Sportpakkinn: Reed nýtti sér skelfingardag Thomas Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2020 20:30 Patrick Reed slær upp úr glompu á mótinu í Mexíkó um helgina þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari. vísir/getty „Þetta er frábær tilfinning og ég get ekki beðið eftir að komast heim og fagna titlinum með börnunum og eiginkonu minni,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed eftir að hafa unnið sigur á mexíkóska meistaramótinu á PGA-mótaröðinni í golfi. Myndir frá mótinu má sjá í innslaginu hér að neðan úr Sportpakkanum á Stöð 2. Justin Thomas var með forystuna eftir þrjá hringi en á lokahringnum náði hann sér engan veginn á strik og lék á +2 höggum, og hringina fjóra því samtals á -13 höggum. Þetta nýtti Reed sér en hann lék á -4 höggum á lokahringnum og samtals á -18 höggum. Hann var einu höggi á undan Bryson DeChambeau sem varð í 2. sæti. Reed náði í þrjá fugla á síðustu fjórum holunum en fékk skolla á lokaholunni. Það kom þó ekki að sök og hann er nú 1,82 milljónum Bandaríkjadala ríkari, eða 235 milljónum króna. Jon Rahm og Erik van Rooyen voru jafnir í 3. sæti á -15 höggum. Rahm lék stórkostlega á 3. hring sem hann fór á 61 höggi, eða tíu höggum undir pari vallarins, en hann fór þá holu í höggi á 17. braut eins og sjá má í innslaginu hér að neðan. Næstu mót á PGA-mótaröðinni fara fram í Flórída en það eru The Honda Classic sem hefst 1. mars, og Arnold Palmer boðsmótið sem hefst 8. mars. Þann 15. mars hefst svo The Players þar sem verðlaunféð nemur samtals 15 milljónum Bandaríkjadala. Klippa: Reed fagnaði sigri í Mexíkó Golf Sportpakkinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
„Þetta er frábær tilfinning og ég get ekki beðið eftir að komast heim og fagna titlinum með börnunum og eiginkonu minni,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed eftir að hafa unnið sigur á mexíkóska meistaramótinu á PGA-mótaröðinni í golfi. Myndir frá mótinu má sjá í innslaginu hér að neðan úr Sportpakkanum á Stöð 2. Justin Thomas var með forystuna eftir þrjá hringi en á lokahringnum náði hann sér engan veginn á strik og lék á +2 höggum, og hringina fjóra því samtals á -13 höggum. Þetta nýtti Reed sér en hann lék á -4 höggum á lokahringnum og samtals á -18 höggum. Hann var einu höggi á undan Bryson DeChambeau sem varð í 2. sæti. Reed náði í þrjá fugla á síðustu fjórum holunum en fékk skolla á lokaholunni. Það kom þó ekki að sök og hann er nú 1,82 milljónum Bandaríkjadala ríkari, eða 235 milljónum króna. Jon Rahm og Erik van Rooyen voru jafnir í 3. sæti á -15 höggum. Rahm lék stórkostlega á 3. hring sem hann fór á 61 höggi, eða tíu höggum undir pari vallarins, en hann fór þá holu í höggi á 17. braut eins og sjá má í innslaginu hér að neðan. Næstu mót á PGA-mótaröðinni fara fram í Flórída en það eru The Honda Classic sem hefst 1. mars, og Arnold Palmer boðsmótið sem hefst 8. mars. Þann 15. mars hefst svo The Players þar sem verðlaunféð nemur samtals 15 milljónum Bandaríkjadala. Klippa: Reed fagnaði sigri í Mexíkó
Golf Sportpakkinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira