Stjórnvöld skipa stýrihóp vegna kórónuveirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 13:42 Skipun stýrihópsins var ákveðin á ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/vilhelm Skipaður hefur verið sérstakur stýrihópur „um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni.“ Í hópnum eiga sæti sjö ráðuneytisstjórar. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Þar segir að það falli í skaut ráðuneytisstjóranna sjö að vega og meta hver samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda ættu að vera hverju sinni, í samræmi við það hvernig útbreiðslu kórónaveirunnar vindur fram. Áhrif útbreiðslunnar hafi þegar orðið nokkur, sem birtist m.a. í lækkun hlutabréfa í kauphöllum og samdrætti í ferðaþjónustu. „Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu mála og leggja áherslu á að styrkja samhæfingu stjórnvalda þannig að unnt verði að grípa til viðeigandi ráðstafana á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Þar eru ráðuneytisstjórarnir jafnframt taldir upp og má sjá lista þeirra hér að neðan. Næsti upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar fer fram klukkan 15:30 í dag, en það er þriðji blaðamannafundurinn sem almannavarnir boða til á jafn mörgum dögum. Vísir verður með beina vefútsendingu eins og af fyrri fundum. Á fundinum í dag mun Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, kynna í stuttu máli aðgerðir og viðbúnað spítalans í tengslum við COVID-19. Jafnframt mun Alma D. Möller, landlæknir, ræða viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar og þá stöðu sem blasir við vegna nýju kórónaveirunnar. Fyrrnefndir ráðuneytisstjórar sem mynda stýrihópinn eru eftirfarandi: Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis, Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis, Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félags- og barnamálaráðuneytis, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis, Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis, Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Tengdar fréttir Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00 Réttur ferðalanga vegna kórónuveirunnar ólíkur eftir aðstæðum Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða á bókað í pakkaferð. 28. febrúar 2020 11:45 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira
Skipaður hefur verið sérstakur stýrihópur „um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni.“ Í hópnum eiga sæti sjö ráðuneytisstjórar. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Þar segir að það falli í skaut ráðuneytisstjóranna sjö að vega og meta hver samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda ættu að vera hverju sinni, í samræmi við það hvernig útbreiðslu kórónaveirunnar vindur fram. Áhrif útbreiðslunnar hafi þegar orðið nokkur, sem birtist m.a. í lækkun hlutabréfa í kauphöllum og samdrætti í ferðaþjónustu. „Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu mála og leggja áherslu á að styrkja samhæfingu stjórnvalda þannig að unnt verði að grípa til viðeigandi ráðstafana á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Þar eru ráðuneytisstjórarnir jafnframt taldir upp og má sjá lista þeirra hér að neðan. Næsti upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar fer fram klukkan 15:30 í dag, en það er þriðji blaðamannafundurinn sem almannavarnir boða til á jafn mörgum dögum. Vísir verður með beina vefútsendingu eins og af fyrri fundum. Á fundinum í dag mun Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, kynna í stuttu máli aðgerðir og viðbúnað spítalans í tengslum við COVID-19. Jafnframt mun Alma D. Möller, landlæknir, ræða viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar og þá stöðu sem blasir við vegna nýju kórónaveirunnar. Fyrrnefndir ráðuneytisstjórar sem mynda stýrihópinn eru eftirfarandi: Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis, Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis, Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félags- og barnamálaráðuneytis, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis, Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis, Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Tengdar fréttir Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00 Réttur ferðalanga vegna kórónuveirunnar ólíkur eftir aðstæðum Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða á bókað í pakkaferð. 28. febrúar 2020 11:45 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira
Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00
Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00
Réttur ferðalanga vegna kórónuveirunnar ólíkur eftir aðstæðum Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða á bókað í pakkaferð. 28. febrúar 2020 11:45