Liverpool bakvörðurinn sér eftir að hafa hrint Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 11:00 Lionel Messi var skiljanlega mjög ósáttur með framkomu Andy Robertson. Getty/Jan Kruger Lionel Messi er ekki vanur að lenda í leiðindum inn á fótboltavellinum eða kannski þar til í undanúrslitaleik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni í fyrra þegar honum lenti upp á kant við Liverpool bakvörðinn Andy Robertson. Réttara er að segja að Andy Robertson var með almenn leiðindi við besta knattspyrnumann heims. Lionel Messi skoraði tvö mörk í 3-0 sigri í fyrri leiknum en það var ekki nóg því Liverpool komst áfram eftir ótrúlegan 4-0 sigur í seinni leiknum. Viðskipti þeirra félaga í seinni leiknum fólust meðal annars í því að Andy Robertson hrinti Lionel Messi en skoski bakvörðurinn sér nú eftir öllu saman. Liverpool full-back Andy Robertson opens up on his Lionel Messi regret https://t.co/eKzh4GpbnGpic.twitter.com/3Nfgu7siwA— Mirror Football (@MirrorFootball) February 23, 2020 Andy Robertson var þarna í engum rétti enda sat Lionel Messi á jörðinni eftir að það hafði verið brotið á honum. Robertsson kom æðandi að og hrinti Argentínumanninum sem var skiljanlega ekki sáttur. Robertson viðurkenndi í viðtali við Daily Mail að hann sjái eftir þessu og skammaðist sín þegar hann horfði aftur á atvikið á myndbandi. „Þegar ég horfi aftur á hluti þá sé ég vanalega ekki eftir neinu því reynsla þín og upplifun gerir þig að því sem þú ert í dag. Ég sé samt eftir þessari stundu með Messi. Ég er ekki hrifinn af því að horfa á þetta. Ég var niðurbrotinn þegar ég sá þetta aftur,“ sagði Andy Robertson. „Ég ber virðingu fyrir honum og Barcelona en við mættum í þennan leik í ákveðnum stellingum. Við vorum 3-0 undir og þurftum á kraftaverki að halda. Við þurftum eitthvað sérstakt og ef það var að koma veg fyrir að besti leikmaður heims næði sér á strik þá var ég klár,“ sagði Robertson. "When I saw it afterwards I was gutted." On the 7th May 2019, Andy Robertson left Lionel Messi fuming after an incident at Anfield, but he 100% regrets his decision.https://t.co/2cOpfqTZ5ppic.twitter.com/6uzPXuB86p— SPORTbible (@sportbible) February 24, 2020 „Ég sé samt eftir þessu. Þetta er ekki sá maður sem ég er. Þetta er ekki minn persónuleiki. Þetta kvöld gerðust bara fullt af hlutum sem þú manst ekki eftir,“ sagði Andy Robertson. Þetta atvik gerðist snemma leiks og átti kannski þátt í því að koma Messi úr jafnvægi. Hver veit? Í það minnsta þá átti Barcelona liðið aldrei möguleika á Anfield þetta kvöld og þriggja marka forskot úr fyrri leiknum var ekki nóg. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Lionel Messi er ekki vanur að lenda í leiðindum inn á fótboltavellinum eða kannski þar til í undanúrslitaleik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni í fyrra þegar honum lenti upp á kant við Liverpool bakvörðinn Andy Robertson. Réttara er að segja að Andy Robertson var með almenn leiðindi við besta knattspyrnumann heims. Lionel Messi skoraði tvö mörk í 3-0 sigri í fyrri leiknum en það var ekki nóg því Liverpool komst áfram eftir ótrúlegan 4-0 sigur í seinni leiknum. Viðskipti þeirra félaga í seinni leiknum fólust meðal annars í því að Andy Robertson hrinti Lionel Messi en skoski bakvörðurinn sér nú eftir öllu saman. Liverpool full-back Andy Robertson opens up on his Lionel Messi regret https://t.co/eKzh4GpbnGpic.twitter.com/3Nfgu7siwA— Mirror Football (@MirrorFootball) February 23, 2020 Andy Robertson var þarna í engum rétti enda sat Lionel Messi á jörðinni eftir að það hafði verið brotið á honum. Robertsson kom æðandi að og hrinti Argentínumanninum sem var skiljanlega ekki sáttur. Robertson viðurkenndi í viðtali við Daily Mail að hann sjái eftir þessu og skammaðist sín þegar hann horfði aftur á atvikið á myndbandi. „Þegar ég horfi aftur á hluti þá sé ég vanalega ekki eftir neinu því reynsla þín og upplifun gerir þig að því sem þú ert í dag. Ég sé samt eftir þessari stundu með Messi. Ég er ekki hrifinn af því að horfa á þetta. Ég var niðurbrotinn þegar ég sá þetta aftur,“ sagði Andy Robertson. „Ég ber virðingu fyrir honum og Barcelona en við mættum í þennan leik í ákveðnum stellingum. Við vorum 3-0 undir og þurftum á kraftaverki að halda. Við þurftum eitthvað sérstakt og ef það var að koma veg fyrir að besti leikmaður heims næði sér á strik þá var ég klár,“ sagði Robertson. "When I saw it afterwards I was gutted." On the 7th May 2019, Andy Robertson left Lionel Messi fuming after an incident at Anfield, but he 100% regrets his decision.https://t.co/2cOpfqTZ5ppic.twitter.com/6uzPXuB86p— SPORTbible (@sportbible) February 24, 2020 „Ég sé samt eftir þessu. Þetta er ekki sá maður sem ég er. Þetta er ekki minn persónuleiki. Þetta kvöld gerðust bara fullt af hlutum sem þú manst ekki eftir,“ sagði Andy Robertson. Þetta atvik gerðist snemma leiks og átti kannski þátt í því að koma Messi úr jafnvægi. Hver veit? Í það minnsta þá átti Barcelona liðið aldrei möguleika á Anfield þetta kvöld og þriggja marka forskot úr fyrri leiknum var ekki nóg.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira