Sportpakkinn: Valsmenn hafa hækkað sig um tíu sæti síðan í október Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 15:00 Magnús Óli Magnússon og Stiven Tobar Valencia voru flottir í sigrinum á Fjölni í gær. Vísir/Bára Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram í gærkvöldi og eru komnir upp í toppsæti Olís deildar karla eftir ellefu sigra í síðustu tólf deildarleikjum. Arnar Björnsson skoðaði sigurinn í gær og uppgang Hlíðarendaliðsins í töflunni frá því að liðið sat í 11. sætinu í október. Þegar Valur tapaði fyrir Haukum 12. október í 6. umferðinni var uppskeran aðeins þrjú stig af 12 mögulegum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Valur vann Fram í fyrstu umferðinni en tapaði síðan fjórum af næstu fimm leikjum, þar af þremur í röð með eins marks mun. Í gærkvöldi var botnlið Fjölnis í heimsókn í Origo-höllinni, Valsmenn voru nýkomnir úr Tyrklandsferð þar sem þeir tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum áskorendakeppninnar með tveimur sigrum á Beykoz.Valsmenn virkuðu þreyttir framan af leik gegn Fjölni sem hafði undirtökin lengst af í fyrri hálfleik. Þegar 10 mínútur voru til leikhlés var staðan 11-9 fyrir botnliðið. Þá breyttist leikurinn og Valur skoraði sjö mörk í röð og voru með fimm marka forystu, Fjölnir skoraði síðasta markið, staðan 16-12 í hálfleik. Í seinni hálfleik hafði Valur mikla yfirburði og jafnt og þétt breikkaði bilið milli liðanna. Valur vann að lokum 10 marka sigur, 33-23 og tóku í leiðinni 1. sætið af Haukum. Valur er með 26 stig, Haukar 25 og FH 24. Frá tapinu 12. október hefur Valur ekki tapað í deildinni. Valsmenn unnu 9 leiki í röð, gerðu jafntefli við Aftureldingu í 16. umferðinni og hafa bætt við tveimur sigrum síðan. Þrátt fyrir að liðið hafi selt Ými Örn Gíslason og meiðsli Finns Inga Stefánssonar hafa Valsmenn staðist áhlaup annarra liða. Magnús Óli Magnússon var markahæstur í gærkvöldi, skoraði 8 mörk. Anton Rúnarsson og StivenTobarValencia skoruðu 7 mörk hvor. Daníel Freyr Andrésson varði 14 skot í markinu. Bergur Elí Rúnarsson var markahæstur hjá Fjölni með 6 mörk. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikinn í gær með viðtölum við þjálfara liðanna. Klippa: Sportpakkinn: Valsmenn hafa hækkað sig um tíu sæti síðan í október Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira
Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram í gærkvöldi og eru komnir upp í toppsæti Olís deildar karla eftir ellefu sigra í síðustu tólf deildarleikjum. Arnar Björnsson skoðaði sigurinn í gær og uppgang Hlíðarendaliðsins í töflunni frá því að liðið sat í 11. sætinu í október. Þegar Valur tapaði fyrir Haukum 12. október í 6. umferðinni var uppskeran aðeins þrjú stig af 12 mögulegum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Valur vann Fram í fyrstu umferðinni en tapaði síðan fjórum af næstu fimm leikjum, þar af þremur í röð með eins marks mun. Í gærkvöldi var botnlið Fjölnis í heimsókn í Origo-höllinni, Valsmenn voru nýkomnir úr Tyrklandsferð þar sem þeir tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum áskorendakeppninnar með tveimur sigrum á Beykoz.Valsmenn virkuðu þreyttir framan af leik gegn Fjölni sem hafði undirtökin lengst af í fyrri hálfleik. Þegar 10 mínútur voru til leikhlés var staðan 11-9 fyrir botnliðið. Þá breyttist leikurinn og Valur skoraði sjö mörk í röð og voru með fimm marka forystu, Fjölnir skoraði síðasta markið, staðan 16-12 í hálfleik. Í seinni hálfleik hafði Valur mikla yfirburði og jafnt og þétt breikkaði bilið milli liðanna. Valur vann að lokum 10 marka sigur, 33-23 og tóku í leiðinni 1. sætið af Haukum. Valur er með 26 stig, Haukar 25 og FH 24. Frá tapinu 12. október hefur Valur ekki tapað í deildinni. Valsmenn unnu 9 leiki í röð, gerðu jafntefli við Aftureldingu í 16. umferðinni og hafa bætt við tveimur sigrum síðan. Þrátt fyrir að liðið hafi selt Ými Örn Gíslason og meiðsli Finns Inga Stefánssonar hafa Valsmenn staðist áhlaup annarra liða. Magnús Óli Magnússon var markahæstur í gærkvöldi, skoraði 8 mörk. Anton Rúnarsson og StivenTobarValencia skoruðu 7 mörk hvor. Daníel Freyr Andrésson varði 14 skot í markinu. Bergur Elí Rúnarsson var markahæstur hjá Fjölni með 6 mörk. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikinn í gær með viðtölum við þjálfara liðanna. Klippa: Sportpakkinn: Valsmenn hafa hækkað sig um tíu sæti síðan í október
Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira