„Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2020 16:58 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hvetja alla til þess að fara eftir tveggja metra reglunni. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. Í reglugerð sem gefin var út er aðeins kveðið á um skyldu rekstraraðila og vinnuveitenda til þess að tryggja það að fólk geti viðhaldið fjarlægðarmörkum. Þannig telur Þórólfur að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hafi ekki gerst brotleg við sóttvarnalög þegar hún hitti vinkonur sínar síðustu helgi. Hún hafi ekki fylgt umræddum leiðbeiningum en líkt og áður sagði: „Það er ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga til að fara eftir tveggja metra reglunni,“ segir Þórólfur sem ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir ákveðið misræmi vera í orðalagi hvað varðar tveggja metra regluna í þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út. Það geti valdið misskilningi og það þurfi að samræma og laga. Mörg grá svæði séu til staðar þegar kemur að því að viðhalda fjarlægðarmörkum og hefur hann kosið að orða það svo að óskyldir og ótengdir einstaklingar eigi að fara eftir tveggja metra reglunni. „Ráðherra hefur ekki farið eftir þessum leiðbeiningum en hann hefur ekki brotið reglugerðina.“ Hann segir því val hvers og eins hvenær og þá hvort þeir viðhaldi tveggja metra fjarlægð í samskiptum við aðra. Fólk eigi að geta dæmt um það hvenær það sé best að viðhalda fjarlægðarmörkum með tilliti til þess hversu tengdir þeir eru viðkomandi. „Það eru kannski vinir, vandamenn, vinnufélagar til dæmis. Á vinnustöðum þarf vinnuveitandi að tryggja þessa tveggja metra reglu og tryggja að fólk geti viðhaft þessa tveggja metra reglu. Síðan er það einstaklinganna að ákveða hvort þeir ætli að fara eftir þessum leiðbeiningum,“ segir Þórólfur, sem hvetur þó langflesta til þess að fara eftir tveggja metra reglunni ef mögulegt er. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þórólf. Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. 17. ágúst 2020 18:30 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. Í reglugerð sem gefin var út er aðeins kveðið á um skyldu rekstraraðila og vinnuveitenda til þess að tryggja það að fólk geti viðhaldið fjarlægðarmörkum. Þannig telur Þórólfur að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hafi ekki gerst brotleg við sóttvarnalög þegar hún hitti vinkonur sínar síðustu helgi. Hún hafi ekki fylgt umræddum leiðbeiningum en líkt og áður sagði: „Það er ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga til að fara eftir tveggja metra reglunni,“ segir Þórólfur sem ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir ákveðið misræmi vera í orðalagi hvað varðar tveggja metra regluna í þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út. Það geti valdið misskilningi og það þurfi að samræma og laga. Mörg grá svæði séu til staðar þegar kemur að því að viðhalda fjarlægðarmörkum og hefur hann kosið að orða það svo að óskyldir og ótengdir einstaklingar eigi að fara eftir tveggja metra reglunni. „Ráðherra hefur ekki farið eftir þessum leiðbeiningum en hann hefur ekki brotið reglugerðina.“ Hann segir því val hvers og eins hvenær og þá hvort þeir viðhaldi tveggja metra fjarlægð í samskiptum við aðra. Fólk eigi að geta dæmt um það hvenær það sé best að viðhalda fjarlægðarmörkum með tilliti til þess hversu tengdir þeir eru viðkomandi. „Það eru kannski vinir, vandamenn, vinnufélagar til dæmis. Á vinnustöðum þarf vinnuveitandi að tryggja þessa tveggja metra reglu og tryggja að fólk geti viðhaft þessa tveggja metra reglu. Síðan er það einstaklinganna að ákveða hvort þeir ætli að fara eftir þessum leiðbeiningum,“ segir Þórólfur, sem hvetur þó langflesta til þess að fara eftir tveggja metra reglunni ef mögulegt er. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þórólf.
Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. 17. ágúst 2020 18:30 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. 17. ágúst 2020 18:30
Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01