Fimm Íslendingar hættu við að fara til Tenerife í hádeginu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2020 12:00 Fimm viðskiptavinir Heimsferða hættu við að fara með vél Norwegian til Tenerife í hádeginu í dag. Getty/Simon Dawson Fimm farþegar sem ætluðu sér til Tenerife nú í hádeginu með Heimsferðum afpöntuðu ferðina eftir tíðindi morgunsins um að búið væri að setja hótel á eyjunni í sóttkví vegna kórónuveirunnar Covid-19. Mbl.is greindi fyrst frá.Greint var frá því í morgun að sjö Íslendingar væru í sóttkví á hótelinu eftir að ítalskur læknir, sem þar hafði dvalið, greindist með kórónuveiru. Í samtali við Vísi segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða að 135 farþegar séu á leiðinni til Tenerife með Norwegian á vegum Heimsferða núna í hádeginu og í morgun hafi fimm einstaklingar afpantað ferðina. Þá séu ferðir til Tenerife á dagskrá um helgina og að engar afbókanir hafi borist vegna þeirra. Hér má sjá kort af Kanaríeyjum.Vísir/Hjalti Að sögn Tómasar fylgist ferðaskrifstofan grannt með tíðindum frá Tenerife en geti sem stendur gert fátt annað en viðskiptavinum sínum á að kynna sér vel leiðbeiningar sóttvarnalæknis um hvernig lágmarka megi líkurnar á því að smitast af veirunni. Þá séu fararstjórar með á nótunum hvað varðar þessar leiðbeiningar.Þá segir hann ekkert óeðlilegt við það Íslendingar séu smeykir, ekki síst þeir sem búi við undirliggjandi veikindi, eftir að veiran greindist á Kanaríeyjum enda sé alla jafna loftbrú frá Íslandi til eyjaklasans þar sem Íslendingar hafa vanið komið sína um áratugaskeið. Rekna megi með að allt að tvö þúsund Íslendingar séu á eyjunum alla jafna, þar með taldir þeir sem hafa þar fasta búsetu. Von er á tveimur flugvélum til Keflavíkur frá Tenerife í kvöld. Annarri frá Norwegian á áttunda tímanum og hinni frá Icelandair á tíunda tímanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Spánn Tengdar fréttir Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52 Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem dvalið hafa á hótelinu Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim Íslendingum sem dvalið hafa á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife að vera í sóttkví í fjórtán daga við heimkomu til Íslands. 25. febrúar 2020 11:15 Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. 25. febrúar 2020 10:23 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Fimm farþegar sem ætluðu sér til Tenerife nú í hádeginu með Heimsferðum afpöntuðu ferðina eftir tíðindi morgunsins um að búið væri að setja hótel á eyjunni í sóttkví vegna kórónuveirunnar Covid-19. Mbl.is greindi fyrst frá.Greint var frá því í morgun að sjö Íslendingar væru í sóttkví á hótelinu eftir að ítalskur læknir, sem þar hafði dvalið, greindist með kórónuveiru. Í samtali við Vísi segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða að 135 farþegar séu á leiðinni til Tenerife með Norwegian á vegum Heimsferða núna í hádeginu og í morgun hafi fimm einstaklingar afpantað ferðina. Þá séu ferðir til Tenerife á dagskrá um helgina og að engar afbókanir hafi borist vegna þeirra. Hér má sjá kort af Kanaríeyjum.Vísir/Hjalti Að sögn Tómasar fylgist ferðaskrifstofan grannt með tíðindum frá Tenerife en geti sem stendur gert fátt annað en viðskiptavinum sínum á að kynna sér vel leiðbeiningar sóttvarnalæknis um hvernig lágmarka megi líkurnar á því að smitast af veirunni. Þá séu fararstjórar með á nótunum hvað varðar þessar leiðbeiningar.Þá segir hann ekkert óeðlilegt við það Íslendingar séu smeykir, ekki síst þeir sem búi við undirliggjandi veikindi, eftir að veiran greindist á Kanaríeyjum enda sé alla jafna loftbrú frá Íslandi til eyjaklasans þar sem Íslendingar hafa vanið komið sína um áratugaskeið. Rekna megi með að allt að tvö þúsund Íslendingar séu á eyjunum alla jafna, þar með taldir þeir sem hafa þar fasta búsetu. Von er á tveimur flugvélum til Keflavíkur frá Tenerife í kvöld. Annarri frá Norwegian á áttunda tímanum og hinni frá Icelandair á tíunda tímanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Spánn Tengdar fréttir Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52 Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem dvalið hafa á hótelinu Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim Íslendingum sem dvalið hafa á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife að vera í sóttkví í fjórtán daga við heimkomu til Íslands. 25. febrúar 2020 11:15 Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. 25. febrúar 2020 10:23 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52
Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem dvalið hafa á hótelinu Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim Íslendingum sem dvalið hafa á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife að vera í sóttkví í fjórtán daga við heimkomu til Íslands. 25. febrúar 2020 11:15
Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35
Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55
Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. 25. febrúar 2020 10:23
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14