Alexandre Lacazette skoraði sigurmark Arsenal í kvöld þegar liðið vann Olympiacos á útivelli í Grikklandi, 1-0, í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta.
Lacazette skoraði markið mikilvæga tíu mínútum fyrir leikslok, eftir laglega sendingu frá Bukayo Saka þvert fyrir markið.
Seinni leikur liðanna fer fram í Lundúnum eftir viku.
Arsenal gerði góða ferð til Grikklands
