130 mega yfirgefa hótelið á Tenerife Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 16:45 Hótelinu Costa Adeje Palace var breytt í sóttkví á þriðjudag eftir að þar kom upp kórónuveirusmit. getty/picture alliance Á annað hundrað gestum hótelsins Costa Adeje Palace á Tenerife hefur verið leyft að yfirgefa hótelið. Þar hafa þeir verið í sóttkví undanfarna daga ásamt tíu Íslendingum og um 900 öðrum gestum en fjögur kórónaveirutilfelli höfðu greinst á hótelinu.Á blaðamannafundi nú síðdegis sögðu fulltrúar stjórnvalda á Kanaríeyjum að ekki hefðu fundist fleiri smittilfelli á hótelinu. Því sé óhætt að hefja brottflutning hótelgesta, í fyrsta holli verði 130 manns af 11 þjóðernum. Á blaðamannafundinum kom hins vegar ekki fram um hvað þjóðerni ræðir eða hver framtíð hinna í sóttkvínni verður. Gestirnir 130 eigi það hins vegar sameiginlegt að hafa innritað sig á hótelið á mánudag í þessari viku og eru ekki taldir hafa átt í neinum samskiptum við upphaflega smitberann, ítalskan lækni sem var gestur hótelsins. Hann, auk hinna þriggja sem greindust með veiruna á Costa Adeje Palace, höfðu öll yfirgefið hótelið áður en þessir gestir stigu fyrst þangað fæti. Utanríkisráðuneytið hefur ekki fengið upplýsingar þess efnis að Íslendingar séu á meðal þeirra 130 sem mega fara núna. Íslendingarnir sjö sem eru á Costa Adeje Palace á vegum ferðaskrifstofunnar Vita hafa sama skapi verið þar lengur en frá því á mánudag. Kanarísk stjórnvöld segjast þegar hafa haft samband við hótelstjórnina og tjáð henni að fólkinu sé óhætt að yfirgefa sóttkvínna. Nú þegar sé búið að hafa samband við sendiráð þessara 11 ríkja til að auðvelda flutning fólks til heimalanda sinna. Þar að auki hefur starfsfólki hótelsins verið heimilað að valsa um svæðið að vild, svo lengi sem það gætir að hreinlæti sínu og öryggi. Alls hafa fimm kórónuveirutilfelli komið upp á Kanaríeyjum, fjögur á Tenerife og eitt á La Gomera. Á fundinum í dag kom fram að hin smituðu séu öll við góða heilsu og að tvö þeirra hafi ekki sýnt nein einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Á annað hundrað gestum hótelsins Costa Adeje Palace á Tenerife hefur verið leyft að yfirgefa hótelið. Þar hafa þeir verið í sóttkví undanfarna daga ásamt tíu Íslendingum og um 900 öðrum gestum en fjögur kórónaveirutilfelli höfðu greinst á hótelinu.Á blaðamannafundi nú síðdegis sögðu fulltrúar stjórnvalda á Kanaríeyjum að ekki hefðu fundist fleiri smittilfelli á hótelinu. Því sé óhætt að hefja brottflutning hótelgesta, í fyrsta holli verði 130 manns af 11 þjóðernum. Á blaðamannafundinum kom hins vegar ekki fram um hvað þjóðerni ræðir eða hver framtíð hinna í sóttkvínni verður. Gestirnir 130 eigi það hins vegar sameiginlegt að hafa innritað sig á hótelið á mánudag í þessari viku og eru ekki taldir hafa átt í neinum samskiptum við upphaflega smitberann, ítalskan lækni sem var gestur hótelsins. Hann, auk hinna þriggja sem greindust með veiruna á Costa Adeje Palace, höfðu öll yfirgefið hótelið áður en þessir gestir stigu fyrst þangað fæti. Utanríkisráðuneytið hefur ekki fengið upplýsingar þess efnis að Íslendingar séu á meðal þeirra 130 sem mega fara núna. Íslendingarnir sjö sem eru á Costa Adeje Palace á vegum ferðaskrifstofunnar Vita hafa sama skapi verið þar lengur en frá því á mánudag. Kanarísk stjórnvöld segjast þegar hafa haft samband við hótelstjórnina og tjáð henni að fólkinu sé óhætt að yfirgefa sóttkvínna. Nú þegar sé búið að hafa samband við sendiráð þessara 11 ríkja til að auðvelda flutning fólks til heimalanda sinna. Þar að auki hefur starfsfólki hótelsins verið heimilað að valsa um svæðið að vild, svo lengi sem það gætir að hreinlæti sínu og öryggi. Alls hafa fimm kórónuveirutilfelli komið upp á Kanaríeyjum, fjögur á Tenerife og eitt á La Gomera. Á fundinum í dag kom fram að hin smituðu séu öll við góða heilsu og að tvö þeirra hafi ekki sýnt nein einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45
Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57
Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16