Snjóflóð féll úr Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði rétt fyrir hádegi í dag. Flóðið náði yfir veginn.
Þetta kemur fram færslu lögreglunnar á Vestfjörðum. Þar segir að flóðið hafi lokað veginum um stund. Var vegurinn hreinsaður og svo opnaður á ný.
„Óhætt er talið að hafa veginn opinn áfram en vegfarendur eru beðnir um að aka með gát.
Móttökusvæðið við Funa hefur verið lokað af öryggisástæðum,“ segir í tilkynningunni.