Mun meira vitað um veiruna en fyrir nokkrum mánuðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. ágúst 2020 17:54 Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum. Vísir/Bjarni Einarsson Sérnámslæknir í lyflækningum segir að mun meira sé vitað um kórónuveiruna SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, heldur en fyrir sex mánuðum síðan. Þannig hafi til að mynda verið rannsakað hvernig veiran berst á milli manna, en í upphafi faraldurs hennar í lok síðasta árs, var margt á huldu um smitleiðir veirunnar. „Þetta hefur talsvert verið rannsakað og það sem flækir aðeins myndina er hversu erfitt það getur verið að rannsaka akkúrat þetta, hvernig veiran dreifist. Það er ekki svo einfalt að „veiran er þarna, þar af leiðandi smitast hún þaðan.“ Það er því miður ekki alveg svo þægilegt. Það þarf tvennt að fara saman; veiran þarf að finnast í tilteknum vökva eða öðrum hlut og þetta þarf að vera veira sem er smitandi, eða virk, eins og það er kallað,“ segir Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum hjá Landspítalanum. Hann var til viðtals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Jón Magnús segir að miðað við fyrirliggjandi gögn sé ljóst að veiran dreifist fyrst og fremst með dropa- og snertismiti. Það þýðir að veiran dreifist með vökva frá efri og neðri öndunarfærum og berist beint milli fólks með dropum sem það gefur frá sér þegar það talar og hnerrar, eða óbeint þegar sömu dropar lenda á einhverjum fleti, annað fólk kemst í tæri við dropana og ber þá síðan, óafvitandi, að andlitinu á sér. Hann segir þá að veiran virðist þannig ekki dreifast í gegn um svita, hægðum, þvagi eða öðrum líkamsvessum. Til að mynda smitist veiran ekki með líkamsvessum í kynlífi, þó að nándin sem skapast við kynlíf geti vissulega aukið smithættu. „Þetta eru aðallega þessir dropar frá öndunarfærum. En það sem það þýðir er að aðstæður þar sem við erum að gefa mikið frá okkur, úða og dropa frá öndunarfærum, eins og til dæmis í ræktinni þar sem við erum að anda hraðar og gefum frá okkur meira af þessum dropum, það samt sem áður getur verið smitandi. En það er ekki svitinn og það eru ekki tárin og það eru ekki þessar leiðir sem eru ráðandi í dreifingu Covid-19.“ Handþvotturinn mikilvægur sem fyrr Jón Magnús segir að rannsóknir hafi einnig leitt í ljós að kórónuveiran sé afar lífseig á ýmiskonar snertiflötum, svo sem viðar- og plastyfirborði, samanborið við margar aðrar veirur. Veiran sé þó jafn viðkvæm fyrir sótthreinsandi efnum, eins og spritti, og flestar aðrar veirur. „Bæði handþvottur og spritt leiða til þess að við óvirkjum veiruna og gerum hana ekki smitandi.“ Hann segir að aðalatriði í handþvotti sé að nudda hendurnar vel með sápu og þá í allra minnst 15 sekúndur. Hvað spritt varðar þá segir hann þumalputtaregluna vera þá að hendur skuli bleyttar algerlega með spritti, sótthreinsandi geli eða öðru sambærilegu efni. Að því loknu þurfi að leyfa efninu að þorna á höndunum. „Þegar það er búið, þá er veiran óvirk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Sérnámslæknir í lyflækningum segir að mun meira sé vitað um kórónuveiruna SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, heldur en fyrir sex mánuðum síðan. Þannig hafi til að mynda verið rannsakað hvernig veiran berst á milli manna, en í upphafi faraldurs hennar í lok síðasta árs, var margt á huldu um smitleiðir veirunnar. „Þetta hefur talsvert verið rannsakað og það sem flækir aðeins myndina er hversu erfitt það getur verið að rannsaka akkúrat þetta, hvernig veiran dreifist. Það er ekki svo einfalt að „veiran er þarna, þar af leiðandi smitast hún þaðan.“ Það er því miður ekki alveg svo þægilegt. Það þarf tvennt að fara saman; veiran þarf að finnast í tilteknum vökva eða öðrum hlut og þetta þarf að vera veira sem er smitandi, eða virk, eins og það er kallað,“ segir Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum hjá Landspítalanum. Hann var til viðtals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Jón Magnús segir að miðað við fyrirliggjandi gögn sé ljóst að veiran dreifist fyrst og fremst með dropa- og snertismiti. Það þýðir að veiran dreifist með vökva frá efri og neðri öndunarfærum og berist beint milli fólks með dropum sem það gefur frá sér þegar það talar og hnerrar, eða óbeint þegar sömu dropar lenda á einhverjum fleti, annað fólk kemst í tæri við dropana og ber þá síðan, óafvitandi, að andlitinu á sér. Hann segir þá að veiran virðist þannig ekki dreifast í gegn um svita, hægðum, þvagi eða öðrum líkamsvessum. Til að mynda smitist veiran ekki með líkamsvessum í kynlífi, þó að nándin sem skapast við kynlíf geti vissulega aukið smithættu. „Þetta eru aðallega þessir dropar frá öndunarfærum. En það sem það þýðir er að aðstæður þar sem við erum að gefa mikið frá okkur, úða og dropa frá öndunarfærum, eins og til dæmis í ræktinni þar sem við erum að anda hraðar og gefum frá okkur meira af þessum dropum, það samt sem áður getur verið smitandi. En það er ekki svitinn og það eru ekki tárin og það eru ekki þessar leiðir sem eru ráðandi í dreifingu Covid-19.“ Handþvotturinn mikilvægur sem fyrr Jón Magnús segir að rannsóknir hafi einnig leitt í ljós að kórónuveiran sé afar lífseig á ýmiskonar snertiflötum, svo sem viðar- og plastyfirborði, samanborið við margar aðrar veirur. Veiran sé þó jafn viðkvæm fyrir sótthreinsandi efnum, eins og spritti, og flestar aðrar veirur. „Bæði handþvottur og spritt leiða til þess að við óvirkjum veiruna og gerum hana ekki smitandi.“ Hann segir að aðalatriði í handþvotti sé að nudda hendurnar vel með sápu og þá í allra minnst 15 sekúndur. Hvað spritt varðar þá segir hann þumalputtaregluna vera þá að hendur skuli bleyttar algerlega með spritti, sótthreinsandi geli eða öðru sambærilegu efni. Að því loknu þurfi að leyfa efninu að þorna á höndunum. „Þegar það er búið, þá er veiran óvirk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira