Ádeila gegn þeirri hugmynd að allir lifi alltaf hamingjusamir til æviloka Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 12:00 Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setja upp sýninguna Inni í skógi, í Hofi. Mynd frá æfingu. Mynd/LMA Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setur nú upp sína 71. sýningu, söngleikinn Inn í skóginn eftir Stephen Sondheim. Verkið í ár eitt það stærsta og umfangsmesta frá upphafi. Leikstjóri verksins er Vala Fannell og sá Einar Aðalsteinsson um þýðingu handrits. Metnaðurinn hjá leikfélaginu fer ætíð vaxandi og er til dæmis hópurinn sem kemur að sýningunni í ár sá stærsti hingað til eða um það bil 90 manns. „Inn í skóginn fjallar um þekktar persónur úr Grimms ævintýrum, meðal annars Rauðhettu og Úlfinn, Jóa og baunagrasið, Öskubusku, Garðabrúðu og fleiri heimsþekktar persónur. Í ævintýrum eins og þessum lifa allir hamingjusamir til æviloka. Sýningin Inn í skóginn sýnir hins vegar aðra hlið á ævintýrunum. Hægt væri að segja að með sýningunni sé nokkurs konar ádeila lögð fram gegn þeirri hugmynd að allir lifi alltaf hamingjusamir til æviloka. Inn í skóginn sýnir dimmari og drungalegri hlið ævintýranna sem við sjáum ekki oft,“ segir Tjörvi Jónsson en hann situr í stjórn LMA. „Sýningar undanfarin ár hafa verið virkilega vel sóttar og síðustu ár hafa á annað þúsund manns mætt hvert ár. Í ár verður sýningin sett upp í Menningarhúsinu Hofi og er frumsýning þar föstudaginn 6. mars næstkomandi kl. 20:00. Einungis örfáar sýningar verða í boði og því er ástæða fyrir áhugasama að tryggja sér miða sem fyrst á mak.is eða tix.is.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingum leikhópsins. Frá æfinguMynd/LMA Frá æfinguMynd/LMA Frá æfinguMynd/LMA Frá æfingu.Mynd/LMA Frá æfinguMynd/LMA Akureyri Leikhús Menning Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setur nú upp sína 71. sýningu, söngleikinn Inn í skóginn eftir Stephen Sondheim. Verkið í ár eitt það stærsta og umfangsmesta frá upphafi. Leikstjóri verksins er Vala Fannell og sá Einar Aðalsteinsson um þýðingu handrits. Metnaðurinn hjá leikfélaginu fer ætíð vaxandi og er til dæmis hópurinn sem kemur að sýningunni í ár sá stærsti hingað til eða um það bil 90 manns. „Inn í skóginn fjallar um þekktar persónur úr Grimms ævintýrum, meðal annars Rauðhettu og Úlfinn, Jóa og baunagrasið, Öskubusku, Garðabrúðu og fleiri heimsþekktar persónur. Í ævintýrum eins og þessum lifa allir hamingjusamir til æviloka. Sýningin Inn í skóginn sýnir hins vegar aðra hlið á ævintýrunum. Hægt væri að segja að með sýningunni sé nokkurs konar ádeila lögð fram gegn þeirri hugmynd að allir lifi alltaf hamingjusamir til æviloka. Inn í skóginn sýnir dimmari og drungalegri hlið ævintýranna sem við sjáum ekki oft,“ segir Tjörvi Jónsson en hann situr í stjórn LMA. „Sýningar undanfarin ár hafa verið virkilega vel sóttar og síðustu ár hafa á annað þúsund manns mætt hvert ár. Í ár verður sýningin sett upp í Menningarhúsinu Hofi og er frumsýning þar föstudaginn 6. mars næstkomandi kl. 20:00. Einungis örfáar sýningar verða í boði og því er ástæða fyrir áhugasama að tryggja sér miða sem fyrst á mak.is eða tix.is.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingum leikhópsins. Frá æfinguMynd/LMA Frá æfinguMynd/LMA Frá æfinguMynd/LMA Frá æfingu.Mynd/LMA Frá æfinguMynd/LMA
Akureyri Leikhús Menning Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira