FH-ingar unnu flesta Íslandsmeistaratitla | Piltamet og tvö mótsmet Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2020 17:22 Kristján Viggó Sigfinnsson bætti piltamet sitt. mynd/frí FH-ingar voru sigursælastir á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem lauk í Kaplakrika í dag. Ari Bragi Kárason fór heim með þrenn gullverðlaun af mótinu. Alls unnu FH-ingar 11 gullverðlaun, ÍR og Breiðabliki 4 hvort félag, UMSS og UFA 2 hvort, og Ármann og HSK/Selfoss 1 hvort. Ari Bragi vann 200 metra hlaup á 22,11, aðeins 1/100 úr sekúndu á undan félaga sínum úr FH, Kormáki Ara Hafliðasyni. Ari Bragi hafði áður unnið 60 metra hlaupið í gær. Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH, sem vann 400 metra hlaupið í gær, vann 200 metra hlaupið í dag á 24,84 sekúndum. Agnes Kristjánsdóttir úr ÍR næst á 25,01 sekúndum. Tvö mótsmet voru sett í boðhlaupum í dag. Sveit FH vann 4x200 metra boðhlaup karla á nýju mótsmeti eða 1:30,21 mínútu. Sveitina skipuðu Trausti Stefánsson, Kormákur Ari Hafliðason, Bjarni Páll Pálsson og Ari Bragi. Sveit ÍR vann hins vegar 4x200 metra hlaup kvenna á 1:40,39, en þá sveit skipuðu Andrea Torfadóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Dagbjört Lilja Magnúsdóttir og Agnes Kristjánsdóttir. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni vann hástökk með 2,15 metra stökki og bætti þar með piltamet sitt (16-17 ára) um tvo sentímetra. Kristján Viggó, sem varð Norðurlandameistari 19 ára og yngri síðasta sumar, sló 23 ára gamalt met Einars Karls Hjartarsonar í janúar með 2,13 metra stökki sínu. Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafi í 100 metra hlaupi, var sigursæll á heimavelli um helgina.mynd/stöð 2 Hafdís Sigurðardóttir vann langstökk kvenna með 6,14 metra stökki en hún átti þrjú stökk sem öll voru á bilinu 6,12-6,14 metrar. Hún hafði unnið 60 metra hlaupið í gær. Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki fékk silfur með 5,73 metra stökk. Ingibjörg Sigurðardóttir varð Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna á 2:16,87 mínútum. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir úr FH fékk silfur á 2:21,66. Sæmundur Ólafsson úr ÍR vann 800 metra hlaup karla á 1:56,35 mínútu. Kjartan Óli Ágústsson kom annar í mark á 1:58,76. Arnar Pétursson, nýkominn aftur í raðir Breiðabliks, bætti við öðrum gullverðlaunum sínum á mótinu þegar hann vann 3.000 metra hlaup af miklu öryggi, líkt og 1.500 metra hlaupið, á 8:42,46. Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR vann sömuleiðis öruggan sigur í 3.000 metra hlaupi kvenna á 10:00,20 mínútum. Ísak Óli Traustason úr UMSS vann 60 metra grindahlaup á 8,42 sekúndum. Einar Daði Lárusson úr ÍR var næstur á 8,56. Ísak Óli vann einnig langstökkskeppnina með 6,90 metra stökki, eða þremur sentímetrum lengra stökki en Kristinn Torfason úr FH náði. María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann 60 metra grindahlaup kvenna á 8,82 sekúndum en Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK/Selfossi varð önnur á 9,10. María vann einnig kúluvarpið með 12,82 metra kasti. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki vann stangarstökk kvenna með 3,30 metra stökki. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Guðni Valur náði sínum besta árangri í kúluvarpi | FH með örugga forystu Fyrri keppnisdegi af tveimur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss er lokið. 22. febrúar 2020 15:41 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Sjá meira
FH-ingar voru sigursælastir á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem lauk í Kaplakrika í dag. Ari Bragi Kárason fór heim með þrenn gullverðlaun af mótinu. Alls unnu FH-ingar 11 gullverðlaun, ÍR og Breiðabliki 4 hvort félag, UMSS og UFA 2 hvort, og Ármann og HSK/Selfoss 1 hvort. Ari Bragi vann 200 metra hlaup á 22,11, aðeins 1/100 úr sekúndu á undan félaga sínum úr FH, Kormáki Ara Hafliðasyni. Ari Bragi hafði áður unnið 60 metra hlaupið í gær. Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH, sem vann 400 metra hlaupið í gær, vann 200 metra hlaupið í dag á 24,84 sekúndum. Agnes Kristjánsdóttir úr ÍR næst á 25,01 sekúndum. Tvö mótsmet voru sett í boðhlaupum í dag. Sveit FH vann 4x200 metra boðhlaup karla á nýju mótsmeti eða 1:30,21 mínútu. Sveitina skipuðu Trausti Stefánsson, Kormákur Ari Hafliðason, Bjarni Páll Pálsson og Ari Bragi. Sveit ÍR vann hins vegar 4x200 metra hlaup kvenna á 1:40,39, en þá sveit skipuðu Andrea Torfadóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Dagbjört Lilja Magnúsdóttir og Agnes Kristjánsdóttir. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni vann hástökk með 2,15 metra stökki og bætti þar með piltamet sitt (16-17 ára) um tvo sentímetra. Kristján Viggó, sem varð Norðurlandameistari 19 ára og yngri síðasta sumar, sló 23 ára gamalt met Einars Karls Hjartarsonar í janúar með 2,13 metra stökki sínu. Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafi í 100 metra hlaupi, var sigursæll á heimavelli um helgina.mynd/stöð 2 Hafdís Sigurðardóttir vann langstökk kvenna með 6,14 metra stökki en hún átti þrjú stökk sem öll voru á bilinu 6,12-6,14 metrar. Hún hafði unnið 60 metra hlaupið í gær. Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki fékk silfur með 5,73 metra stökk. Ingibjörg Sigurðardóttir varð Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna á 2:16,87 mínútum. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir úr FH fékk silfur á 2:21,66. Sæmundur Ólafsson úr ÍR vann 800 metra hlaup karla á 1:56,35 mínútu. Kjartan Óli Ágústsson kom annar í mark á 1:58,76. Arnar Pétursson, nýkominn aftur í raðir Breiðabliks, bætti við öðrum gullverðlaunum sínum á mótinu þegar hann vann 3.000 metra hlaup af miklu öryggi, líkt og 1.500 metra hlaupið, á 8:42,46. Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR vann sömuleiðis öruggan sigur í 3.000 metra hlaupi kvenna á 10:00,20 mínútum. Ísak Óli Traustason úr UMSS vann 60 metra grindahlaup á 8,42 sekúndum. Einar Daði Lárusson úr ÍR var næstur á 8,56. Ísak Óli vann einnig langstökkskeppnina með 6,90 metra stökki, eða þremur sentímetrum lengra stökki en Kristinn Torfason úr FH náði. María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann 60 metra grindahlaup kvenna á 8,82 sekúndum en Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK/Selfossi varð önnur á 9,10. María vann einnig kúluvarpið með 12,82 metra kasti. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki vann stangarstökk kvenna með 3,30 metra stökki.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Guðni Valur náði sínum besta árangri í kúluvarpi | FH með örugga forystu Fyrri keppnisdegi af tveimur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss er lokið. 22. febrúar 2020 15:41 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Sjá meira
Guðni Valur náði sínum besta árangri í kúluvarpi | FH með örugga forystu Fyrri keppnisdegi af tveimur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss er lokið. 22. febrúar 2020 15:41