Liverpool gæti misst af titlinum ef tímabilið verður flautað af Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 14:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er svo gott sem búinn að vinna ensku úrvalsdeildina. Hann gæti samt sem áður horft upp á sína verstu martröð verði mótið flautað af vegna kórónuveirunnar. Getty/Visionhaus Liverpool er með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á titilinn vísan nema kannski ef kórónuveiran heldur áfram að breiðast út um heiminn. Blaðamaður Telegraph forvitnaðist um það hvað myndi gerast ef enska úrvalsdeildin yrði að flauta tímabilið af vegna kórónuveirunnar. Kórónuveiran er farin að hafa mikil áhrif á Ítalíu þar sem leikjum hefur verið frestað og margir leikir um helgina fara fram fyrir luktum dyrum. There is no guarantee Liverpool would be crowned Premier League champions if the season was curtailed by coronavirus | @ben_rumsby reportshttps://t.co/Lu7gvYcZ79— Telegraph Football (@TeleFootball) February 28, 2020 Blaðamaður Telegraph komst að því að það er ekkert til um það í reglugerðinni hvað yrði gert með enska meistaratitilinn ef þarf að aflýsa síðustu umferðum tímabilsins vegna faraldursins. Það er því ekkert öruggt að það lið sem á toppnum á þeim tíma fá titilinn afhentan eða verði titlað enskur meistari 2019-2020. Það eru ennþá engin áhrif frá kórónuveirunni á ensku úrvalsdeildina en miðað við það hversu hratt hún breiðist um Asíu og Evrópu er von á því að það geti breyst snögglega. Newcastle hefur sem dæmi ráðlagt leikmönnum sínum að heilsa ekki hvorum öðrum á æfingum liðsins. Knattspyrnusamband Evrópu hefur einnig áhyggjur af Evrópumótinu í sumar og það gæti líka margt breyst til hins verra áður en kemur að umspilsleiknum á Laugardalsvellinum eftir 27 daga. Liverpool 'could miss out on title' if coronavirus cuts short Premier League season' https://t.co/4CqJOsYJ7ppic.twitter.com/WMfWDZsUh1— Mirror Football (@MirrorFootball) February 28, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í kórónuveiruna á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti Watford. „Við tökum þessu mjög alvarlega en við getum ekki forðast neitt. Þetta er ekki fótboltavandmál heldur samfélagsvandamál. Vonandi finnur gáfaða fólkið réttu leiðina og réttu svörin,“ sagði Jürgen Klopp. „Það hefur ekki verið sagt við okkur að við getum ekki spilað leikina og það munum við gera. Við tökum þessu af fyllstu alvöru en við erum ekki að missa okkur af áhyggjum. Það hefur enginn bannað okkur að taka í hendur mótherjanna en við ætlum ekki að þvingað okkar leikmenn til þess. Við getum ekki gert meira en að mæta á staðinn og spila,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Liverpool er með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á titilinn vísan nema kannski ef kórónuveiran heldur áfram að breiðast út um heiminn. Blaðamaður Telegraph forvitnaðist um það hvað myndi gerast ef enska úrvalsdeildin yrði að flauta tímabilið af vegna kórónuveirunnar. Kórónuveiran er farin að hafa mikil áhrif á Ítalíu þar sem leikjum hefur verið frestað og margir leikir um helgina fara fram fyrir luktum dyrum. There is no guarantee Liverpool would be crowned Premier League champions if the season was curtailed by coronavirus | @ben_rumsby reportshttps://t.co/Lu7gvYcZ79— Telegraph Football (@TeleFootball) February 28, 2020 Blaðamaður Telegraph komst að því að það er ekkert til um það í reglugerðinni hvað yrði gert með enska meistaratitilinn ef þarf að aflýsa síðustu umferðum tímabilsins vegna faraldursins. Það er því ekkert öruggt að það lið sem á toppnum á þeim tíma fá titilinn afhentan eða verði titlað enskur meistari 2019-2020. Það eru ennþá engin áhrif frá kórónuveirunni á ensku úrvalsdeildina en miðað við það hversu hratt hún breiðist um Asíu og Evrópu er von á því að það geti breyst snögglega. Newcastle hefur sem dæmi ráðlagt leikmönnum sínum að heilsa ekki hvorum öðrum á æfingum liðsins. Knattspyrnusamband Evrópu hefur einnig áhyggjur af Evrópumótinu í sumar og það gæti líka margt breyst til hins verra áður en kemur að umspilsleiknum á Laugardalsvellinum eftir 27 daga. Liverpool 'could miss out on title' if coronavirus cuts short Premier League season' https://t.co/4CqJOsYJ7ppic.twitter.com/WMfWDZsUh1— Mirror Football (@MirrorFootball) February 28, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í kórónuveiruna á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti Watford. „Við tökum þessu mjög alvarlega en við getum ekki forðast neitt. Þetta er ekki fótboltavandmál heldur samfélagsvandamál. Vonandi finnur gáfaða fólkið réttu leiðina og réttu svörin,“ sagði Jürgen Klopp. „Það hefur ekki verið sagt við okkur að við getum ekki spilað leikina og það munum við gera. Við tökum þessu af fyllstu alvöru en við erum ekki að missa okkur af áhyggjum. Það hefur enginn bannað okkur að taka í hendur mótherjanna en við ætlum ekki að þvingað okkar leikmenn til þess. Við getum ekki gert meira en að mæta á staðinn og spila,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira