Deiluaðilar hafa enn tíma til þess að komast að samkomulagi Sylvía Hall skrifar 23. febrúar 2020 18:48 Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis. Vísir Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir kjarasamningslotuna hafa gengið einstaklega illa. BSRB hafi beðið í ellefu mánuði eftir niðurstöðu og því hafi verið ákveðið að fara í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun sem var samþykkt með 87,6 prósent greiddra atkvæða. Hann ítrekar þó að verkföll séu neyðarbrauð og enn sé tími til þess að ná samkomulagi þar sem fyrirhugaðar aðgerðir hefjast ekki fyrr en 9. mars. Árni Stefán ræddi kjaraviðræðurnar í Víglínunni í dag ásamt Sævari Frey Þráinssyni, bæjarstjóra Akraness. „Í fyrsta lagi erum við að fara fram á að ýmis stór mál, sem hafa ekki komið til umræðu og menn hafa verið að bíða með einhverra hluta vegna, eins og sjálfur kaupliðurinn, launamunur milli markaða, launaþróunartrygging og fleira og fleira. Þetta eru stór mál sem enn þá á eftir að útkljá,“ segir Árni Stefán um kröfur BSRB.Sjá einnig: Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir eru tvíþættar. Annars vegar hefjast ótímabundin verkföll þann 9. mars á meðan stór hluti félagsmanna munu fara í svokölluð skæruverkföll tvo daga í hverri viku. Náist samningar ekki fyrir 15. apríl verða ótímabundin verkföll hjá öllum félagsmönnum. „Þetta hefur gengið afskaplega illa þessi kjarasamningslota. Við erum búin að bíða í ellefu mánuði að ná niðurstöðu sem er alveg ófært. Það er held ég erfitt að kveða á um það en tíminn er algjörlega nægilegur til þess að ná saman því aðgerðirnar byrja ekki fyrr en 9. mars.“ Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness.Vísir Tókst að höggva á hnútinn hjá Verkalýðsfélagi Akraness Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, segist hafa verið í sambandi við Samband íslenskra sveitarfélaga og fylgist náið með samningaviðræðum. Þó hafi samningar náðst við Verkalýðsfélag Akraness og þar hafi verið farið leiðir sem hann segir vera til framdráttar. „Akraneskaupstaður hefur lagt mikla áherslu á það að styðja við lífskjarasamninginn og Vilhjálmur Birgisson, sem samdi við okkur um þetta, hann hefur einmitt sömuleiðis verið að passa vel upp á það að við séum að vinna eftir lífskjarasamningnum. Meðal annars með því að hækka ekki þjónustugjaldskröfur meira en 2,5% með því að lækka álögur á fasteignagjöldum sem hefðu annars hækkað um tuttugu og eitthvað prósent á Akranesi. Þá erum við að lækka álagsprósentur, fasteignaskatta, og þetta er auðvitað stóra málið,“ segir Sævar Freyr. Hann bætir við að áhersla sé lögð á að verja lífskjarasamninginn og vonast til þess að aðrir aðilar á opinberum markaði líti til þeirra lausna sem unnið var með í samningum Akraness og Verkalýðsfélags Akraness. „Þarna náum við samningum á þeim grundvelli við Verkalýðsfélag Akraness og erum auðvitað að vonast til að það sé fyrirmynd sem hægt sé að vinna með gagnvart fleiri aðilum á opinberum markaði.“ Samband íslenskra sveitarfélaga „settu allt upp í loft“ Aðspurður hvort BSRB sé að fara fram á kröfur umfram lífskjarasamninginn svokallaða segir Árni Stefán þann samning ekki henta endilega starfsfólki BSRB. Það sé margt gott í samningnum en opinberir starfsmenn hafi verið skildir eftir við gerð samningsins. „Núna vorum við inn í þeirri umræðu þegar menn voru að ræða við ríkisstjórnina um hvernig menn ætluðu að taka á launamálunum en þegar kom að sjálfum samningunum þá fór hinn almenni markaður sér og skildi opinbera starfsmenn eftir í umræðunni. Svo komu þeir út með samning og kölluðu hann Lífskjarasamning og sögðu: Jæja nú eiga allir að gera eins og við. Það er náttúrulega ekki þannig,“ segir Árni Stefán. Hann segir kröfur BSRB draga fram atriði sem varða opinbera starfsmenn sérstaklega. Þá nefnir hann sérstaklega styttingu vinnuvikunnar og segir BSRB vilja ganga lengra í þeim efnum, enda séu opinberir starfsmenn að stórum hluta til í vaktavinnu og því þarf að finna lausn á því hvernig stytting vinnuvikunnar muni nýtast þeim hópum. Þá hafi Samband íslenskra sveitarfélaga sett allt upp í loft með nýjum launaþætti. „Þeir bjuggu til nýjan launaþátt, 1,5% sem þeir ætla að borga öllum þeim sem eru í stéttarfélögum sem vinna hjá þeim og eru innan ASÍ en eru samt opinberir starfsmenn. Þeir ætla ekki að borga þeim félagsmönnum okkar, sem eru innan BSRB - þar draga þeir mörkin. Þetta gerði það að verkum að samningarnir við Samband íslenskra sveitarfélaga fóru algjörlega í strand.“ Aðspurður segist Sævar Freyr kannast við téðan launaþátt. „Ég held að þetta snúist um þetta 1,5%, hvernig því er skipt og hvernig það er framsett í samningum. Menn eru með einhvern ágreining um nálgun á því verkefni en ég er ekki jafn mikill sérfræðingur og þessi góði maður við hliðina á mér í þessum efnum og er ekki við samningaborðið eins og hann, þannig ég ætla ekkert að draga á þessu stigi í efa það sem hann segir hérna.“ Árni Stefán segist vona eftir stuðningi Sævars Freys í samningum því þetta sé ótækt. „Það að ætla að taka einn hópinn og út og segja: Þið fáið 1,5 prósent meira heldur en hinir. Það náttúrulega bara gengur ekki.“ Kjaramál Víglínan Tengdar fréttir Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32 Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Ólga á opinberum vinnumarkaði og efnahagsmál í Víglínunni Víglínan, þjóðmálaþáttur Stöðvar 2, hefst klukkan 17:40. 23. febrúar 2020 17:15 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir kjarasamningslotuna hafa gengið einstaklega illa. BSRB hafi beðið í ellefu mánuði eftir niðurstöðu og því hafi verið ákveðið að fara í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun sem var samþykkt með 87,6 prósent greiddra atkvæða. Hann ítrekar þó að verkföll séu neyðarbrauð og enn sé tími til þess að ná samkomulagi þar sem fyrirhugaðar aðgerðir hefjast ekki fyrr en 9. mars. Árni Stefán ræddi kjaraviðræðurnar í Víglínunni í dag ásamt Sævari Frey Þráinssyni, bæjarstjóra Akraness. „Í fyrsta lagi erum við að fara fram á að ýmis stór mál, sem hafa ekki komið til umræðu og menn hafa verið að bíða með einhverra hluta vegna, eins og sjálfur kaupliðurinn, launamunur milli markaða, launaþróunartrygging og fleira og fleira. Þetta eru stór mál sem enn þá á eftir að útkljá,“ segir Árni Stefán um kröfur BSRB.Sjá einnig: Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir eru tvíþættar. Annars vegar hefjast ótímabundin verkföll þann 9. mars á meðan stór hluti félagsmanna munu fara í svokölluð skæruverkföll tvo daga í hverri viku. Náist samningar ekki fyrir 15. apríl verða ótímabundin verkföll hjá öllum félagsmönnum. „Þetta hefur gengið afskaplega illa þessi kjarasamningslota. Við erum búin að bíða í ellefu mánuði að ná niðurstöðu sem er alveg ófært. Það er held ég erfitt að kveða á um það en tíminn er algjörlega nægilegur til þess að ná saman því aðgerðirnar byrja ekki fyrr en 9. mars.“ Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness.Vísir Tókst að höggva á hnútinn hjá Verkalýðsfélagi Akraness Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, segist hafa verið í sambandi við Samband íslenskra sveitarfélaga og fylgist náið með samningaviðræðum. Þó hafi samningar náðst við Verkalýðsfélag Akraness og þar hafi verið farið leiðir sem hann segir vera til framdráttar. „Akraneskaupstaður hefur lagt mikla áherslu á það að styðja við lífskjarasamninginn og Vilhjálmur Birgisson, sem samdi við okkur um þetta, hann hefur einmitt sömuleiðis verið að passa vel upp á það að við séum að vinna eftir lífskjarasamningnum. Meðal annars með því að hækka ekki þjónustugjaldskröfur meira en 2,5% með því að lækka álögur á fasteignagjöldum sem hefðu annars hækkað um tuttugu og eitthvað prósent á Akranesi. Þá erum við að lækka álagsprósentur, fasteignaskatta, og þetta er auðvitað stóra málið,“ segir Sævar Freyr. Hann bætir við að áhersla sé lögð á að verja lífskjarasamninginn og vonast til þess að aðrir aðilar á opinberum markaði líti til þeirra lausna sem unnið var með í samningum Akraness og Verkalýðsfélags Akraness. „Þarna náum við samningum á þeim grundvelli við Verkalýðsfélag Akraness og erum auðvitað að vonast til að það sé fyrirmynd sem hægt sé að vinna með gagnvart fleiri aðilum á opinberum markaði.“ Samband íslenskra sveitarfélaga „settu allt upp í loft“ Aðspurður hvort BSRB sé að fara fram á kröfur umfram lífskjarasamninginn svokallaða segir Árni Stefán þann samning ekki henta endilega starfsfólki BSRB. Það sé margt gott í samningnum en opinberir starfsmenn hafi verið skildir eftir við gerð samningsins. „Núna vorum við inn í þeirri umræðu þegar menn voru að ræða við ríkisstjórnina um hvernig menn ætluðu að taka á launamálunum en þegar kom að sjálfum samningunum þá fór hinn almenni markaður sér og skildi opinbera starfsmenn eftir í umræðunni. Svo komu þeir út með samning og kölluðu hann Lífskjarasamning og sögðu: Jæja nú eiga allir að gera eins og við. Það er náttúrulega ekki þannig,“ segir Árni Stefán. Hann segir kröfur BSRB draga fram atriði sem varða opinbera starfsmenn sérstaklega. Þá nefnir hann sérstaklega styttingu vinnuvikunnar og segir BSRB vilja ganga lengra í þeim efnum, enda séu opinberir starfsmenn að stórum hluta til í vaktavinnu og því þarf að finna lausn á því hvernig stytting vinnuvikunnar muni nýtast þeim hópum. Þá hafi Samband íslenskra sveitarfélaga sett allt upp í loft með nýjum launaþætti. „Þeir bjuggu til nýjan launaþátt, 1,5% sem þeir ætla að borga öllum þeim sem eru í stéttarfélögum sem vinna hjá þeim og eru innan ASÍ en eru samt opinberir starfsmenn. Þeir ætla ekki að borga þeim félagsmönnum okkar, sem eru innan BSRB - þar draga þeir mörkin. Þetta gerði það að verkum að samningarnir við Samband íslenskra sveitarfélaga fóru algjörlega í strand.“ Aðspurður segist Sævar Freyr kannast við téðan launaþátt. „Ég held að þetta snúist um þetta 1,5%, hvernig því er skipt og hvernig það er framsett í samningum. Menn eru með einhvern ágreining um nálgun á því verkefni en ég er ekki jafn mikill sérfræðingur og þessi góði maður við hliðina á mér í þessum efnum og er ekki við samningaborðið eins og hann, þannig ég ætla ekkert að draga á þessu stigi í efa það sem hann segir hérna.“ Árni Stefán segist vona eftir stuðningi Sævars Freys í samningum því þetta sé ótækt. „Það að ætla að taka einn hópinn og út og segja: Þið fáið 1,5 prósent meira heldur en hinir. Það náttúrulega bara gengur ekki.“
Kjaramál Víglínan Tengdar fréttir Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32 Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Ólga á opinberum vinnumarkaði og efnahagsmál í Víglínunni Víglínan, þjóðmálaþáttur Stöðvar 2, hefst klukkan 17:40. 23. febrúar 2020 17:15 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32
Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15
Ólga á opinberum vinnumarkaði og efnahagsmál í Víglínunni Víglínan, þjóðmálaþáttur Stöðvar 2, hefst klukkan 17:40. 23. febrúar 2020 17:15
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent