Sportpakkinn: Hörð barátta um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 16:15 Keflvíkingurinn Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 12 stig í sigri á Haukum í gær. Vísir/Bára Valur, KR, Keflavík og Skallagrímur unnu sína leiki í 23. umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta sem fór öll fram í gærkvöld. Arnar Björnsson fór yfir leiki gærkvöldsins. Valskonur eru áfram með átta stiga forskot á KR og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. KR er góðum málum í öðru sæti með sex stigum meira en næstu lið en baráttan um þriðja og fjórða sætið er mjög hörð. Haukakonum mistókst að bæta stöðu sína verulega þegar þær heimsóttu Keflavík en Keflavíkurkonur hafa rifið sig í gang eftir óvenju langa taphrinu og fögnuðu sínum öðru sigri í röð. Bikarmeistarar Skallagríms unnu líka sinn fyrsta leik eftir að bikarinn fór á loft í Laugardalshöllinni en Skallagrímsliðið hafði fyrst steinlegið fyrir Val og svo steinlegið fyrir flensunni sem þýddi að það varð að fresta leik liðsins í síðustu umferð. Arnar Björnsson fór yfir alla leikina í kvennakörfunni í gær og má sjá þá umfjöllun hans hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: 23. umferð Domino´s deildar kvenna Snæfell veitti Val harða keppni framan af leik liðanna í Stykkishólmi, skoraði sjö af fyrstu níu stigunum og var með tveggja stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann. Valur náði fljótlega að jafna og vann 2. leikhlutann 39-17 og 20 stigum munaði á liðunum í hálfleik. Kiana Johnson var stigahæst í liði Vals, skoraði 28 stig og tók 12 fráköst. Dagbjört Dögg Karlsdóttir fylgdi eftir góðum leik gegn Skallagrími og skoraði 20 stig og er þá búin að skora 46 stig í tveimur síðustu leikjum. Amarah Coleman skoraði 24 stig fyrir Snæfell, Emesa Vida 16 stig og tók 10 fráköst. Valur vann tíunda sigurinn í röð, 99-74 og er skrefi nær deildarmeistaratitilinum. Þegar 5 umferðir eru eftir er Valur með 8 stiga forystu á KR.KR varð fyrir mikilli blóðtöku því Hildur Björg Kjartansdóttir spilar ekki með liðinu næstu 6 vikurnar vegna höfuðmeiðsla. Án landsliðskonunnar lenti KR í basli með Breiðablik sem náði 11 stiga forystu í fyrsta leikhluta. Fljótlega í öðrum leikhluta var KR komið á beinu brautina og var með 6 stiga forystu í hálfleik. Bilið hélt áfram að breikka, Sanja Orozovic skoraði 28 stig og tók 12 fráköst og Danielle Rodriquez skoraði 19 stig og gaf 9 stoðsendingar. Breiðablik skoraði 17 stig í seinni hálfleik, fjórum stigum minna en liðið gerði í 1. leikhluta. 98-68 urðu úrslitin. Danni Williams var í sérflokki hjá Blikum, skoraði 50 af 68 stigum liðsins, tók 15 fráköst og fiskaði 14 villur á KR-inga.Baráttan um næstu sæti er gríðarlega hörð. Keflavík og Haukar voru jöfn að stigum þegar flautað var til leiks í Keflavík. Haukar byrjuðu betur en Keflavík skoraði 10 síðustu stigin í fyrsta leikhluta og var með 6 stiga forystu að honum loknum. Keflavíkurliðið hitt mjög vel úr skotum fyrir utan þriggja stiga línuna, 8 af 13 skotum þeirra rötuðu rétt leið. Haukar skoruðu 8 þriggja stiga körfur en þurftu til þess að skjóta þrjátíu og einu sinni. Danielle Morillo sá til þess að Keflavík var með þriggja stiga forystu í hálfleik, 39-36. Hún skoraði 30 stig og tók 18 fráköst. Þegar leið á þriðja leikhlutann náði Keflavík góðum tökum á leiknum og sigraði 79-74 og fylgdi eftir góðum sigri á KR í síðustu umferð. Randi Brown var stigahæst hjá Haukum með 29 stig.Keflavík er einum sigri á undan Haukum og Skallagrími sem eigast við í frestuðum leik á sunnudag. Skallagrímur sótti Grindavík í heim í jöfnum leik þar sem liðin skiptust sextán sinnum á um að hafa forystu. Grindavík var með fjögurra stiga forystu þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta en Skallagrímur skoraði þá 9 stig í röð og vann 10 stiga sigur, 76-66. Keira Robinson skoraði 21 stig og Matthilde Poulsen 19. Emilie Sofie Hesseldal var nálægt þrennunni, skoraði 17 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Jordan Reynolds skoraði 19 stig og tók 22 fráköst fyrir Grindavík sem er einum sigri á eftir Breiðabliki í áttunda og neðsta sætinu. Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Valur, KR, Keflavík og Skallagrímur unnu sína leiki í 23. umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta sem fór öll fram í gærkvöld. Arnar Björnsson fór yfir leiki gærkvöldsins. Valskonur eru áfram með átta stiga forskot á KR og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. KR er góðum málum í öðru sæti með sex stigum meira en næstu lið en baráttan um þriðja og fjórða sætið er mjög hörð. Haukakonum mistókst að bæta stöðu sína verulega þegar þær heimsóttu Keflavík en Keflavíkurkonur hafa rifið sig í gang eftir óvenju langa taphrinu og fögnuðu sínum öðru sigri í röð. Bikarmeistarar Skallagríms unnu líka sinn fyrsta leik eftir að bikarinn fór á loft í Laugardalshöllinni en Skallagrímsliðið hafði fyrst steinlegið fyrir Val og svo steinlegið fyrir flensunni sem þýddi að það varð að fresta leik liðsins í síðustu umferð. Arnar Björnsson fór yfir alla leikina í kvennakörfunni í gær og má sjá þá umfjöllun hans hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: 23. umferð Domino´s deildar kvenna Snæfell veitti Val harða keppni framan af leik liðanna í Stykkishólmi, skoraði sjö af fyrstu níu stigunum og var með tveggja stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann. Valur náði fljótlega að jafna og vann 2. leikhlutann 39-17 og 20 stigum munaði á liðunum í hálfleik. Kiana Johnson var stigahæst í liði Vals, skoraði 28 stig og tók 12 fráköst. Dagbjört Dögg Karlsdóttir fylgdi eftir góðum leik gegn Skallagrími og skoraði 20 stig og er þá búin að skora 46 stig í tveimur síðustu leikjum. Amarah Coleman skoraði 24 stig fyrir Snæfell, Emesa Vida 16 stig og tók 10 fráköst. Valur vann tíunda sigurinn í röð, 99-74 og er skrefi nær deildarmeistaratitilinum. Þegar 5 umferðir eru eftir er Valur með 8 stiga forystu á KR.KR varð fyrir mikilli blóðtöku því Hildur Björg Kjartansdóttir spilar ekki með liðinu næstu 6 vikurnar vegna höfuðmeiðsla. Án landsliðskonunnar lenti KR í basli með Breiðablik sem náði 11 stiga forystu í fyrsta leikhluta. Fljótlega í öðrum leikhluta var KR komið á beinu brautina og var með 6 stiga forystu í hálfleik. Bilið hélt áfram að breikka, Sanja Orozovic skoraði 28 stig og tók 12 fráköst og Danielle Rodriquez skoraði 19 stig og gaf 9 stoðsendingar. Breiðablik skoraði 17 stig í seinni hálfleik, fjórum stigum minna en liðið gerði í 1. leikhluta. 98-68 urðu úrslitin. Danni Williams var í sérflokki hjá Blikum, skoraði 50 af 68 stigum liðsins, tók 15 fráköst og fiskaði 14 villur á KR-inga.Baráttan um næstu sæti er gríðarlega hörð. Keflavík og Haukar voru jöfn að stigum þegar flautað var til leiks í Keflavík. Haukar byrjuðu betur en Keflavík skoraði 10 síðustu stigin í fyrsta leikhluta og var með 6 stiga forystu að honum loknum. Keflavíkurliðið hitt mjög vel úr skotum fyrir utan þriggja stiga línuna, 8 af 13 skotum þeirra rötuðu rétt leið. Haukar skoruðu 8 þriggja stiga körfur en þurftu til þess að skjóta þrjátíu og einu sinni. Danielle Morillo sá til þess að Keflavík var með þriggja stiga forystu í hálfleik, 39-36. Hún skoraði 30 stig og tók 18 fráköst. Þegar leið á þriðja leikhlutann náði Keflavík góðum tökum á leiknum og sigraði 79-74 og fylgdi eftir góðum sigri á KR í síðustu umferð. Randi Brown var stigahæst hjá Haukum með 29 stig.Keflavík er einum sigri á undan Haukum og Skallagrími sem eigast við í frestuðum leik á sunnudag. Skallagrímur sótti Grindavík í heim í jöfnum leik þar sem liðin skiptust sextán sinnum á um að hafa forystu. Grindavík var með fjögurra stiga forystu þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta en Skallagrímur skoraði þá 9 stig í röð og vann 10 stiga sigur, 76-66. Keira Robinson skoraði 21 stig og Matthilde Poulsen 19. Emilie Sofie Hesseldal var nálægt þrennunni, skoraði 17 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Jordan Reynolds skoraði 19 stig og tók 22 fráköst fyrir Grindavík sem er einum sigri á eftir Breiðabliki í áttunda og neðsta sætinu.
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti