Vill losna undan stjórn föður síns Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2020 07:51 Söngkonan Britney Spears var ein stærsta stjarna tónlistarheimsins í kringum aldamótin. Getty Bandaríska söngkonan Britney Spears leitaði í gær til dómstóla í tilraun til að koma í veg fyrir að faðir hennar verði lögráðamaður hennar á ný. Faðirinn, James Spears, hefur farið með hlutverk lögráðamanns dóttur sinnar stærstan hluta síðustu tólf ára. AP segir frá þessu. Spears var nauðungavistuð á geðdeild árið 2008 og í kjölfarið svipt sjálfræði og fjárræði. Faðir hennar og lögfræðingur hafa gegnt hlutverki lögræðamanna hennar síðan og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. James Spears snúi ekki aftur í fyrra hlutverk James Spears lét tímabundið af hlutverki lögráðamanns hennar á síðasta ári vegna vanheilsu. Hin 38 ára Britney sækist nú eftir því að hann snúi ekki aftur í það hlutverk. „Britney er mjög andsnúin því að James snúi aftur sem lögráðamaður hennar,“ segir í skjölum sem lögmaður söngkonunnar kynnti í gær. James Spears og lögfræðingurinn Andrew M. Wallet voru saman lögráðamenn söngkonunnar á árunum 2008 til 2019, en snemma á síðasta ári ákvað Wallet að hætta. Var faðir hennar því um tíma einn lögráðamaður dóttur sinnar, og segist Britney ekki vilja að það gerist á ný. Verði varanlegur lögráðamaður Vill Britney að Jodi Montgomery, sem hefur verið lögráðamaður hennar til bráðabirgða, verði það varanlega. Hún sækist þó ekki sérstaklega eftir því að binda enda á fyrirkomulagið um að hafa lögráðamann. Það hafi bjargað henni frá glötun. Í skjölum lögfræðins Britney kemur einnig fram að ekki standi til að Britney komi fram á sviði á næstunni, en það gerðist síðast í byrjun síðasta árs. Hún hafði þá verið með fastar sýningar í Las Vegas um tíma. Bandaríkin Tónlist Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Sjá meira
Bandaríska söngkonan Britney Spears leitaði í gær til dómstóla í tilraun til að koma í veg fyrir að faðir hennar verði lögráðamaður hennar á ný. Faðirinn, James Spears, hefur farið með hlutverk lögráðamanns dóttur sinnar stærstan hluta síðustu tólf ára. AP segir frá þessu. Spears var nauðungavistuð á geðdeild árið 2008 og í kjölfarið svipt sjálfræði og fjárræði. Faðir hennar og lögfræðingur hafa gegnt hlutverki lögræðamanna hennar síðan og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. James Spears snúi ekki aftur í fyrra hlutverk James Spears lét tímabundið af hlutverki lögráðamanns hennar á síðasta ári vegna vanheilsu. Hin 38 ára Britney sækist nú eftir því að hann snúi ekki aftur í það hlutverk. „Britney er mjög andsnúin því að James snúi aftur sem lögráðamaður hennar,“ segir í skjölum sem lögmaður söngkonunnar kynnti í gær. James Spears og lögfræðingurinn Andrew M. Wallet voru saman lögráðamenn söngkonunnar á árunum 2008 til 2019, en snemma á síðasta ári ákvað Wallet að hætta. Var faðir hennar því um tíma einn lögráðamaður dóttur sinnar, og segist Britney ekki vilja að það gerist á ný. Verði varanlegur lögráðamaður Vill Britney að Jodi Montgomery, sem hefur verið lögráðamaður hennar til bráðabirgða, verði það varanlega. Hún sækist þó ekki sérstaklega eftir því að binda enda á fyrirkomulagið um að hafa lögráðamann. Það hafi bjargað henni frá glötun. Í skjölum lögfræðins Britney kemur einnig fram að ekki standi til að Britney komi fram á sviði á næstunni, en það gerðist síðast í byrjun síðasta árs. Hún hafði þá verið með fastar sýningar í Las Vegas um tíma.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Sjá meira