Hæsta hættustigi lýst yfir á heimsvísu vegna kórónuveirunnar Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 22:27 Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus. Vísir/Getty Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti í dag að hættustig vegna kórónuveirunnar væri komið á hæsta stig. Útbreiðsla veirunnar væri orðin mikil en enn væri hægt að ná að hefta hana ef smitkeðjan yrði rofin. Þetta kemur fram á vef BBC en tilfelli hafa nú greinst í fimmtíu löndum, þar á meðal hér á landi í dag. Þá var einnig greint frá fyrstu tilfellum í Nígeríu, Mexíkó, Nýja-Sjálandi, Hvíta-Rússlandi og Hollandi í dag. Sjá einnig: Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í dag að hægt væri að greina flest tilfelli og það væri ekkert sem benti til þess að hún væri að dreifast „frjálslega innan samfélaga“. Stærstu áskoranirnar að svo stöddu væru ótti og rangar upplýsingar um veiruna sjálfa. Yfir áttatíu þúsund hafa smitast og um það bil 2.800 hafa látist vegna veirunnar. Flest dauðsföllin eru innan Hubei-héraðsins í Kína. Dr. Mike Ryan, yfirmaður bráðadeildar stofnunarinnar, sagði hættustigið vera til þess fallið að ítreka alvarleika málsins. Ríkisstjórnir um allan heim ættu að bregðast við og vera tilbúinn til þess að takast á við veiruna þar sem mörg heilbrigðiskerfi væru ekki búin undir álagið. „Þið þurfið að uppfylla skyldur ykkar gagnvart borgurum ykkar, þið þurfið að uppfylla skyldur ykkar gagnvart heiminum öllum og vera tilbúin,“ sagði Ryan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirusmit staðfest á Nýja-Sjálandi, Litháen og Hvíta-Rússlandi Faraldurinn er í mikilli útbreiðslu og hefur nú náð til fimmtíu landa. 28. febrúar 2020 08:33 Kínverjar segjast tilbúnir til samstarfs vegna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. 28. febrúar 2020 20:30 Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25 Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti í dag að hættustig vegna kórónuveirunnar væri komið á hæsta stig. Útbreiðsla veirunnar væri orðin mikil en enn væri hægt að ná að hefta hana ef smitkeðjan yrði rofin. Þetta kemur fram á vef BBC en tilfelli hafa nú greinst í fimmtíu löndum, þar á meðal hér á landi í dag. Þá var einnig greint frá fyrstu tilfellum í Nígeríu, Mexíkó, Nýja-Sjálandi, Hvíta-Rússlandi og Hollandi í dag. Sjá einnig: Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í dag að hægt væri að greina flest tilfelli og það væri ekkert sem benti til þess að hún væri að dreifast „frjálslega innan samfélaga“. Stærstu áskoranirnar að svo stöddu væru ótti og rangar upplýsingar um veiruna sjálfa. Yfir áttatíu þúsund hafa smitast og um það bil 2.800 hafa látist vegna veirunnar. Flest dauðsföllin eru innan Hubei-héraðsins í Kína. Dr. Mike Ryan, yfirmaður bráðadeildar stofnunarinnar, sagði hættustigið vera til þess fallið að ítreka alvarleika málsins. Ríkisstjórnir um allan heim ættu að bregðast við og vera tilbúinn til þess að takast á við veiruna þar sem mörg heilbrigðiskerfi væru ekki búin undir álagið. „Þið þurfið að uppfylla skyldur ykkar gagnvart borgurum ykkar, þið þurfið að uppfylla skyldur ykkar gagnvart heiminum öllum og vera tilbúin,“ sagði Ryan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirusmit staðfest á Nýja-Sjálandi, Litháen og Hvíta-Rússlandi Faraldurinn er í mikilli útbreiðslu og hefur nú náð til fimmtíu landa. 28. febrúar 2020 08:33 Kínverjar segjast tilbúnir til samstarfs vegna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. 28. febrúar 2020 20:30 Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25 Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Kórónuveirusmit staðfest á Nýja-Sjálandi, Litháen og Hvíta-Rússlandi Faraldurinn er í mikilli útbreiðslu og hefur nú náð til fimmtíu landa. 28. febrúar 2020 08:33
Kínverjar segjast tilbúnir til samstarfs vegna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. 28. febrúar 2020 20:30
Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25
Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30