Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2020 11:47 Guðmundur Gunnarsson lét af störfum sem bæjarstjóri í janúar. Engar aðrar upplýsingar en ólík sýn hans og bæjarstjórnar var gefin á uppsögninni. Vísir/Egill Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. Tíðindin af uppsögn Guðmundar þann 27. janúar vöktu nokkra athygli. Hann hafði verið áberandi í fréttum vikurnar tvær á undan eftir að snjóflóð féllu á Flateyri sem ollu miklu tjóni og munaði mjóu að manntjón yrði af. Í tilkynningu frá bæjarstjórn vegna uppsagnarinnar sagði að báðir aðilar teldu best fyrir alla að leiðir skildu. Guðmundur sagði starfslokin ekki hafa átt sér langan aðdraganda. Það hefði verið draumur fjölskyldunnar að flytja heim á Vestfirði en Guðmundur er sjálfur Bolvíkingur. Marzelíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknar, og Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Flokkarnir mynda meirihluta í bæjarstjórninni. Framsókn með tvo fulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn þrjá. Hvorki hann né bæjarfulltrúar vildu ræða starfslokin á öðrum nótum en um ólíka sýn aðila væri að ræða. Hann væri þó þakklátur fyrir eitt og hálft ár í starfi bæjarstjóra. „Þetta er skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Ég lagði hjarta og sál í þetta starf. Það tekur enginn frá mér.“ Telja sig ekki velkomin í bænum Nú er komið annað hljóð í strokkinn og segir Guðmundur að fjölskyldunni líði ekki vel. Þeim finnist þau ekki velkomin í samfélaginu. „Við höfum ákveðið að flytja frá Ísafirði. Það var ekkert endilega augljósasti kosturinn í stöðunni eftir starfslokin í janúar. Hér hefur okkur liðið mjög vel, keypt okkur hús, börnin hafa aðlagast og við notið þess að vera nálægt vinum, fjölskyldu, fjöllum og heimahögum,“ segir Guðmundur. Sjá einnig: Daníel segist örugglega vera frekur karl Birgir Gunnarsson, verðandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, á verk að vinna fyrir vestan ef marka má frásögn fráfarandi bæjarstjóra af samskiptum við stjórnmálamenn þar.Vísir „Það er sannarlega skrítin tilfinning að finnast maður ekki lengur velkominn í samfélaginu sem ól mann upp. En þannig er það nú samt. Hér líður okkur ekki lengur vel. Atburðir síðustu vikna hafa gert það að verkum. Ekki síst þær furðuskýringar sem grasserað hafa í kjölfar starfslokanna.“ Guðmundur segir að staðan sé einfaldlega svona. „Við sjáum okkar sæng upp reidda og viljum ekki vera hluti af samfélagi þar sem fyrirferðamiklar stjórnmálahreyfingar umbera fantabrögð freka kallsins og dreifa svo rógburði til að réttlæta þau.“ Skilja dökku minningarnar eftir Þau séu því á leiðinni í burtu frá Ísafirði. „Við flytjum því að heiman öðru sinni á lífsleiðinni en förum héðan með stútfullan bakpoka af skínandi góðum minningum. Hér eigum við marga góða vini og fyrrverandi samstarfsfélaga. Fólk sem við treystum, vitum að skilur málavexti og þekkir okkur. Við erum reynslunni ríkari og höfum lært heilmikið um mannlegt eðli og innræti. Bæði dökkar hliðar og ljósar. Dökku minningarnar ætlum við að skilja eftir fyrir vestan. Flokka þær sem spilliefni. Þær ljósu tökum við með okkur á nýjan stað. Til moltugerðar og næringar.“ Vestfirðir muni samt alltaf eiga hjörtu þeirra. Það breytist ekki. Framtíðin sé björt. „Sjáumst síðar. Takk og bless.“ Ísafjarðarbær Vistaskipti Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Forseti bæjarstjórnar segir tímasetningu starfsloka óheppilega Kristján Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, segir starfslok Guðmundar Gunnarssonar bæjarstjóra ekkert hafa með snjólóðin á Flateyri og Suðureyri að gera. 27. janúar 2020 12:36 Fær sex mánaða laun Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín. 29. janúar 2020 23:30 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. Tíðindin af uppsögn Guðmundar þann 27. janúar vöktu nokkra athygli. Hann hafði verið áberandi í fréttum vikurnar tvær á undan eftir að snjóflóð féllu á Flateyri sem ollu miklu tjóni og munaði mjóu að manntjón yrði af. Í tilkynningu frá bæjarstjórn vegna uppsagnarinnar sagði að báðir aðilar teldu best fyrir alla að leiðir skildu. Guðmundur sagði starfslokin ekki hafa átt sér langan aðdraganda. Það hefði verið draumur fjölskyldunnar að flytja heim á Vestfirði en Guðmundur er sjálfur Bolvíkingur. Marzelíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknar, og Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Flokkarnir mynda meirihluta í bæjarstjórninni. Framsókn með tvo fulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn þrjá. Hvorki hann né bæjarfulltrúar vildu ræða starfslokin á öðrum nótum en um ólíka sýn aðila væri að ræða. Hann væri þó þakklátur fyrir eitt og hálft ár í starfi bæjarstjóra. „Þetta er skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Ég lagði hjarta og sál í þetta starf. Það tekur enginn frá mér.“ Telja sig ekki velkomin í bænum Nú er komið annað hljóð í strokkinn og segir Guðmundur að fjölskyldunni líði ekki vel. Þeim finnist þau ekki velkomin í samfélaginu. „Við höfum ákveðið að flytja frá Ísafirði. Það var ekkert endilega augljósasti kosturinn í stöðunni eftir starfslokin í janúar. Hér hefur okkur liðið mjög vel, keypt okkur hús, börnin hafa aðlagast og við notið þess að vera nálægt vinum, fjölskyldu, fjöllum og heimahögum,“ segir Guðmundur. Sjá einnig: Daníel segist örugglega vera frekur karl Birgir Gunnarsson, verðandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, á verk að vinna fyrir vestan ef marka má frásögn fráfarandi bæjarstjóra af samskiptum við stjórnmálamenn þar.Vísir „Það er sannarlega skrítin tilfinning að finnast maður ekki lengur velkominn í samfélaginu sem ól mann upp. En þannig er það nú samt. Hér líður okkur ekki lengur vel. Atburðir síðustu vikna hafa gert það að verkum. Ekki síst þær furðuskýringar sem grasserað hafa í kjölfar starfslokanna.“ Guðmundur segir að staðan sé einfaldlega svona. „Við sjáum okkar sæng upp reidda og viljum ekki vera hluti af samfélagi þar sem fyrirferðamiklar stjórnmálahreyfingar umbera fantabrögð freka kallsins og dreifa svo rógburði til að réttlæta þau.“ Skilja dökku minningarnar eftir Þau séu því á leiðinni í burtu frá Ísafirði. „Við flytjum því að heiman öðru sinni á lífsleiðinni en förum héðan með stútfullan bakpoka af skínandi góðum minningum. Hér eigum við marga góða vini og fyrrverandi samstarfsfélaga. Fólk sem við treystum, vitum að skilur málavexti og þekkir okkur. Við erum reynslunni ríkari og höfum lært heilmikið um mannlegt eðli og innræti. Bæði dökkar hliðar og ljósar. Dökku minningarnar ætlum við að skilja eftir fyrir vestan. Flokka þær sem spilliefni. Þær ljósu tökum við með okkur á nýjan stað. Til moltugerðar og næringar.“ Vestfirðir muni samt alltaf eiga hjörtu þeirra. Það breytist ekki. Framtíðin sé björt. „Sjáumst síðar. Takk og bless.“
Ísafjarðarbær Vistaskipti Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Forseti bæjarstjórnar segir tímasetningu starfsloka óheppilega Kristján Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, segir starfslok Guðmundar Gunnarssonar bæjarstjóra ekkert hafa með snjólóðin á Flateyri og Suðureyri að gera. 27. janúar 2020 12:36 Fær sex mánaða laun Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín. 29. janúar 2020 23:30 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59
Forseti bæjarstjórnar segir tímasetningu starfsloka óheppilega Kristján Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, segir starfslok Guðmundar Gunnarssonar bæjarstjóra ekkert hafa með snjólóðin á Flateyri og Suðureyri að gera. 27. janúar 2020 12:36
Fær sex mánaða laun Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín. 29. janúar 2020 23:30
Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36