Flugfélag Færeyja hefur áætlunarflug til London Kristján Már Unnarsson skrifar 28. febrúar 2020 09:52 Færeyska Airbus A319-þotan Ingálvur av Reyni að aka í flugtaksstöðu í Reykjavík sumarið 2018. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að það muni hefja beint áætlunarflug milli Voga í Færeyjum og London í sumar. Flogið verður til Gatwick-flugvallar einu sinni í viku, en þó aðeins yfir sumartímann til að byrja með, á tímabilinu frá 23. júní til 11. ágúst. Atlantic Airways hefur áður sinnt áætlunarflugi til höfuðborgar Bretlands, þá til Stanstead-flugvallar, en hætti því árið 2014. Félagið ákvað þá í staðinn að fljúga til Edinborgar, sem síðan hefur verið eini áfangastaður þess á Bretlandseyjum. Félagið rekur núna þrjár þotur af gerðinni Airbus, tvær 174 sæta Airbus A320 og eina 144 sæta Airbus A319. Síðastliðið sumar samdi það um kaup á tveimur Airbus A320neo, sem það fær afhentar á árunum 2023 og 2024. Frá síðasta áætlunarflugi Færeyinga frá Reykjavíkurflugvelli þann 26. október 2018.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þetta þjóðarflugfélag Færeyinga er eina félagið sem haldið hefur uppi millilandaflugi á þotum til Reykjavíkurflugvallar, en það eru stærstu vélar sem flogið hafa þangað reglulega. Haustið 2018 flutti félagið sig yfir til Keflavíkur og sagði ástæðurnar of litla flugstöð og of stuttar flugbrautir þegar það færði sig úr minni A319 þotum yfir í stærri A320 þotur. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flaug með félaginu frá Reykjavík í fyrstu opinberu heimsókn sinni til Færeyja vorið 2017. Sjá hér: Forsetahjónin til Færeyja Meginflugleið félagsins er milli Kaupmannahafnar og Færeyja en það flýgur jafnframt til tveggja annarra borga í Danmörku, Billund og Álaborgar. Þá flýgur félagið til Bergen í Noregi og Parísar, höfuðborgar Frakklands. Einnig býður Atlantic Airways Færeyingum upp á stök flug beint til sólarlanda, meðal annars til Kanaríeyja, Mallorca og Barcelona. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá síðasta Færeyjafluginu frá Reykjavíkurflugvelli. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Færeyjar Tengdar fréttir Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Færeyingar kaupa tvær nýjar Airbus-þotur Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur samið um kaup á tveimur nýjum þotum af gerðinni Airbus A320neo. Fyrir færeyskt efnahagslíf eru þessir samningar álíka stórir og kaup Icelandair á Boeing 737 MAX-vélunum árið 2012. 19. júní 2019 10:50 Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta að nota Reykjavíkurflugvöll í millilandaflugi milli Íslands og Færeyja. 7. september 2018 20:30 Síðasta flug til Færeyja frá Reykjavíkurflugvelli Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. 26. október 2018 21:15 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að það muni hefja beint áætlunarflug milli Voga í Færeyjum og London í sumar. Flogið verður til Gatwick-flugvallar einu sinni í viku, en þó aðeins yfir sumartímann til að byrja með, á tímabilinu frá 23. júní til 11. ágúst. Atlantic Airways hefur áður sinnt áætlunarflugi til höfuðborgar Bretlands, þá til Stanstead-flugvallar, en hætti því árið 2014. Félagið ákvað þá í staðinn að fljúga til Edinborgar, sem síðan hefur verið eini áfangastaður þess á Bretlandseyjum. Félagið rekur núna þrjár þotur af gerðinni Airbus, tvær 174 sæta Airbus A320 og eina 144 sæta Airbus A319. Síðastliðið sumar samdi það um kaup á tveimur Airbus A320neo, sem það fær afhentar á árunum 2023 og 2024. Frá síðasta áætlunarflugi Færeyinga frá Reykjavíkurflugvelli þann 26. október 2018.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þetta þjóðarflugfélag Færeyinga er eina félagið sem haldið hefur uppi millilandaflugi á þotum til Reykjavíkurflugvallar, en það eru stærstu vélar sem flogið hafa þangað reglulega. Haustið 2018 flutti félagið sig yfir til Keflavíkur og sagði ástæðurnar of litla flugstöð og of stuttar flugbrautir þegar það færði sig úr minni A319 þotum yfir í stærri A320 þotur. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flaug með félaginu frá Reykjavík í fyrstu opinberu heimsókn sinni til Færeyja vorið 2017. Sjá hér: Forsetahjónin til Færeyja Meginflugleið félagsins er milli Kaupmannahafnar og Færeyja en það flýgur jafnframt til tveggja annarra borga í Danmörku, Billund og Álaborgar. Þá flýgur félagið til Bergen í Noregi og Parísar, höfuðborgar Frakklands. Einnig býður Atlantic Airways Færeyingum upp á stök flug beint til sólarlanda, meðal annars til Kanaríeyja, Mallorca og Barcelona. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá síðasta Færeyjafluginu frá Reykjavíkurflugvelli.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Færeyjar Tengdar fréttir Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Færeyingar kaupa tvær nýjar Airbus-þotur Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur samið um kaup á tveimur nýjum þotum af gerðinni Airbus A320neo. Fyrir færeyskt efnahagslíf eru þessir samningar álíka stórir og kaup Icelandair á Boeing 737 MAX-vélunum árið 2012. 19. júní 2019 10:50 Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta að nota Reykjavíkurflugvöll í millilandaflugi milli Íslands og Færeyja. 7. september 2018 20:30 Síðasta flug til Færeyja frá Reykjavíkurflugvelli Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. 26. október 2018 21:15 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34
Færeyingar kaupa tvær nýjar Airbus-þotur Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur samið um kaup á tveimur nýjum þotum af gerðinni Airbus A320neo. Fyrir færeyskt efnahagslíf eru þessir samningar álíka stórir og kaup Icelandair á Boeing 737 MAX-vélunum árið 2012. 19. júní 2019 10:50
Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta að nota Reykjavíkurflugvöll í millilandaflugi milli Íslands og Færeyja. 7. september 2018 20:30
Síðasta flug til Færeyja frá Reykjavíkurflugvelli Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. 26. október 2018 21:15