Telur sérkennilegt að engin jarðskjálftavirkni sé við landrisið nærri Þorbirni Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2020 19:01 Doktor í jarðeðlisfræði telur líkur á að landrisið við Þorbjörn stafi af jarðvarmavinnslu við Svartsengi. Vísindaráð almannavarna hefur talið líklegustu skýringuna kvikusinnskot. Fyrir rúmum fjórum vikum var lýst yfir óvissustigi vegna mögulegrar kvikusöfnunar við Þorbjörn. Landris mældist mikið en verulega hefur hægt á því undanfarna daga en hefur þó ekki gengið til baka. Sömuleiðis hefur verulega dregið úr jarðskjálftavirkni nærri Grindavík. Ólafur G. Flóvens telur líkur á að niðurdæling við Svartsengi eigi sök á þessu landrisi fremur en kvikuinnskot. Þó hann hafi komið fram með þessa tillögu útilokar hann ekki að landrisið geti stafað af kvikuinnskoti. „Við þekkjum dæmi þess að landris er samfara því að kvika er að troðast inn en það er sérkennilegt þarna að miðjan á landrisinu er ekki þar sem aðal skjálftavirknin hefur verið,“ segir Ólafur. Hann bendir á að miðja landrissins sé nákvæmlega þar sem niðurdælingin á sér stað. Uppruni landrissins er á 3 - 5 kílómetra dýpi. Þar verða hins vegar engir skjálftar. Þeir urðu austar við miðju rissins. „Mér finnst mjög sérkennilegt ef að kvika er að troðast inn í jarðveg á þriggja til fimm kílómetra dýpi, að því fylgi engir jarðskjálftar,“ segir Ólafur. Annað hljóti þá að koma til greina. „Það getur til dæmis gerst við það að vökvi sem er verið að dæla niður fer allt í einu í suðu. Hann nær að komast snögglega að heitu lagi á þriggja til fimm kílómetra dýpi. Þar þenst hann út og myndar gufu sem veldur landrisi,“ segir Ólafur. Þetta geti gerst fyrst núna þó niðurdæling hafi staðið yfir í mörg ár. „Ég var að skoða í síðustu viku líkanareikning sem menn úti í Þýskalandi höfðu verið að gera um hversu langur tími getur liðið frá því niðurdæling er hafin í mjög heit svæði þar til stærri jarðskjálftar verða, þá eru menn að reikna þetta út tíu til tuttugu ár.“ Hann ítrekar að engin hætta skapist af niðurdælingunni. „Þetta væri eðlilegt ferli við rekstur virkjunarinnar. Það er ekkert athugavert við það í sjálfu sér.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Ólaf þar sem hann fer nánar yfir þessa tilgátu má sjá hér fyrir neðan: Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Doktor í jarðeðlisfræði telur líkur á að landrisið við Þorbjörn stafi af jarðvarmavinnslu við Svartsengi. Vísindaráð almannavarna hefur talið líklegustu skýringuna kvikusinnskot. Fyrir rúmum fjórum vikum var lýst yfir óvissustigi vegna mögulegrar kvikusöfnunar við Þorbjörn. Landris mældist mikið en verulega hefur hægt á því undanfarna daga en hefur þó ekki gengið til baka. Sömuleiðis hefur verulega dregið úr jarðskjálftavirkni nærri Grindavík. Ólafur G. Flóvens telur líkur á að niðurdæling við Svartsengi eigi sök á þessu landrisi fremur en kvikuinnskot. Þó hann hafi komið fram með þessa tillögu útilokar hann ekki að landrisið geti stafað af kvikuinnskoti. „Við þekkjum dæmi þess að landris er samfara því að kvika er að troðast inn en það er sérkennilegt þarna að miðjan á landrisinu er ekki þar sem aðal skjálftavirknin hefur verið,“ segir Ólafur. Hann bendir á að miðja landrissins sé nákvæmlega þar sem niðurdælingin á sér stað. Uppruni landrissins er á 3 - 5 kílómetra dýpi. Þar verða hins vegar engir skjálftar. Þeir urðu austar við miðju rissins. „Mér finnst mjög sérkennilegt ef að kvika er að troðast inn í jarðveg á þriggja til fimm kílómetra dýpi, að því fylgi engir jarðskjálftar,“ segir Ólafur. Annað hljóti þá að koma til greina. „Það getur til dæmis gerst við það að vökvi sem er verið að dæla niður fer allt í einu í suðu. Hann nær að komast snögglega að heitu lagi á þriggja til fimm kílómetra dýpi. Þar þenst hann út og myndar gufu sem veldur landrisi,“ segir Ólafur. Þetta geti gerst fyrst núna þó niðurdæling hafi staðið yfir í mörg ár. „Ég var að skoða í síðustu viku líkanareikning sem menn úti í Þýskalandi höfðu verið að gera um hversu langur tími getur liðið frá því niðurdæling er hafin í mjög heit svæði þar til stærri jarðskjálftar verða, þá eru menn að reikna þetta út tíu til tuttugu ár.“ Hann ítrekar að engin hætta skapist af niðurdælingunni. „Þetta væri eðlilegt ferli við rekstur virkjunarinnar. Það er ekkert athugavert við það í sjálfu sér.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Ólaf þar sem hann fer nánar yfir þessa tilgátu má sjá hér fyrir neðan:
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira