Gerrard og Suarez sendu Kroos SMS og reyndu að fá hann til Liverpool Anton Ingi Leifsson skrifar 25. febrúar 2020 18:00 Kroos í tapi Real gegn Levante um helgina. vísir/getty Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid, segist hafa fengið skilaboð frá bæði Steven Gerrard og Luis Suarez sem reyndu að sannfæra hann um að koma til Liverpool árið 2014. Kroos var í viðtali hjá The Athletic þar sem hann ræddi um sumarið 2014 en það sumar ákvað hann að yfirgefa Bayern Munchen og róa á önnur mið. Mörg lið voru á eftir Kroos en hann segir að samningur við Manchester United hafi verið ansi langt kominn þegar David Moyes var svo rekinn í aprílmánuði 2014. „David Moyes hafði komið og horft á mig. Samningurinn var nánast tilbúinn en þá var Moyes rekinn og Van Gaal kom inn sem breytti öllu,“ sagði sá þýski. Manchester United nearly signed Toni Kroos in 2014. Then Moyes was fired, Real Madrid called and Kroos went. pic.twitter.com/GYyRrW9dYt— B/R Football (@brfootball) February 25, 2020 „Louis vildi byggja hans lið. Ég heyrði ekkert frá United í smá tíma og byrjaði að efast. Síðan byrjaði HM og Ancelotti hringdi. Svo gerðist það,“ en hann gekk svo í raðir Real Madrid. United var ekki eina liðið á Englandi sem vildi fá Kroos árið 2014 en leikmenn Liverpool gerðu sitt. „Þeir sögðu þetta ekki hreint út en þeir sögðust vera tilbúnir í að segja mér meira um félagið. Það fyndna við þetta var að Suarez var að fara til Barcelona,“ sagði sá þýski. Hann hefur leikið með Real Madrid síðan þá. Hann hefur unnið Meistaradeildina í þrígang og spænsku deildina einu sinni. Real spilar gegn Manchester City í Meistaradeildinni annað kvöld. Fyrri leikurinn fer fram á Bernabeu en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Real Madrid midfielder Toni Kroos has said he held transfer talks with Liverpool in 2014. “It wasn’t a straight chat-up line but they offered to tell me more about the club and so on.”pic.twitter.com/DdQiR1RNEE— Anfield Watch (@AnfieldWatch) February 25, 2020 Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid, segist hafa fengið skilaboð frá bæði Steven Gerrard og Luis Suarez sem reyndu að sannfæra hann um að koma til Liverpool árið 2014. Kroos var í viðtali hjá The Athletic þar sem hann ræddi um sumarið 2014 en það sumar ákvað hann að yfirgefa Bayern Munchen og róa á önnur mið. Mörg lið voru á eftir Kroos en hann segir að samningur við Manchester United hafi verið ansi langt kominn þegar David Moyes var svo rekinn í aprílmánuði 2014. „David Moyes hafði komið og horft á mig. Samningurinn var nánast tilbúinn en þá var Moyes rekinn og Van Gaal kom inn sem breytti öllu,“ sagði sá þýski. Manchester United nearly signed Toni Kroos in 2014. Then Moyes was fired, Real Madrid called and Kroos went. pic.twitter.com/GYyRrW9dYt— B/R Football (@brfootball) February 25, 2020 „Louis vildi byggja hans lið. Ég heyrði ekkert frá United í smá tíma og byrjaði að efast. Síðan byrjaði HM og Ancelotti hringdi. Svo gerðist það,“ en hann gekk svo í raðir Real Madrid. United var ekki eina liðið á Englandi sem vildi fá Kroos árið 2014 en leikmenn Liverpool gerðu sitt. „Þeir sögðu þetta ekki hreint út en þeir sögðust vera tilbúnir í að segja mér meira um félagið. Það fyndna við þetta var að Suarez var að fara til Barcelona,“ sagði sá þýski. Hann hefur leikið með Real Madrid síðan þá. Hann hefur unnið Meistaradeildina í þrígang og spænsku deildina einu sinni. Real spilar gegn Manchester City í Meistaradeildinni annað kvöld. Fyrri leikurinn fer fram á Bernabeu en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Real Madrid midfielder Toni Kroos has said he held transfer talks with Liverpool in 2014. “It wasn’t a straight chat-up line but they offered to tell me more about the club and so on.”pic.twitter.com/DdQiR1RNEE— Anfield Watch (@AnfieldWatch) February 25, 2020
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira