Nám starfsmanna Isavia í björgunar- og slökkviþjónustu ekki viðurkennt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2020 18:45 Starfsmenn í flugvallarþjónustu Isavia hljóta ekki viðurkennda menntun á sviði slökkviliðs- og björgunarþjónustu hér á landi. Isavia telur ekki ástæðu til þess að gera breytingar á þessum kröfum en löggildum slökkviliðsmönnum hefur fækkað hjá félaginu. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna slitu í síðustu viku kjaraviðræðum við Isavia þrátt fyrir að nýr kjarasamningur, sem nær til starfsmanna í björgunar- og slökkviþjónustu, væri svo gott sem tilbúinn. Bitbeinið er 18. grein í gildandi kjarasamningi þar sem kveðið er á um til hverra samningurinn nær, en Isavia vill ekki breyta kröfu um löggildingu slökkviliðsmanna sem sinna þjónustunni. Í dag hefur fjölmörgum störfum verið bætt við eins og snjóhreinsun- og hálkuvörnum, viðhaldi véla og miðlun upplýsinga um ástand flugbrauta. Af hundrað og sextíu starfsmönnum sem sinna starfinu í Reykjavík og Keflavík í dag eru aðeins tuttugu og níu með löggildingu. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Vísir/Baldur Er opinbert hlutafélagi ekki að gjaldfella störf slökkviliðsmanna með því að fækka þeim sem hafa löggildingu í starfi? „Alls ekki. Það er ekki gerð sú krafa að það sé löggilding. Þessir aðilar eru að sinna sömu störfum,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Sú menntun sem flugvallarstarfsmenn fá, er rúmlega 600 klukkustunda langt og nær til allra starfssviða, ekki bara slökkvi- og björgunarþjónustu. Meðal annars eru starfsmenn sendir í Danmerkur til þjálfunar. Námið er hins vegar ekki vottað af opinberum aðilum hér á landi og staðfesti Samgöngustofa það við fréttastofu. „Við vinnum þetta samkvæmt mati sem gert var fyrir nokkrum árum og er skilgreint og þetta er yfirfarið, vottað og staðfest af Samgöngustofu sem fylgist með framkvæmdinni á þessum störfum,“ segir Guðjón. „Við erum með þrautþjálfað starfsfólk hjá okkur sem sinnir þessum verkefnum. Við verum að hafa í huga að verkefnin hvað varðar slökkvi- og björgunarþjónustu á flugvöllum, hér á Reykjavíkurflugvelli og á öðrum flugvöllum er fyrsta viðbragð,“ Upplýsingafulltrúi Isavia segir ekki ástæðu til þess að gera frekari kröfur til þessa sem sinna björgunar- og slökkviþjónustu.Vísir/Baldur Ekki þörf á að gera breytingar og hafa löggilda starfsmenn í þessu starfi Miðað við svona langt nám og þær kröfur sem settar eru. Væri þá ekki hagur ykkar að þessir einstaklingar væri með löggildinu í sínu starfi? „Það var LSS sem óskaði eftir því fyrirkomulagi sem að er við lýði núna...,“ segir Guðjón.Hvað finnst þér? „Við teljum að það sé ekki ástæða til að breyta því fyrirkomulagi sem nú til staðar,“ segir Guðjóns.En eru menn ekki að ganga inni í störf lögverndaðrar starfsgreinar? „Við erum með öflugt fólk sem að vinnur mjög vel í því starfi sem það er að sinna og það fyrirkomulag...,“ segir Guðjón.Starfið er lögverndað? „Þetta fyrirkomulag er byggt á því sem að LSS óskaði eftir á sínum tíma og við teljum ekki ástæðu til þess að breyta því,“ segir Guðjón. Fréttir af flugi Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Starfsmenn í flugvallarþjónustu Isavia hljóta ekki viðurkennda menntun á sviði slökkviliðs- og björgunarþjónustu hér á landi. Isavia telur ekki ástæðu til þess að gera breytingar á þessum kröfum en löggildum slökkviliðsmönnum hefur fækkað hjá félaginu. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna slitu í síðustu viku kjaraviðræðum við Isavia þrátt fyrir að nýr kjarasamningur, sem nær til starfsmanna í björgunar- og slökkviþjónustu, væri svo gott sem tilbúinn. Bitbeinið er 18. grein í gildandi kjarasamningi þar sem kveðið er á um til hverra samningurinn nær, en Isavia vill ekki breyta kröfu um löggildingu slökkviliðsmanna sem sinna þjónustunni. Í dag hefur fjölmörgum störfum verið bætt við eins og snjóhreinsun- og hálkuvörnum, viðhaldi véla og miðlun upplýsinga um ástand flugbrauta. Af hundrað og sextíu starfsmönnum sem sinna starfinu í Reykjavík og Keflavík í dag eru aðeins tuttugu og níu með löggildingu. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Vísir/Baldur Er opinbert hlutafélagi ekki að gjaldfella störf slökkviliðsmanna með því að fækka þeim sem hafa löggildingu í starfi? „Alls ekki. Það er ekki gerð sú krafa að það sé löggilding. Þessir aðilar eru að sinna sömu störfum,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Sú menntun sem flugvallarstarfsmenn fá, er rúmlega 600 klukkustunda langt og nær til allra starfssviða, ekki bara slökkvi- og björgunarþjónustu. Meðal annars eru starfsmenn sendir í Danmerkur til þjálfunar. Námið er hins vegar ekki vottað af opinberum aðilum hér á landi og staðfesti Samgöngustofa það við fréttastofu. „Við vinnum þetta samkvæmt mati sem gert var fyrir nokkrum árum og er skilgreint og þetta er yfirfarið, vottað og staðfest af Samgöngustofu sem fylgist með framkvæmdinni á þessum störfum,“ segir Guðjón. „Við erum með þrautþjálfað starfsfólk hjá okkur sem sinnir þessum verkefnum. Við verum að hafa í huga að verkefnin hvað varðar slökkvi- og björgunarþjónustu á flugvöllum, hér á Reykjavíkurflugvelli og á öðrum flugvöllum er fyrsta viðbragð,“ Upplýsingafulltrúi Isavia segir ekki ástæðu til þess að gera frekari kröfur til þessa sem sinna björgunar- og slökkviþjónustu.Vísir/Baldur Ekki þörf á að gera breytingar og hafa löggilda starfsmenn í þessu starfi Miðað við svona langt nám og þær kröfur sem settar eru. Væri þá ekki hagur ykkar að þessir einstaklingar væri með löggildinu í sínu starfi? „Það var LSS sem óskaði eftir því fyrirkomulagi sem að er við lýði núna...,“ segir Guðjón.Hvað finnst þér? „Við teljum að það sé ekki ástæða til að breyta því fyrirkomulagi sem nú til staðar,“ segir Guðjóns.En eru menn ekki að ganga inni í störf lögverndaðrar starfsgreinar? „Við erum með öflugt fólk sem að vinnur mjög vel í því starfi sem það er að sinna og það fyrirkomulag...,“ segir Guðjón.Starfið er lögverndað? „Þetta fyrirkomulag er byggt á því sem að LSS óskaði eftir á sínum tíma og við teljum ekki ástæðu til þess að breyta því,“ segir Guðjón.
Fréttir af flugi Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira