Lærbrotnaði í svifflugi á Kirkjufelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2020 20:06 Siggmaður hjá Landhelgisgæslunni á leið upp í þyrlu með lærbrotna karlmanninn. Guðjón Ottó Bjarnason Ungur karlmaður við svifflug brotnaði á læri og var fluttur með þyrlu úr suðurhlíðum Kirkjufells við Grundarfjörð eftir hádegi í dag. Björgunaraðgerðir gengu með besta móti en um fimmtíu manns komu að þeim. Ægir Þór Þórsson, björgunarsveitarmaður hjá Lífsbjörg í Snæfellsbæ, segir unga manninn líklega hafa lent í ógöngum skömmu eftir að hann fór fram af fjallinu. Hann hafi ekki verið mjög hátt uppi í fjallinu og um 45 mínútur hafi liðið frá útkalli og þar til fyrstu menn komust til hans. Hann segir um að ræða nokkuð vinsælan stað til að stunda svifflug. Björgunarsveitarmenn, sjúkraflutningamenn og læknir hafi komið að manninum sem hafi reynst lærbrotinn eftir að hafa lent frekar illa á grjóti. Var hann nokkuð kvalinn en læknir gaf honum verkjastillandi á meðan flutningur var undirbúinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang og voru aðstæður nógu góðar til þess að þyrlan gat staðsett sig vel fyrir ofan fólkið. Var ungi maðurinn því undirbúinn fyrir hífingu og fluttur með þyrlunni á Landspítalann í Reykjavík. Ægir Þór segir líklega um fimmtíu manns hafa komið að aðgerðum með einum eða öðrum hætti. Björgunarsveitarfólk úr Klakki á Grundarfirði, Lífsbjörg í Snæfellsbæ og Berserkjum í Stykkishólmi. Veður hafi verið með besta móti en nokkuð snjóþungt. Því hafi komið sér vel að geta híft manninn um borð í þyrluna í stað þess að setja upp fjallabjörgunarkerfi og taka manninn landleiðina niður. Páll Jökull Pétursson ljósmyndari fylgidst með björgunaraðgerðum og náði myndum sem sjá má að neðan. Björgunarsveitir Grundarfjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Þyrla kölluð til vegna slyss í Kirkjufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð vestur á Snæfellsnes að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi. 29. febrúar 2020 16:09 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Ungur karlmaður við svifflug brotnaði á læri og var fluttur með þyrlu úr suðurhlíðum Kirkjufells við Grundarfjörð eftir hádegi í dag. Björgunaraðgerðir gengu með besta móti en um fimmtíu manns komu að þeim. Ægir Þór Þórsson, björgunarsveitarmaður hjá Lífsbjörg í Snæfellsbæ, segir unga manninn líklega hafa lent í ógöngum skömmu eftir að hann fór fram af fjallinu. Hann hafi ekki verið mjög hátt uppi í fjallinu og um 45 mínútur hafi liðið frá útkalli og þar til fyrstu menn komust til hans. Hann segir um að ræða nokkuð vinsælan stað til að stunda svifflug. Björgunarsveitarmenn, sjúkraflutningamenn og læknir hafi komið að manninum sem hafi reynst lærbrotinn eftir að hafa lent frekar illa á grjóti. Var hann nokkuð kvalinn en læknir gaf honum verkjastillandi á meðan flutningur var undirbúinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang og voru aðstæður nógu góðar til þess að þyrlan gat staðsett sig vel fyrir ofan fólkið. Var ungi maðurinn því undirbúinn fyrir hífingu og fluttur með þyrlunni á Landspítalann í Reykjavík. Ægir Þór segir líklega um fimmtíu manns hafa komið að aðgerðum með einum eða öðrum hætti. Björgunarsveitarfólk úr Klakki á Grundarfirði, Lífsbjörg í Snæfellsbæ og Berserkjum í Stykkishólmi. Veður hafi verið með besta móti en nokkuð snjóþungt. Því hafi komið sér vel að geta híft manninn um borð í þyrluna í stað þess að setja upp fjallabjörgunarkerfi og taka manninn landleiðina niður. Páll Jökull Pétursson ljósmyndari fylgidst með björgunaraðgerðum og náði myndum sem sjá má að neðan.
Björgunarsveitir Grundarfjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Þyrla kölluð til vegna slyss í Kirkjufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð vestur á Snæfellsnes að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi. 29. febrúar 2020 16:09 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Þyrla kölluð til vegna slyss í Kirkjufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð vestur á Snæfellsnes að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi. 29. febrúar 2020 16:09