Sýni hafa verið tekin úr tveimur samstarfsmönnum mannsins Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 20:21 Niðurstöður ættu að liggja fyrir á morgun. Vinnustaður mannsins sem greindist með kórónuveiruna COVID-19 í dag er kominn í sóttkví. Það sama á við um fólk sem býr á sama heimili og maðurinn en ekki er vitað hversu margir það eru í heildina. Vinnustaður mannsins er þó ekki stór. Sýni hafa verið tekin úr tveimur samstarfsmönnum mannsins og verður greint frá niðurstöðum þeirra á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Áður hefur verið greint frá því að sýni úr eiginkonu mannsins reyndist neikvætt og hún því ekki smituð. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá landlækni, sagði í samtali við fréttastofu RÚV að vel gengi að rekja smitið en þetta væri ein umfangsmesta rakning á smiti hér á landi hingað til. Ekki væri algengt að svo margir séu settir í sóttkví. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins: Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á Suðurnesjum undir stjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ásamt starfsmönnum sóttvarnarlæknis og Landspítalans. Sjá einnig: Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Í dag var boðað til upplýsingafundar vegna smitsins og sátu fulltrúar frá ríkislögreglustjóra og Landspítalanum fyrir svörum sem og landlæknir og sóttvarnarlæknir. Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir en Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir áréttaði mikilvægi þess að fólk héldi ró sinni. „Skilaboðin eru eins og við höfum alltaf verið að predika að við vissum að þessi veira myndi koma. Við biðjum fólk um að halda ró sinni. Fara eftir þeim leiðbeiningum og fyrirmælum sem hafa verið gefin út vegna þessarar sýkingar. Leiðbeiningar um hreinlætisaðgerðir og gæta að handþvotti til að forðast sýkingu,“ sagði Þórólfur. Víðir Reynisson hjá ríkislögreglustjóra tók undir orð Þórólfs. Fólk eigi að halda ró sinni. Standa saman og tala skynsamlega saman, sérstaklega gagnvart börnum. Þjóðin ætti að vinna saman sem ein heild að takast á við þetta verkefni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Sjá meira
Vinnustaður mannsins sem greindist með kórónuveiruna COVID-19 í dag er kominn í sóttkví. Það sama á við um fólk sem býr á sama heimili og maðurinn en ekki er vitað hversu margir það eru í heildina. Vinnustaður mannsins er þó ekki stór. Sýni hafa verið tekin úr tveimur samstarfsmönnum mannsins og verður greint frá niðurstöðum þeirra á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Áður hefur verið greint frá því að sýni úr eiginkonu mannsins reyndist neikvætt og hún því ekki smituð. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá landlækni, sagði í samtali við fréttastofu RÚV að vel gengi að rekja smitið en þetta væri ein umfangsmesta rakning á smiti hér á landi hingað til. Ekki væri algengt að svo margir séu settir í sóttkví. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins: Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á Suðurnesjum undir stjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ásamt starfsmönnum sóttvarnarlæknis og Landspítalans. Sjá einnig: Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Í dag var boðað til upplýsingafundar vegna smitsins og sátu fulltrúar frá ríkislögreglustjóra og Landspítalanum fyrir svörum sem og landlæknir og sóttvarnarlæknir. Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir en Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir áréttaði mikilvægi þess að fólk héldi ró sinni. „Skilaboðin eru eins og við höfum alltaf verið að predika að við vissum að þessi veira myndi koma. Við biðjum fólk um að halda ró sinni. Fara eftir þeim leiðbeiningum og fyrirmælum sem hafa verið gefin út vegna þessarar sýkingar. Leiðbeiningar um hreinlætisaðgerðir og gæta að handþvotti til að forðast sýkingu,“ sagði Þórólfur. Víðir Reynisson hjá ríkislögreglustjóra tók undir orð Þórólfs. Fólk eigi að halda ró sinni. Standa saman og tala skynsamlega saman, sérstaklega gagnvart börnum. Þjóðin ætti að vinna saman sem ein heild að takast á við þetta verkefni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Sjá meira
Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25
Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45
Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18