Liverpool bakvörðurinn sér eftir að hafa hrint Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 11:00 Lionel Messi var skiljanlega mjög ósáttur með framkomu Andy Robertson. Getty/Jan Kruger Lionel Messi er ekki vanur að lenda í leiðindum inn á fótboltavellinum eða kannski þar til í undanúrslitaleik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni í fyrra þegar honum lenti upp á kant við Liverpool bakvörðinn Andy Robertson. Réttara er að segja að Andy Robertson var með almenn leiðindi við besta knattspyrnumann heims. Lionel Messi skoraði tvö mörk í 3-0 sigri í fyrri leiknum en það var ekki nóg því Liverpool komst áfram eftir ótrúlegan 4-0 sigur í seinni leiknum. Viðskipti þeirra félaga í seinni leiknum fólust meðal annars í því að Andy Robertson hrinti Lionel Messi en skoski bakvörðurinn sér nú eftir öllu saman. Liverpool full-back Andy Robertson opens up on his Lionel Messi regret https://t.co/eKzh4GpbnGpic.twitter.com/3Nfgu7siwA— Mirror Football (@MirrorFootball) February 23, 2020 Andy Robertson var þarna í engum rétti enda sat Lionel Messi á jörðinni eftir að það hafði verið brotið á honum. Robertsson kom æðandi að og hrinti Argentínumanninum sem var skiljanlega ekki sáttur. Robertson viðurkenndi í viðtali við Daily Mail að hann sjái eftir þessu og skammaðist sín þegar hann horfði aftur á atvikið á myndbandi. „Þegar ég horfi aftur á hluti þá sé ég vanalega ekki eftir neinu því reynsla þín og upplifun gerir þig að því sem þú ert í dag. Ég sé samt eftir þessari stundu með Messi. Ég er ekki hrifinn af því að horfa á þetta. Ég var niðurbrotinn þegar ég sá þetta aftur,“ sagði Andy Robertson. „Ég ber virðingu fyrir honum og Barcelona en við mættum í þennan leik í ákveðnum stellingum. Við vorum 3-0 undir og þurftum á kraftaverki að halda. Við þurftum eitthvað sérstakt og ef það var að koma veg fyrir að besti leikmaður heims næði sér á strik þá var ég klár,“ sagði Robertson. "When I saw it afterwards I was gutted." On the 7th May 2019, Andy Robertson left Lionel Messi fuming after an incident at Anfield, but he 100% regrets his decision.https://t.co/2cOpfqTZ5ppic.twitter.com/6uzPXuB86p— SPORTbible (@sportbible) February 24, 2020 „Ég sé samt eftir þessu. Þetta er ekki sá maður sem ég er. Þetta er ekki minn persónuleiki. Þetta kvöld gerðust bara fullt af hlutum sem þú manst ekki eftir,“ sagði Andy Robertson. Þetta atvik gerðist snemma leiks og átti kannski þátt í því að koma Messi úr jafnvægi. Hver veit? Í það minnsta þá átti Barcelona liðið aldrei möguleika á Anfield þetta kvöld og þriggja marka forskot úr fyrri leiknum var ekki nóg. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Lionel Messi er ekki vanur að lenda í leiðindum inn á fótboltavellinum eða kannski þar til í undanúrslitaleik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni í fyrra þegar honum lenti upp á kant við Liverpool bakvörðinn Andy Robertson. Réttara er að segja að Andy Robertson var með almenn leiðindi við besta knattspyrnumann heims. Lionel Messi skoraði tvö mörk í 3-0 sigri í fyrri leiknum en það var ekki nóg því Liverpool komst áfram eftir ótrúlegan 4-0 sigur í seinni leiknum. Viðskipti þeirra félaga í seinni leiknum fólust meðal annars í því að Andy Robertson hrinti Lionel Messi en skoski bakvörðurinn sér nú eftir öllu saman. Liverpool full-back Andy Robertson opens up on his Lionel Messi regret https://t.co/eKzh4GpbnGpic.twitter.com/3Nfgu7siwA— Mirror Football (@MirrorFootball) February 23, 2020 Andy Robertson var þarna í engum rétti enda sat Lionel Messi á jörðinni eftir að það hafði verið brotið á honum. Robertsson kom æðandi að og hrinti Argentínumanninum sem var skiljanlega ekki sáttur. Robertson viðurkenndi í viðtali við Daily Mail að hann sjái eftir þessu og skammaðist sín þegar hann horfði aftur á atvikið á myndbandi. „Þegar ég horfi aftur á hluti þá sé ég vanalega ekki eftir neinu því reynsla þín og upplifun gerir þig að því sem þú ert í dag. Ég sé samt eftir þessari stundu með Messi. Ég er ekki hrifinn af því að horfa á þetta. Ég var niðurbrotinn þegar ég sá þetta aftur,“ sagði Andy Robertson. „Ég ber virðingu fyrir honum og Barcelona en við mættum í þennan leik í ákveðnum stellingum. Við vorum 3-0 undir og þurftum á kraftaverki að halda. Við þurftum eitthvað sérstakt og ef það var að koma veg fyrir að besti leikmaður heims næði sér á strik þá var ég klár,“ sagði Robertson. "When I saw it afterwards I was gutted." On the 7th May 2019, Andy Robertson left Lionel Messi fuming after an incident at Anfield, but he 100% regrets his decision.https://t.co/2cOpfqTZ5ppic.twitter.com/6uzPXuB86p— SPORTbible (@sportbible) February 24, 2020 „Ég sé samt eftir þessu. Þetta er ekki sá maður sem ég er. Þetta er ekki minn persónuleiki. Þetta kvöld gerðust bara fullt af hlutum sem þú manst ekki eftir,“ sagði Andy Robertson. Þetta atvik gerðist snemma leiks og átti kannski þátt í því að koma Messi úr jafnvægi. Hver veit? Í það minnsta þá átti Barcelona liðið aldrei möguleika á Anfield þetta kvöld og þriggja marka forskot úr fyrri leiknum var ekki nóg.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira