene líklegast sú eina sem mun ná á þing en hún vann nýverið forval Repúblikanaflokksins í kjördæmi sínu í Georgíu. Hún hefur ítrekað lýst stuðningi sínum við Qanon auk þess sem hún hefur einnig ítrekað send frá sér rasískar færslur á samfélagsmiðlum. Trump lýsti henni á Twitter sem rísandi stjörnu Repúblikanaflokksins. Congratulations to future Republican Star Marjorie Taylor Greene on a big Congressional primary win in Georgia against a very tough and smart opponent. Marjorie is strong on everything and never gives up - a real WINNER!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2020 Trump var spurður út í hreyfinguna á blaðamannafundi í gær þar sagðist hann ekki vita mikið um hana, annað en það að meðlimum hennar væri vel við hann. Það kynni hann að meta. Hann sagðist einnig hafa heyrt af auknum vinsældum Qanon og sagði að fólk þetta elskaði Bandaríkin. Hann væri að berjast gegn því að vinstri sinnuð öfl rústuðu Bandaríkjunum og í kjölfarið heiminum öllum. Þegar blaðamaður kynnti helstu áherslur Qanon fyrir Trump sagði hann: „Á það að vera gott eða slæmt?“ Starfsmenn Facebook fjarlægðu nýverið 790 hópa af samfélagsmiðlinum sem snúa að Qanon. Einnig var gripið til aðgerða gegn fjölmörgum síðum og aðilum á Facebook og Instagram. Til sambærilegra aðgerða hefur verið gripið á Youtube, Twitter, Reddit og öðrum miðlum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. Það gerði forsetinn vegna þess að það fólk sem aðhyllist Qanon „líkar vel við mig,“ eins og hann orðaði það á blaðamannafundi í gær. Í stuttu máli sagt, þá snýst þessi hreyfing um það að Trump sé að há leynilega baráttu gegn neti djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórna heiminum á bakvið tjöldin og neyta blóðs barna til að halda sér ungir. Þar að auki fylgja hreyfingunni aðrar innihaldslausar samsæriskenningar um skotárásir, bóluefni, að bylgjur frá 5G sendum valdi Covid-19 og ýmislegt annað. Stuðningsmenn hreyfingarinnar hafa framið ofbeldi í Bandaríkjunum. Hreyfingin hefur verið að auka umsvif sín í Bandaríkjunum og til að mynda eru þó nokkrir stuðningsmenn hennar að bjóða sig fram til þings. Af þeim er Marjorie Taylor Greene líklegast sú eina sem mun ná á þing en hún vann nýverið forval Repúblikanaflokksins í kjördæmi sínu í Georgíu. Hún hefur ítrekað lýst stuðningi sínum við Qanon auk þess sem hún hefur einnig ítrekað send frá sér rasískar færslur á samfélagsmiðlum. Trump lýsti henni á Twitter sem rísandi stjörnu Repúblikanaflokksins. Congratulations to future Republican Star Marjorie Taylor Greene on a big Congressional primary win in Georgia against a very tough and smart opponent. Marjorie is strong on everything and never gives up - a real WINNER!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2020 Trump var spurður út í hreyfinguna á blaðamannafundi í gær þar sagðist hann ekki vita mikið um hana, annað en það að meðlimum hennar væri vel við hann. Það kynni hann að meta. Hann sagðist einnig hafa heyrt af auknum vinsældum Qanon og sagði að fólk þetta elskaði Bandaríkin. Hann væri að berjast gegn því að vinstri sinnuð öfl rústuðu Bandaríkjunum og í kjölfarið heiminum öllum. Þegar blaðamaður kynnti helstu áherslur Qanon fyrir Trump sagði hann: „Á það að vera gott eða slæmt?“ Starfsmenn Facebook fjarlægðu nýverið 790 hópa af samfélagsmiðlinum sem snúa að Qanon. Einnig var gripið til aðgerða gegn fjölmörgum síðum og aðilum á Facebook og Instagram. Til sambærilegra aðgerða hefur verið gripið á Youtube, Twitter, Reddit og öðrum miðlum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59